Ógn loftslagsbreytinga við fæðuöryggi stórlega vanmetin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2025 19:48 Öfgakenndar hitabylgjur stuðla ekki aðeins að fjölgun dauðsfalla heldur geta þær valdið alvarlegum meðgönguvandamálum en yfirvísindaráðgjafi nýrrar evrópskrar nefndar, sem Katrín Jakobsdóttir veitir forystu, segir leiðtoga heimsins vanmeta þau áhrif sem loftslagsbreytingar komi til með að hafa á fæðuöryggi. Ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar á vegum Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar efndi til blaðamannafundar í Björtuloftum í morgun. Hópnum er ætlað að meta áhrif loftslagsbreytinga á heilsu manna og skila af sér tillögum sem evrópsk stjórnvöld geta nýtt sér til að verja lýðheilsu. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra leiðir vinnuna en hún segir lýðheilsu og loftslagsmál nátengd. „Það sem ég hef verið að læra í undirbúningi fyrir þennan dag og upphaf þessarar nefndar er hversu nátengt þetta er; hvað loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hversu mikilvægt það er að við bregðumst við, ekki bara vegna loftslagsbreytinganna í sjálfu sér heldur líka vegna þessara afleiddu áhrifa sem við erum að sjá um allan heim,“ segir Katrín sem finnur sig vel í þessu nýja hlutverki þar sem heilbrigðismál og loftslagsmál fléttast böndum. Sir Andrews Haines, yfirvísindaráðgjafi nefndarinnar, segir loftslagsbreytingar ógn við heilsu og velferð manna. Öfgakenndar hitabylgjur valdi aukinni dánartíðni og geti haft alvarleg áhrif á meðgöngu. „Það getur haft skaðleg áhrif á þróun meðgöngu, t.d. fyrirburafæðingu og andvanafæðingu, ef hiti fer yfir tiltekið hitastig, sem er breytilegt eftir því hvar í heiminum maður er.“ Hann telur að áhrif loftslagsbreytinga á fæðukerfið séu allt of vanmetin. „Ég tel að þau geti verið meðal þeirra alvarlegustu. Við vitum að loftslagsbreytingar hafa áhrif á framleiðni við ræktun nytjajurta og búfjár um allan heim þannig að þær hafa áhrif á fæðuöryggi okkar og næringarinnihald fæðu. Þetta gæti þýtt að fæðukeðjur okkar og aðfangakeðjur, þar á meðal í löndum eins og Íslandi, gætu verið í hættu. Því tel ég að matvæla- og landbúnaðarkerfið sé afar mikilvægt við mat á heilsufarslegum áhrifum loftslagsbreytinga.“ Katrín hefur mikla trú á nefndinni og að hún muni skila gagnlegum tillögum sem leiðtogar Evrópu geti innleitt í lög og stefnumörkun. „Ég er auðvitað mjög stolt af því að taka á móti þeim hérna á Íslandi og ég vona að það verði öllum nefndarmönnum innblástur að fá að vera hér í dag.“ Loftslagsmál Heilbrigðismál Katrín Jakobsdóttir Tengdar fréttir Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. 11. júní 2025 13:32 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar á vegum Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar efndi til blaðamannafundar í Björtuloftum í morgun. Hópnum er ætlað að meta áhrif loftslagsbreytinga á heilsu manna og skila af sér tillögum sem evrópsk stjórnvöld geta nýtt sér til að verja lýðheilsu. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra leiðir vinnuna en hún segir lýðheilsu og loftslagsmál nátengd. „Það sem ég hef verið að læra í undirbúningi fyrir þennan dag og upphaf þessarar nefndar er hversu nátengt þetta er; hvað loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hversu mikilvægt það er að við bregðumst við, ekki bara vegna loftslagsbreytinganna í sjálfu sér heldur líka vegna þessara afleiddu áhrifa sem við erum að sjá um allan heim,“ segir Katrín sem finnur sig vel í þessu nýja hlutverki þar sem heilbrigðismál og loftslagsmál fléttast böndum. Sir Andrews Haines, yfirvísindaráðgjafi nefndarinnar, segir loftslagsbreytingar ógn við heilsu og velferð manna. Öfgakenndar hitabylgjur valdi aukinni dánartíðni og geti haft alvarleg áhrif á meðgöngu. „Það getur haft skaðleg áhrif á þróun meðgöngu, t.d. fyrirburafæðingu og andvanafæðingu, ef hiti fer yfir tiltekið hitastig, sem er breytilegt eftir því hvar í heiminum maður er.“ Hann telur að áhrif loftslagsbreytinga á fæðukerfið séu allt of vanmetin. „Ég tel að þau geti verið meðal þeirra alvarlegustu. Við vitum að loftslagsbreytingar hafa áhrif á framleiðni við ræktun nytjajurta og búfjár um allan heim þannig að þær hafa áhrif á fæðuöryggi okkar og næringarinnihald fæðu. Þetta gæti þýtt að fæðukeðjur okkar og aðfangakeðjur, þar á meðal í löndum eins og Íslandi, gætu verið í hættu. Því tel ég að matvæla- og landbúnaðarkerfið sé afar mikilvægt við mat á heilsufarslegum áhrifum loftslagsbreytinga.“ Katrín hefur mikla trú á nefndinni og að hún muni skila gagnlegum tillögum sem leiðtogar Evrópu geti innleitt í lög og stefnumörkun. „Ég er auðvitað mjög stolt af því að taka á móti þeim hérna á Íslandi og ég vona að það verði öllum nefndarmönnum innblástur að fá að vera hér í dag.“
Loftslagsmál Heilbrigðismál Katrín Jakobsdóttir Tengdar fréttir Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. 11. júní 2025 13:32 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. 11. júní 2025 13:32