Liverpool að landa dýrasta leikmanni í sögu deildarinnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júní 2025 10:30 Florian Wirtz virðist vera á leiðinni til Liverpool, viðræður eru sagðar á lokastigi. Getty/Pau Barrena Viðræður Liverpool við Bayer Leverkusen um kaup á Florian Wirtz eru sagðar á lokastigi. Wirtz verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool lagði fram 134 milljóna evra tilboð í leikmanninn í gær, um 113 milljónir punda, þar sem um 100 milljónir punda eru öruggar en restin í árangurstengdum greiðslum, samkvæmt hinum áreiðanlega David Ornstein hjá The Athletic. Tilboðið var ekki samþykkt strax en viðræður eru sagðar komnar langt á veg og sameiginleg lausn í sjónmáli. Liverpool ætlar sér ekki að greiða 150 milljóna evra upphæðina sem Leverkusen lagði fram upphaflega. Wirtz var hluti af liði Leverkusen sem fór taplaust í gegnum heilt tímabil heima fyrir og vann þýsku tvennuna í fyrra. Mika Volkmann/Getty Images Viðræðurnar eru núna sagðar snúast aðallega um skiptingu greiðslnanna, hversu mikið yrði lagt út strax, hversu mikið árangurstengt og svo framvegis. Þá á aðeins eftir að bóka læknisskoðun fyrir leikmanninn, en félagaskiptaglugginn er lokaður eins og er og opnar aftur þann 16. júní. Þannig að kaupin munu ekki ganga í gegn fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Wirtz skoraði mark Þýskalands í 1-2 tapi gegn Portúgal í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar á dögunum. Marcel Engelbrecht - firo sportphoto/Getty Images Wirtz yrði dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Enzo Fernández sem var keyptur af Chelsea fyrir 121 milljón evra árið 2023. Hann yrði þriðji eða fjórði dýrasti leikmaður sögunnar á eftir Neymar og Kylian Mbappé sem voru keyptir af PSG árið 2017 og mögulega Philippe Coutinho sem var keyptur af Barcelona árið 2018, en kaupverð hans hefur verið á reiki um langan tíma og Barcelona hefur ekki enn borgað að fullu. Wirtz yrði lang dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, á eftir Darwin Nunez sem var keyptur fyrir um 85 milljónir evra frá Benfica árið 2022 og Virgil van Dijk sem var keyptur frá Southampton árið 2018 fyrir um 75 milljónir evra. Sá fyrrnefndi, Nunez, er mögulega á förum frá félaginu í sumar ef góð summa fæst fyrir hann. 🚨 Liverpool / Bayer Leverkusen talks over Florian Wirtz at final stages - clubs in daily contact to reach agreement. 2nd bid not rejected; dialogue continues to settle structure, add-ons, payment terms➕ Al Hilal enquire to #LFC for Nunez @TheAthleticFC https://t.co/bXYOzEqMhU— David Ornstein (@David_Ornstein) June 10, 2025 Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Sjá meira
Liverpool lagði fram 134 milljóna evra tilboð í leikmanninn í gær, um 113 milljónir punda, þar sem um 100 milljónir punda eru öruggar en restin í árangurstengdum greiðslum, samkvæmt hinum áreiðanlega David Ornstein hjá The Athletic. Tilboðið var ekki samþykkt strax en viðræður eru sagðar komnar langt á veg og sameiginleg lausn í sjónmáli. Liverpool ætlar sér ekki að greiða 150 milljóna evra upphæðina sem Leverkusen lagði fram upphaflega. Wirtz var hluti af liði Leverkusen sem fór taplaust í gegnum heilt tímabil heima fyrir og vann þýsku tvennuna í fyrra. Mika Volkmann/Getty Images Viðræðurnar eru núna sagðar snúast aðallega um skiptingu greiðslnanna, hversu mikið yrði lagt út strax, hversu mikið árangurstengt og svo framvegis. Þá á aðeins eftir að bóka læknisskoðun fyrir leikmanninn, en félagaskiptaglugginn er lokaður eins og er og opnar aftur þann 16. júní. Þannig að kaupin munu ekki ganga í gegn fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Wirtz skoraði mark Þýskalands í 1-2 tapi gegn Portúgal í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar á dögunum. Marcel Engelbrecht - firo sportphoto/Getty Images Wirtz yrði dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á eftir Enzo Fernández sem var keyptur af Chelsea fyrir 121 milljón evra árið 2023. Hann yrði þriðji eða fjórði dýrasti leikmaður sögunnar á eftir Neymar og Kylian Mbappé sem voru keyptir af PSG árið 2017 og mögulega Philippe Coutinho sem var keyptur af Barcelona árið 2018, en kaupverð hans hefur verið á reiki um langan tíma og Barcelona hefur ekki enn borgað að fullu. Wirtz yrði lang dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, á eftir Darwin Nunez sem var keyptur fyrir um 85 milljónir evra frá Benfica árið 2022 og Virgil van Dijk sem var keyptur frá Southampton árið 2018 fyrir um 75 milljónir evra. Sá fyrrnefndi, Nunez, er mögulega á förum frá félaginu í sumar ef góð summa fæst fyrir hann. 🚨 Liverpool / Bayer Leverkusen talks over Florian Wirtz at final stages - clubs in daily contact to reach agreement. 2nd bid not rejected; dialogue continues to settle structure, add-ons, payment terms➕ Al Hilal enquire to #LFC for Nunez @TheAthleticFC https://t.co/bXYOzEqMhU— David Ornstein (@David_Ornstein) June 10, 2025
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Sjá meira