Ég og Parkinson – leitin að greiningu og leiðin til betra lífs Guðrún Einarsdóttir skrifar 10. júní 2025 13:00 Mín saga er gott dæmi og mig langar að deila með ykkur sögu minni. Parkinsonsjúkdóm er oft mjög erfitt að greina, en greining skiptir öllu máli! Fyrir 20 árum síðan missti ég lyktarskynið og það er oft fyrsta einkenni Parkisonsjúkdóms. Ég hef veriðí góðu sambandi við heimilislækni minn í 25 ár. Hann sendi mig í rannsóknir sem staðfestu að ég fann ekki lykt, en ástæðan fyrir því greindist ekki. Árin liðu og ég fór að finna til vaxandi þreytu og horfði á móður mína 20 árum eldri mun þrekmeiri en ég var. Ég fór til sjúkraþjálfara sem mat mig og sagði mig vera í lélegu formi og aðég þyrfti nauðsynlega að þjálfa mig upp. Það var bara hægara sagt en gert. Ég var viss um að eitthvað væri að og ég vildi fá að vita hvaðþað var, ég fann fyrir miklum stífleika í liðum. Heimilislæknirinn benti mér á góða gigtarlækna þar sem ég var með liðverki og bólgu í liðum á höndum. Ég var sprautuðí liðina og varð betri. Gigtarpróf voru neikvæð en virtist samt ódæmigerð gigt og ég fékk ýmis gigtarlyf en þau gerðu ekkert gagn. Gekk nú samt í gigtarfélagið svona til öryggis! Ég fann áfram fyrir miklum stirð- og stífleika á morgnana og kvartaði undan því, en ekkert greindist. Þá fór ég að fá hinar ýmsu sýkingar í háls, eyru og lungu, skútabólgur og þvagfærasýkingar. Hver sýking var læknuð með sýklalyfjum og tíminn leið. Einnig fór ég að sjá illa og greindist með vökva í augnbotnum. Ég fór í meðferð við því á augndeildinni á LSP en fékk ekki bata. Gekk nú samt í Blindrafélagið líka svona til öryggis!Loks urðu ákveðin tímamót þegar hryggjarliðir féllu saman og ég greindist með blóðsjúkdóm. Ég fór í krabbameinslyfjameðferð,sem var endurtekin ári síðar vegna einkenna. Í dag er ég á viðhalds skammti til halda þeim sjúkdómi niðri og er í eftirliti hjá blóðsjúkdómalækni, en er einkennalaus. Ég kvartaði við blóðsjúkdómalækninn yfir ristlinum, en hann vildi ekki tengja það við blóðsjúkdóminn, en þau einkenni héldu áfram að ágerast og var aukaverkunum lyfjanna kennt um það. Tíminn leið og ég varð enn þreyttari og ég varð bara örmagna. Staðreyndin er sú að ég var í raun komin með Parkison sjúdóminn 20 árum áður, sem verður ágengur um það leyti sem ég er að veikjast af blóðsjúkdómnum. Flestir með Parkison hafa einkenni frá ristli og eða þvagfærum, sem getur komið fram á ýmsan máta. Yngsta dóttir mín tók eftir að skriftin mín var gjörbreytt, orðin illlæsileg og andlit mitt var einkennilega stíft og henni fannst ég orðin stirð og hæg í hreyfingum. Hún sagðist halda ég gæti verið með Parkison. Hún fór með mér til heimilislæknis og hann greindi mig með Parkison og sendi mig áfram til taugalæknis sem staðfesti greininguna. Ég fékk lyf og það gerðist hreinlega kraftaverk. Ég fékk nýtt líf. Þvílik breyting á líðan! Ég gekk í Parkinsonsamtökin og byrjaði í sjúkraþjálfun fyrir fólk með Parkison sem ég hef verið í síðan. Ég pantaði tíma um daginn hjá einum gigtarlækninum sem ég var hjá síðast og við ræddum málin.Ég benti honum á að ef kona með samskonar vanda og ég kemur til hans þáætti hann etv að prófa að gefa henni parkisonlyf og etv. finnur hún þá strax mun. Hann tók því mjög vel. Síðan Taktur í Lífsgæðasetri St. Jó. í Hafnarfirði opnaði hef ég sótt þennan dásamlega stað nær 3-4 sinnum í viku. Þar er sjúkraþjálfun, jóga, raddþjálfun, samsöngur, vatnslitamálun, iðjuþjálfun og sálfræðingur. Borðtennis, boccia, fræðslufundir, stuðningshópar, sérfræðiþjónusta fagfólks og fleira.Svo eru konu- og karlakaffi sem er jafningjastuðningur, þar sem við berum saman bækur okkar og leitum ráða.Ég hef aukin lífsgæði, farin að syngja hástöfum, prjóna peysur og fann listamanninn í mér í vatnslitun.Fjölskylda mín segir mig glaðari, félagslega virkari og hressari í dag en í mörg ár fyrir greiningu. Endurhæfingin er í dag talin jafn mikilvæg og lyfjameðferðin, enda það eina sem nær að halda aftur af einkennunum og viðhalda sjálfstæði okkar og lífsgleði sem erum með sjúkdóminn. Þegar ég skrifa þetta sé ég aðég hef verið hjá 7 sérfræðingum og aldrei hvarflaði að neinum þeirra að láta sér detta Parkison í hug. Með fullri virðingu fyrir þeim öllum sem sýndu mér áhuga og samhyggð.Nánasti aðstandandi minn lýsti ástandi mínu þannig 2014”þá byrjaði þessi hressa og framkvæmdasama kona eiginlega að koðna niður- stöðug þreyta og langvarandi úrvinnsla sýkinga.” Framtíðin hjá mér er að viðhalda eins góðri heilsu og ég get. Líkur eru á að þetta haldi áfram að þróast rólega eins og það hefur gert í öll þessi ár. Vandamálin eru greind og unnið með þau jafn óðum. Ég er bjartsýn og held að lækning komi bráðum, en þangað til ætla ég að halda áfram að nýta þá meðferð sem til er, bæði lyf og endurhæfinguna hjá Parkinsonsamtökunum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og með Parkinson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mín saga er gott dæmi og mig langar að deila með ykkur sögu minni. Parkinsonsjúkdóm er oft mjög erfitt að greina, en greining skiptir öllu máli! Fyrir 20 árum síðan missti ég lyktarskynið og það er oft fyrsta einkenni Parkisonsjúkdóms. Ég hef veriðí góðu sambandi við heimilislækni minn í 25 ár. Hann sendi mig í rannsóknir sem staðfestu að ég fann ekki lykt, en ástæðan fyrir því greindist ekki. Árin liðu og ég fór að finna til vaxandi þreytu og horfði á móður mína 20 árum eldri mun þrekmeiri en ég var. Ég fór til sjúkraþjálfara sem mat mig og sagði mig vera í lélegu formi og aðég þyrfti nauðsynlega að þjálfa mig upp. Það var bara hægara sagt en gert. Ég var viss um að eitthvað væri að og ég vildi fá að vita hvaðþað var, ég fann fyrir miklum stífleika í liðum. Heimilislæknirinn benti mér á góða gigtarlækna þar sem ég var með liðverki og bólgu í liðum á höndum. Ég var sprautuðí liðina og varð betri. Gigtarpróf voru neikvæð en virtist samt ódæmigerð gigt og ég fékk ýmis gigtarlyf en þau gerðu ekkert gagn. Gekk nú samt í gigtarfélagið svona til öryggis! Ég fann áfram fyrir miklum stirð- og stífleika á morgnana og kvartaði undan því, en ekkert greindist. Þá fór ég að fá hinar ýmsu sýkingar í háls, eyru og lungu, skútabólgur og þvagfærasýkingar. Hver sýking var læknuð með sýklalyfjum og tíminn leið. Einnig fór ég að sjá illa og greindist með vökva í augnbotnum. Ég fór í meðferð við því á augndeildinni á LSP en fékk ekki bata. Gekk nú samt í Blindrafélagið líka svona til öryggis!Loks urðu ákveðin tímamót þegar hryggjarliðir féllu saman og ég greindist með blóðsjúkdóm. Ég fór í krabbameinslyfjameðferð,sem var endurtekin ári síðar vegna einkenna. Í dag er ég á viðhalds skammti til halda þeim sjúkdómi niðri og er í eftirliti hjá blóðsjúkdómalækni, en er einkennalaus. Ég kvartaði við blóðsjúkdómalækninn yfir ristlinum, en hann vildi ekki tengja það við blóðsjúkdóminn, en þau einkenni héldu áfram að ágerast og var aukaverkunum lyfjanna kennt um það. Tíminn leið og ég varð enn þreyttari og ég varð bara örmagna. Staðreyndin er sú að ég var í raun komin með Parkison sjúdóminn 20 árum áður, sem verður ágengur um það leyti sem ég er að veikjast af blóðsjúkdómnum. Flestir með Parkison hafa einkenni frá ristli og eða þvagfærum, sem getur komið fram á ýmsan máta. Yngsta dóttir mín tók eftir að skriftin mín var gjörbreytt, orðin illlæsileg og andlit mitt var einkennilega stíft og henni fannst ég orðin stirð og hæg í hreyfingum. Hún sagðist halda ég gæti verið með Parkison. Hún fór með mér til heimilislæknis og hann greindi mig með Parkison og sendi mig áfram til taugalæknis sem staðfesti greininguna. Ég fékk lyf og það gerðist hreinlega kraftaverk. Ég fékk nýtt líf. Þvílik breyting á líðan! Ég gekk í Parkinsonsamtökin og byrjaði í sjúkraþjálfun fyrir fólk með Parkison sem ég hef verið í síðan. Ég pantaði tíma um daginn hjá einum gigtarlækninum sem ég var hjá síðast og við ræddum málin.Ég benti honum á að ef kona með samskonar vanda og ég kemur til hans þáætti hann etv að prófa að gefa henni parkisonlyf og etv. finnur hún þá strax mun. Hann tók því mjög vel. Síðan Taktur í Lífsgæðasetri St. Jó. í Hafnarfirði opnaði hef ég sótt þennan dásamlega stað nær 3-4 sinnum í viku. Þar er sjúkraþjálfun, jóga, raddþjálfun, samsöngur, vatnslitamálun, iðjuþjálfun og sálfræðingur. Borðtennis, boccia, fræðslufundir, stuðningshópar, sérfræðiþjónusta fagfólks og fleira.Svo eru konu- og karlakaffi sem er jafningjastuðningur, þar sem við berum saman bækur okkar og leitum ráða.Ég hef aukin lífsgæði, farin að syngja hástöfum, prjóna peysur og fann listamanninn í mér í vatnslitun.Fjölskylda mín segir mig glaðari, félagslega virkari og hressari í dag en í mörg ár fyrir greiningu. Endurhæfingin er í dag talin jafn mikilvæg og lyfjameðferðin, enda það eina sem nær að halda aftur af einkennunum og viðhalda sjálfstæði okkar og lífsgleði sem erum með sjúkdóminn. Þegar ég skrifa þetta sé ég aðég hef verið hjá 7 sérfræðingum og aldrei hvarflaði að neinum þeirra að láta sér detta Parkison í hug. Með fullri virðingu fyrir þeim öllum sem sýndu mér áhuga og samhyggð.Nánasti aðstandandi minn lýsti ástandi mínu þannig 2014”þá byrjaði þessi hressa og framkvæmdasama kona eiginlega að koðna niður- stöðug þreyta og langvarandi úrvinnsla sýkinga.” Framtíðin hjá mér er að viðhalda eins góðri heilsu og ég get. Líkur eru á að þetta haldi áfram að þróast rólega eins og það hefur gert í öll þessi ár. Vandamálin eru greind og unnið með þau jafn óðum. Ég er bjartsýn og held að lækning komi bráðum, en þangað til ætla ég að halda áfram að nýta þá meðferð sem til er, bæði lyf og endurhæfinguna hjá Parkinsonsamtökunum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og með Parkinson.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun