Shai setti stigamet þegar OKC jafnaði úrslitaeinvígið Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 09:08 Varnarmenn réðu ekkert við Shai sem setti stigamet. Hann hefði þó ekki unnið án góðrar hjálpar frá liðsfélögum. William Purnell/Getty Images Oklahoma City Thunder jafnaði úrslitaeinvígið gegn Indiana Pacers með 123-107 sigri í öðrum leik liðanna í nótt. Shai Gilgeous-Alexander á nú metið yfir flest stig skoruð í fyrstu tveimur leikjum úrslitaeinvígis NBA. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli með hörmulegum lokamínútum mætti OKC til leiks í hefndarhug. Liðið tók tíu stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta og endaði fyrri hálfleikinn á frábæru 19-2 áhlaupi sem gaf þægilega forystu í hálfleik, 52-29. 19-2 THUNDER RUN IN THE 2Q ⛈️⛈️ALL-OUT EFFORT LOOKING TO EVEN THE FINALS! pic.twitter.com/2ruQb1PRN3— NBA (@NBA) June 9, 2025 Pacers eru þekktir fyrir að snúa leikjum við, en minnkuðu muninn aldrei niður í nema þrettán stig. Vörn OKC var lykillinn að velgengni, enginn leikmaður Pacers fékk að skora meira en tuttugu stig. Á sama tíma virtist sá verðmætasti, Shai Gilgeous-Alexander, skora að vild og endaði leikinn með 34 stig. Stigahæsti maður deildarinnar á tímabilinu er nú einnig sá stigahæsti frá upphafi í fyrstu tveimur leikjum úrslitaeinvígis, með 72 stig eftir fyrstu tvo leikina, stigi meira en Allen Iverson árið 2001. ANOTHER FINALS 30-PIECE FOR SGA ‼️⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 5 REB⚡️ 4 STL & 1 BLK72 PTS through his first 2 Finals games, THE MOST in NBA history 🌟 pic.twitter.com/kdUtf5iqcq— NBA (@NBA) June 9, 2025 Shai hefði þó ekki komist langt án hjálpar frá öðrum leikmönnum liðsins, sem skiluðu mun meiru af sér en í síðasta leik. Jalen Williams og Chet Holmgren voru líkari sjálfum sér, Alex Caruso var mjög öflugur og Aaron Wiggins setti nokkuð óvænt átján stig af bekknum. ⛈️ OKC's DEPTH DOMINATES GAME 2 ⛈️Alex Caruso: 20 PTSJalen Williams: 19 PTSAaron Wiggins: 18 PTSChet Holmgren: 15 PTSThey join Shai as the fifth quintet since 2000 to score 15+ in a Finals game! https://t.co/zBQwTXPa9p pic.twitter.com/qbFTHqYvEs— NBA (@NBA) June 9, 2025 Næsti leikur liðanna verður á heimavelli Pacers, aðfaranótt fimmtudags klukkan hálf eitt, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NBA Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Leik lokið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Sjá meira
Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli með hörmulegum lokamínútum mætti OKC til leiks í hefndarhug. Liðið tók tíu stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta og endaði fyrri hálfleikinn á frábæru 19-2 áhlaupi sem gaf þægilega forystu í hálfleik, 52-29. 19-2 THUNDER RUN IN THE 2Q ⛈️⛈️ALL-OUT EFFORT LOOKING TO EVEN THE FINALS! pic.twitter.com/2ruQb1PRN3— NBA (@NBA) June 9, 2025 Pacers eru þekktir fyrir að snúa leikjum við, en minnkuðu muninn aldrei niður í nema þrettán stig. Vörn OKC var lykillinn að velgengni, enginn leikmaður Pacers fékk að skora meira en tuttugu stig. Á sama tíma virtist sá verðmætasti, Shai Gilgeous-Alexander, skora að vild og endaði leikinn með 34 stig. Stigahæsti maður deildarinnar á tímabilinu er nú einnig sá stigahæsti frá upphafi í fyrstu tveimur leikjum úrslitaeinvígis, með 72 stig eftir fyrstu tvo leikina, stigi meira en Allen Iverson árið 2001. ANOTHER FINALS 30-PIECE FOR SGA ‼️⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 5 REB⚡️ 4 STL & 1 BLK72 PTS through his first 2 Finals games, THE MOST in NBA history 🌟 pic.twitter.com/kdUtf5iqcq— NBA (@NBA) June 9, 2025 Shai hefði þó ekki komist langt án hjálpar frá öðrum leikmönnum liðsins, sem skiluðu mun meiru af sér en í síðasta leik. Jalen Williams og Chet Holmgren voru líkari sjálfum sér, Alex Caruso var mjög öflugur og Aaron Wiggins setti nokkuð óvænt átján stig af bekknum. ⛈️ OKC's DEPTH DOMINATES GAME 2 ⛈️Alex Caruso: 20 PTSJalen Williams: 19 PTSAaron Wiggins: 18 PTSChet Holmgren: 15 PTSThey join Shai as the fifth quintet since 2000 to score 15+ in a Finals game! https://t.co/zBQwTXPa9p pic.twitter.com/qbFTHqYvEs— NBA (@NBA) June 9, 2025 Næsti leikur liðanna verður á heimavelli Pacers, aðfaranótt fimmtudags klukkan hálf eitt, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
NBA Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Leik lokið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Sjá meira