Nýtt slagorð Ísland Duty Free: „Ég er á leiðinni“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. júní 2025 22:02 Víðast hvar má sjá tómar hillur og samskonar skilti í fríhafnarverslun komufarþega. Vísir Tómar hillur blasa við komufarþegum Leifsstöðvar og virðist frasinn „I'm on my way“ eða „Ég er á leiðinni“ standa á öðru hverju skilti. Framkvæmdastjórinn segir að unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið. Þýska fyrirtækið Heinemann tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí. Í tilkynningu frá eigendum segir að aukin áhersla verði lögð á íslensk vörumerki. Í kjölfar breytinganna sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, að Heinemann hefði krafið íslenska framleiðendur um að lækka verð sín verulega. Framleiðendurnir þurfi að lækka verðin vilji þeir að vörur sínar standi enn til boða í verslunum fríhafnarinnar. Einhverjar hillur standa tómar.Vísir Ástæða verðlækkananna væri ekki til að lækka verð neytenda heldur til að auka hagnað Heinemann að sögn Ólafs. Sjá nánar: Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Hér hefur flöskum verið raðað í eina röð fremst í hillurnar svo ekki líti út fyrir að hillan sé tóm.Vísir Á ljósmyndum sem teknar voru á fimmtudagsmorgun í verslun komufarþega má sjá að þónokkrar hillur stóðu hálftómar. Það á ekki einungis við um áfengishillurnar heldur einnig hillur fyrir sælgæti. Þá greindi mbl frá því um helgina að ekkert hvítvín væri til sölu í versluninni. „Eins og áður hefur komið fram þá höfum við á síðustu dögum verið að leysa ákveðin birgða- og flutningsvandamál sem við höfum staðið frammi fyrir. Það hefur falið í sér skammtímaskort í einstaka vöruflokkum á miklum álagstímum,“ er haft eftir Frank Hansen, framkvæmdastjóra Ísland Duty Free, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Ekki er einungis skortur á áfengi heldur eru sælgætishillurnar einnig hálftómar.Vísir „Við höfum unnið hörðum höndum að því að leysa þessi mál.“ Ástæða neftóbaksskortsins á reiki Greint var frá fyrr í vikunni að ekkert neftóbak væri til sölu í Leifsstöð. Í svari frá Hansen sagði hann að skorturinn væri vegna flutnings- og aðfangamála sem hafði þá þegar verið leyst. Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri ÁTVR sem framleiðir íslenska tóbakið, sagði hins vegar að ekkert vandamál hafi verið í framleiðslukeðjunni. Heinemann hafi verið að biðja um afslætti. Svona var hillan sem ætluð er fyrir nikótínvörur fyrr í vikunni.Vísir „Við erum einfaldlega ekkert í afsláttarbransanum,“ sagði Sveinn Víkingur. Í svari Hansen segist hann ekki geta tjáð sig um samskipti við einstaka viðskiptamenn. Vert er að segja frá því að íslenska tóbakið stendur nú aftur til boða fyrir þá sem hyggjast yfirgefa Ísland. Þá má einnig taka fram að stjórn Isavia tók þá ákvörðun árið 2023 að öll skilti á flugvellinum ættu að vera fyrst á íslensku, svo á ensku. Sú breyting tók gildi árslok 2024 en skilti Heinemann eru þó enn á ensku líkt og sést á fyrstu mynd. Keflavíkurflugvöllur Áfengi Nikótínpúðar Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Þýska fyrirtækið Heinemann tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli í byrjun maí. Í tilkynningu frá eigendum segir að aukin áhersla verði lögð á íslensk vörumerki. Í kjölfar breytinganna sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, að Heinemann hefði krafið íslenska framleiðendur um að lækka verð sín verulega. Framleiðendurnir þurfi að lækka verðin vilji þeir að vörur sínar standi enn til boða í verslunum fríhafnarinnar. Einhverjar hillur standa tómar.Vísir Ástæða verðlækkananna væri ekki til að lækka verð neytenda heldur til að auka hagnað Heinemann að sögn Ólafs. Sjá nánar: Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Hér hefur flöskum verið raðað í eina röð fremst í hillurnar svo ekki líti út fyrir að hillan sé tóm.Vísir Á ljósmyndum sem teknar voru á fimmtudagsmorgun í verslun komufarþega má sjá að þónokkrar hillur stóðu hálftómar. Það á ekki einungis við um áfengishillurnar heldur einnig hillur fyrir sælgæti. Þá greindi mbl frá því um helgina að ekkert hvítvín væri til sölu í versluninni. „Eins og áður hefur komið fram þá höfum við á síðustu dögum verið að leysa ákveðin birgða- og flutningsvandamál sem við höfum staðið frammi fyrir. Það hefur falið í sér skammtímaskort í einstaka vöruflokkum á miklum álagstímum,“ er haft eftir Frank Hansen, framkvæmdastjóra Ísland Duty Free, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Ekki er einungis skortur á áfengi heldur eru sælgætishillurnar einnig hálftómar.Vísir „Við höfum unnið hörðum höndum að því að leysa þessi mál.“ Ástæða neftóbaksskortsins á reiki Greint var frá fyrr í vikunni að ekkert neftóbak væri til sölu í Leifsstöð. Í svari frá Hansen sagði hann að skorturinn væri vegna flutnings- og aðfangamála sem hafði þá þegar verið leyst. Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri ÁTVR sem framleiðir íslenska tóbakið, sagði hins vegar að ekkert vandamál hafi verið í framleiðslukeðjunni. Heinemann hafi verið að biðja um afslætti. Svona var hillan sem ætluð er fyrir nikótínvörur fyrr í vikunni.Vísir „Við erum einfaldlega ekkert í afsláttarbransanum,“ sagði Sveinn Víkingur. Í svari Hansen segist hann ekki geta tjáð sig um samskipti við einstaka viðskiptamenn. Vert er að segja frá því að íslenska tóbakið stendur nú aftur til boða fyrir þá sem hyggjast yfirgefa Ísland. Þá má einnig taka fram að stjórn Isavia tók þá ákvörðun árið 2023 að öll skilti á flugvellinum ættu að vera fyrst á íslensku, svo á ensku. Sú breyting tók gildi árslok 2024 en skilti Heinemann eru þó enn á ensku líkt og sést á fyrstu mynd.
Keflavíkurflugvöllur Áfengi Nikótínpúðar Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira