Málinu lokið með sátt: „Við erum mjög sáttar með niðurstöðuna“ Árni Sæberg skrifar 5. júní 2025 14:02 Edda Falak hefur vakið mikla athygli undanfarin ár, ekki síst fyrir Eigin konur þar sem hver konan á fætur annarri steig fram og sagði sögu sína. Vísir/Vilhelm Máli þeirra Fjólu Sigurðardóttur og Davíðs Goða Þorvarðarsonar á hendur Eddu Falak, vegna hlaðvarpsins Eigin kvenna, hefur verið lokið með dómsátt. Þau kröfðu Eddu um þrjátíu milljónir króna en lögmaður Eddu segir hana mjög sátta með niðurstöðuna. Greint var frá því í byrjun árs að deilur um hlaðvarpið Eigin konur, sem Edda hóf að framleiða ásamt Davíð Goða og Fjólu, væru komnar á dagskrá héraðsdóms. Davíð og Fjóla hefðu stefnt Eddu til greiðslu fyrir vinnu sína, sem þau hefðu ítrekað farið fram á en ekki fengið. Þá var haft eftir Sigurði Kára Kristjánssyni, lögmanni Davíðs og Fjólu, að reynt yrði að komast að samkomulagi um greiðslur áður en málið færi lengra. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu,“ sagði Fjóla um málið árið 2022, eftir að slitnað hafði upp úr samstarfi þeirra Davíðs við Eddu. Vildu þrjátíu milljónir Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Eddu, sagði á sínum tíma að kröfur Davíðs og Fjólu á hendur Eddu hljóðuðu upp á þrjátíu milljónir króna. „Þær tekjur sem komu inn á samstarfstíma aðila voru samtals um 2,5 milljónir, eins og gögn bera glögglega með sér. Edda hefur frá upphafi verið tilbúin að greiða þeim stærstan hluta allrar þeirrar fjárhæðar en boð hennar hafa að mestu mætt þögninni og síðar auknum kröfum.“ Trúnaður um upphæðir Sigrún segir í samtali við Vísi að málinu hafi verið lokið með dómsátt við þau Fjólu og Davíð á föstudag í síðustu viku. Ríkisútvarpið hafði það fyrst eftir Sigurði Kára. Sigrún segir Edda sé mjög glöð að málinu sé nú endanlega lokið og að hún sé sátt við niðurstöðuna. „Trúnaður gildir um sáttina en ég get upplýst að við erum mjög sáttar með niðurstöðuna.“ Dómsmál Hlaðvörp Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Greint var frá því í byrjun árs að deilur um hlaðvarpið Eigin konur, sem Edda hóf að framleiða ásamt Davíð Goða og Fjólu, væru komnar á dagskrá héraðsdóms. Davíð og Fjóla hefðu stefnt Eddu til greiðslu fyrir vinnu sína, sem þau hefðu ítrekað farið fram á en ekki fengið. Þá var haft eftir Sigurði Kára Kristjánssyni, lögmanni Davíðs og Fjólu, að reynt yrði að komast að samkomulagi um greiðslur áður en málið færi lengra. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu,“ sagði Fjóla um málið árið 2022, eftir að slitnað hafði upp úr samstarfi þeirra Davíðs við Eddu. Vildu þrjátíu milljónir Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður Eddu, sagði á sínum tíma að kröfur Davíðs og Fjólu á hendur Eddu hljóðuðu upp á þrjátíu milljónir króna. „Þær tekjur sem komu inn á samstarfstíma aðila voru samtals um 2,5 milljónir, eins og gögn bera glögglega með sér. Edda hefur frá upphafi verið tilbúin að greiða þeim stærstan hluta allrar þeirrar fjárhæðar en boð hennar hafa að mestu mætt þögninni og síðar auknum kröfum.“ Trúnaður um upphæðir Sigrún segir í samtali við Vísi að málinu hafi verið lokið með dómsátt við þau Fjólu og Davíð á föstudag í síðustu viku. Ríkisútvarpið hafði það fyrst eftir Sigurði Kára. Sigrún segir Edda sé mjög glöð að málinu sé nú endanlega lokið og að hún sé sátt við niðurstöðuna. „Trúnaður gildir um sáttina en ég get upplýst að við erum mjög sáttar með niðurstöðuna.“
Dómsmál Hlaðvörp Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira