Banna lagningu bíla í beygjum í Álakvísl Árni Sæberg skrifar 5. júní 2025 10:44 Nú er bannað að leggja þar sem rauðu línurnar eru á myndinni. Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt bann við lagningu ökutækja í beygjum í Álakvísl í Ártúnsholti milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Upphaflega var til skoðunar að banna lagningu í allri götunni en íbúar mótmæltu. Þetta kemur fram í fundargerð fyrir síðasta fund umhverfis- og skipulagsráðs, sem haldinn var í gær. Þar segir að lagt hafi verið fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar frá 20. maí, þar sem óskað hafi verið eftir því að umhverfis- og skipulagsráð samþykkti bann við lagningu ökutækja í Álakvísl milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sáttur Bannið hafi verið samþykkt með atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi setið hjá við afgreiðslu málsins. Lögð hafi verið fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast gegn almennu banni við lagningu ökutækja í Álakvísl. Með slíku banni verður enn aukið á þann bílastæðavanda sem nú þegar ríkir í götunni. Fyrirliggjandi tillaga felur ekki í sér neinar úrbætur fyrir íbúa við Álakvísl til að vega upp á móti fækkun bílastæða, t.d. með fjölgun bílastæða annars staðar í götunni eða í næsta nágrenni. Samkvæmt skoðanakönnun meðal íbúa Álakvíslar er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á móti umræddu stöðubanni.“ Átta með en tíu á móti Í greinargerð deildarstjóra samgangna hjá borginni segir að borið hafi á því að ökutækjum sé lagt í götu Álakvíslar sem geti gert sorphirðu og viðbragðsaðilum erfitt fyrir að komast að húsum í götunni. Slíkt geti tafið björgunarstörf komi upp neyðartilfelli og valdið eignatjóni. Sökum þessa sé lagt til að setja á bann við lagningu ökutækja á og við beygjur í götunni. Áður en tillaga um bann við lagningu ökutækja lagt til hafi Reykjavíkurborg leitað eftir umsögnum íbúa í Álakvísl við þeirri tillögu að banna lagningu ökutækja utan skilgreindra stæða í allri götunni. Bréf hafi verið sent til allra heimila í götunni, fjöldi bréfanna hafi verið á bilinu 180 til 200. Átta hafi lýst sig hlynnta slíku banni á meðan sextán hafi verið andvígir algjöru banni. Tíu íbúar hafi talið að útfæra þyrfti bann við lagningu að hluta til í götunni, til dæmis í beygjum í götunni. „Með hliðsjón af ofangreindu er lagt til að bannað verði að leggja í Álakvísl í og við beygjur.“ Reykjavík Umferð Bílastæði Skipulag Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð fyrir síðasta fund umhverfis- og skipulagsráðs, sem haldinn var í gær. Þar segir að lagt hafi verið fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar frá 20. maí, þar sem óskað hafi verið eftir því að umhverfis- og skipulagsráð samþykkti bann við lagningu ökutækja í Álakvísl milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sáttur Bannið hafi verið samþykkt með atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi setið hjá við afgreiðslu málsins. Lögð hafi verið fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast gegn almennu banni við lagningu ökutækja í Álakvísl. Með slíku banni verður enn aukið á þann bílastæðavanda sem nú þegar ríkir í götunni. Fyrirliggjandi tillaga felur ekki í sér neinar úrbætur fyrir íbúa við Álakvísl til að vega upp á móti fækkun bílastæða, t.d. með fjölgun bílastæða annars staðar í götunni eða í næsta nágrenni. Samkvæmt skoðanakönnun meðal íbúa Álakvíslar er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á móti umræddu stöðubanni.“ Átta með en tíu á móti Í greinargerð deildarstjóra samgangna hjá borginni segir að borið hafi á því að ökutækjum sé lagt í götu Álakvíslar sem geti gert sorphirðu og viðbragðsaðilum erfitt fyrir að komast að húsum í götunni. Slíkt geti tafið björgunarstörf komi upp neyðartilfelli og valdið eignatjóni. Sökum þessa sé lagt til að setja á bann við lagningu ökutækja á og við beygjur í götunni. Áður en tillaga um bann við lagningu ökutækja lagt til hafi Reykjavíkurborg leitað eftir umsögnum íbúa í Álakvísl við þeirri tillögu að banna lagningu ökutækja utan skilgreindra stæða í allri götunni. Bréf hafi verið sent til allra heimila í götunni, fjöldi bréfanna hafi verið á bilinu 180 til 200. Átta hafi lýst sig hlynnta slíku banni á meðan sextán hafi verið andvígir algjöru banni. Tíu íbúar hafi talið að útfæra þyrfti bann við lagningu að hluta til í götunni, til dæmis í beygjum í götunni. „Með hliðsjón af ofangreindu er lagt til að bannað verði að leggja í Álakvísl í og við beygjur.“
Reykjavík Umferð Bílastæði Skipulag Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira