Banna lagningu bíla í beygjum í Álakvísl Árni Sæberg skrifar 5. júní 2025 10:44 Nú er bannað að leggja þar sem rauðu línurnar eru á myndinni. Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt bann við lagningu ökutækja í beygjum í Álakvísl í Ártúnsholti milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Upphaflega var til skoðunar að banna lagningu í allri götunni en íbúar mótmæltu. Þetta kemur fram í fundargerð fyrir síðasta fund umhverfis- og skipulagsráðs, sem haldinn var í gær. Þar segir að lagt hafi verið fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar frá 20. maí, þar sem óskað hafi verið eftir því að umhverfis- og skipulagsráð samþykkti bann við lagningu ökutækja í Álakvísl milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sáttur Bannið hafi verið samþykkt með atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi setið hjá við afgreiðslu málsins. Lögð hafi verið fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast gegn almennu banni við lagningu ökutækja í Álakvísl. Með slíku banni verður enn aukið á þann bílastæðavanda sem nú þegar ríkir í götunni. Fyrirliggjandi tillaga felur ekki í sér neinar úrbætur fyrir íbúa við Álakvísl til að vega upp á móti fækkun bílastæða, t.d. með fjölgun bílastæða annars staðar í götunni eða í næsta nágrenni. Samkvæmt skoðanakönnun meðal íbúa Álakvíslar er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á móti umræddu stöðubanni.“ Átta með en tíu á móti Í greinargerð deildarstjóra samgangna hjá borginni segir að borið hafi á því að ökutækjum sé lagt í götu Álakvíslar sem geti gert sorphirðu og viðbragðsaðilum erfitt fyrir að komast að húsum í götunni. Slíkt geti tafið björgunarstörf komi upp neyðartilfelli og valdið eignatjóni. Sökum þessa sé lagt til að setja á bann við lagningu ökutækja á og við beygjur í götunni. Áður en tillaga um bann við lagningu ökutækja lagt til hafi Reykjavíkurborg leitað eftir umsögnum íbúa í Álakvísl við þeirri tillögu að banna lagningu ökutækja utan skilgreindra stæða í allri götunni. Bréf hafi verið sent til allra heimila í götunni, fjöldi bréfanna hafi verið á bilinu 180 til 200. Átta hafi lýst sig hlynnta slíku banni á meðan sextán hafi verið andvígir algjöru banni. Tíu íbúar hafi talið að útfæra þyrfti bann við lagningu að hluta til í götunni, til dæmis í beygjum í götunni. „Með hliðsjón af ofangreindu er lagt til að bannað verði að leggja í Álakvísl í og við beygjur.“ Reykjavík Umferð Bílastæði Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð fyrir síðasta fund umhverfis- og skipulagsráðs, sem haldinn var í gær. Þar segir að lagt hafi verið fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar frá 20. maí, þar sem óskað hafi verið eftir því að umhverfis- og skipulagsráð samþykkti bann við lagningu ökutækja í Álakvísl milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sáttur Bannið hafi verið samþykkt með atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi setið hjá við afgreiðslu málsins. Lögð hafi verið fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast gegn almennu banni við lagningu ökutækja í Álakvísl. Með slíku banni verður enn aukið á þann bílastæðavanda sem nú þegar ríkir í götunni. Fyrirliggjandi tillaga felur ekki í sér neinar úrbætur fyrir íbúa við Álakvísl til að vega upp á móti fækkun bílastæða, t.d. með fjölgun bílastæða annars staðar í götunni eða í næsta nágrenni. Samkvæmt skoðanakönnun meðal íbúa Álakvíslar er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á móti umræddu stöðubanni.“ Átta með en tíu á móti Í greinargerð deildarstjóra samgangna hjá borginni segir að borið hafi á því að ökutækjum sé lagt í götu Álakvíslar sem geti gert sorphirðu og viðbragðsaðilum erfitt fyrir að komast að húsum í götunni. Slíkt geti tafið björgunarstörf komi upp neyðartilfelli og valdið eignatjóni. Sökum þessa sé lagt til að setja á bann við lagningu ökutækja á og við beygjur í götunni. Áður en tillaga um bann við lagningu ökutækja lagt til hafi Reykjavíkurborg leitað eftir umsögnum íbúa í Álakvísl við þeirri tillögu að banna lagningu ökutækja utan skilgreindra stæða í allri götunni. Bréf hafi verið sent til allra heimila í götunni, fjöldi bréfanna hafi verið á bilinu 180 til 200. Átta hafi lýst sig hlynnta slíku banni á meðan sextán hafi verið andvígir algjöru banni. Tíu íbúar hafi talið að útfæra þyrfti bann við lagningu að hluta til í götunni, til dæmis í beygjum í götunni. „Með hliðsjón af ofangreindu er lagt til að bannað verði að leggja í Álakvísl í og við beygjur.“
Reykjavík Umferð Bílastæði Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira