Ætlar að gera allt í sínu valdi til að tryggja rekstur Kaffistofunnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2025 23:02 Inga Sæland hefur áhyggjur af stöðu mála hjá Kaffistofu Samhjálpar og ætlar að gera allt sem hún getur til að tryggja reksturinn. Vísir/Einar Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segist hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi lokun Kaffistofu Samhjálpar og segist ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja áframhaldandi rekstur kaffistofunnar. Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamótin september-október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, sagðist í maí hafa áhyggjur af því að nýtt húsnæði finndist ekki í tæka tíð. Samtökin hafa verið í virkri leit að húsnæði í rúmt ár og vilja helst fá nýtt húsnæði miðsvæðis upp á nálægð við gistiskýli á Granda og Lindargötu og neyslurýmið Ylju. Fréttastofa spurði Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, á ríkisstjórnarfundi út í lokun Kaffistofunnar og hvort hún hefði áhyggjur af stöðu mála. „Ég hef miklar áhyggjur af því vegna þess að þetta er ómetanlegt starf sem Samhjálp er að vinna fyrir okkar minnstu bræður og systur sem búa við erfiðustu aðstæðurnar í samfélaginu í dag,“ sagði Inga Sæland. Málið væri til meðferðar í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. „Við munum aldrei láta það gerast í rauninni að þau fái ekki þær úrbætur sem þau þurfa til þess að geta haldið áfram sínu góða starfi,“ sagði hún. Þið munuð tryggja það að reksturinn haldist áfram þarna? „Við erum að minnsta kosti að vinna í því að gera allt sem í okkar valdi stendur. Þannig mínar vonir standa til þess,“ sagði Inga. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamótin september-október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, sagðist í maí hafa áhyggjur af því að nýtt húsnæði finndist ekki í tæka tíð. Samtökin hafa verið í virkri leit að húsnæði í rúmt ár og vilja helst fá nýtt húsnæði miðsvæðis upp á nálægð við gistiskýli á Granda og Lindargötu og neyslurýmið Ylju. Fréttastofa spurði Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, á ríkisstjórnarfundi út í lokun Kaffistofunnar og hvort hún hefði áhyggjur af stöðu mála. „Ég hef miklar áhyggjur af því vegna þess að þetta er ómetanlegt starf sem Samhjálp er að vinna fyrir okkar minnstu bræður og systur sem búa við erfiðustu aðstæðurnar í samfélaginu í dag,“ sagði Inga Sæland. Málið væri til meðferðar í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. „Við munum aldrei láta það gerast í rauninni að þau fái ekki þær úrbætur sem þau þurfa til þess að geta haldið áfram sínu góða starfi,“ sagði hún. Þið munuð tryggja það að reksturinn haldist áfram þarna? „Við erum að minnsta kosti að vinna í því að gera allt sem í okkar valdi stendur. Þannig mínar vonir standa til þess,“ sagði Inga. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira