Pólitískur gúmmítékki Jens Garðar Helgason skrifar 4. júní 2025 14:00 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur berst nú fyrir því að tryggja strandveiðimönnum 48 daga veiði í sumar, án þess að fylgja vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar. Fara á langt yfir þau 10.000 tonn af þorski sem eru í pottinum í þeim eina tilgangi að halda olnbogabarni ríkisstjórnarinnar, Flokki Fólksins, á mottunni. Þessi friðþæging kostar tvöföldun og jafnvel þreföldun á því magni af þorski sem Hafró hefur ráðlagt um að megi veiða. Hér er Kristrún Frostadóttir að innleiða sjávarútvegsstefnu Frjálslynda flokksins heitins með fyrrverandi formanns þess flokks í fararbroddi. Frá innleiðingu kvótakerfisins árið 1984 hefur Ísland byggt orðspor sitt á ábyrgum og sjálfbærum veiðum, byggðum á vísindalegri ráðgjöf. Þessi stefna hefur skilað verðmætum á erlendum mörkuðum og tryggt vottanir og traust kaupenda. Að víkja nú frá ráðgjöf Hafró, sérstaklega í tilviki eins mikilvægasta nytjastofns okkar – þorsksins – setur allt kerfið í uppnám og í raun kippir því úr sambandi. Ríkisstjórnin ætlar að skrifa út pólitískan gúmmítékka með frumvarpi sem engin grein hefur verið gerð fyrir hvernig eigi að innleysa síðar. Með því að kippa regluverkinu úr sambandi í sumar skapast skuldbinding sem mun þurfa að greiða til baka. En hvernig? Á að hrófla við 5,3% félagslega pottakerfinu sem byggðakvóta og sértækum byggðakvóta er úthlutað úr líka? Þá verður að taka af mörgum smærri byggðarlögum sem reiða sig á reglubundinn kvóta og skapa störf allt árið – ekki aðeins yfir sumarið. Þetta er ekki stefna – þetta er panik. Þegar stjórnmálamenn fara að hundsa vísindalega ráðgjöf, raska rótgrónu kerfi og leyfa ólympískar veiðar í trássi við sjálfbærnimarkmið er það ekki ábyrg nýsköpun heldur örvænting. Almenningur á betra skilið en enn einn pólitískan gúmmítékkann sem enginn veit hvernig verður greiddur. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Sjávarútvegur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur berst nú fyrir því að tryggja strandveiðimönnum 48 daga veiði í sumar, án þess að fylgja vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar. Fara á langt yfir þau 10.000 tonn af þorski sem eru í pottinum í þeim eina tilgangi að halda olnbogabarni ríkisstjórnarinnar, Flokki Fólksins, á mottunni. Þessi friðþæging kostar tvöföldun og jafnvel þreföldun á því magni af þorski sem Hafró hefur ráðlagt um að megi veiða. Hér er Kristrún Frostadóttir að innleiða sjávarútvegsstefnu Frjálslynda flokksins heitins með fyrrverandi formanns þess flokks í fararbroddi. Frá innleiðingu kvótakerfisins árið 1984 hefur Ísland byggt orðspor sitt á ábyrgum og sjálfbærum veiðum, byggðum á vísindalegri ráðgjöf. Þessi stefna hefur skilað verðmætum á erlendum mörkuðum og tryggt vottanir og traust kaupenda. Að víkja nú frá ráðgjöf Hafró, sérstaklega í tilviki eins mikilvægasta nytjastofns okkar – þorsksins – setur allt kerfið í uppnám og í raun kippir því úr sambandi. Ríkisstjórnin ætlar að skrifa út pólitískan gúmmítékka með frumvarpi sem engin grein hefur verið gerð fyrir hvernig eigi að innleysa síðar. Með því að kippa regluverkinu úr sambandi í sumar skapast skuldbinding sem mun þurfa að greiða til baka. En hvernig? Á að hrófla við 5,3% félagslega pottakerfinu sem byggðakvóta og sértækum byggðakvóta er úthlutað úr líka? Þá verður að taka af mörgum smærri byggðarlögum sem reiða sig á reglubundinn kvóta og skapa störf allt árið – ekki aðeins yfir sumarið. Þetta er ekki stefna – þetta er panik. Þegar stjórnmálamenn fara að hundsa vísindalega ráðgjöf, raska rótgrónu kerfi og leyfa ólympískar veiðar í trássi við sjálfbærnimarkmið er það ekki ábyrg nýsköpun heldur örvænting. Almenningur á betra skilið en enn einn pólitískan gúmmítékkann sem enginn veit hvernig verður greiddur. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar