Rýming í Köln vegna þriggja sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júní 2025 22:01 Búið er að girða af eina sprengjuna með girðingu. Vísir/Getty Um tuttugu þúsund manns hefur verið gert að rýma heimili sitt í Köln vegna þriggja sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni sem fundust nýlega. Bandamenn komu sprengjunum fyrir í seinni heimsstyrjöldinni en þeir sprungu ekki á þeim tíma. Sprengjurnar verða gerðar óvirkar snemma á morgun. Sprengjurnar voru framleiddar í Bandaríkjunum. Tvær þeirra eru tuttugu tonn og ein tíu tonn. Sprengjurnar fundust á mánudag við árbakka Rínar við byggingarsvæði. Í frétt Guardian segir að allar þrjár séu með kveikiþráð sem eigi að kvikna í þegar þær fái högg við að lenda á hörðu yfirborði. Rýmingin í Köln á við um þúsund metra radíus. Í umfjöllun Guardian um rýminguna segir að um sé að ræða stærstu rýminguna frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Rýma þurfti skóla, söfn, leikskóla, spítala, dvalarheimili aldraðra, fjölda hótela og auðvitað heimili fjölmargra. Einnig er búið að loka þremur brúm yfir ána Rín og umferð um brúna verið vísað annað eða stöðvuð. Þrjár sprengjur fundust í borginni sem verða allar gerðar óvirkar á morgun. Vísir/Getty Sjálfboðaliðar, lögregla og starfsmenn borgarinnar munu á morgun ganga í hús til að tryggja að fólk sé ekki heima og lögreglan segist hafa heimild til að fjarlægja fólk með valdi neiti það að yfirgefa heimili sitt. Allir sem hafa þurft að yfirgefa heimili sitt hafa á meðan rýmingunni stendur aðgengi að tjöldum, kirkjum og íþróttaleikvöngum þar sem þau geta fengið stuðning, drykki og mat. Ekki óvanalegt í Köln Í frétt Guardian segir að þó svo að 80 ár séu liðin frá seinni heimsstyrjöldinni sé þetta ekki óvanalegur viðburður í Köln. Borgin sé ein þeirra sem hafi orðið fyrir mestum sprengjum í seinni heimsstyrjöldinni. Alls hafi verið 262 loftárásir á vegum breska flughersins sem stundum hafi verið vopnaðir bandarískum sprengjum, sérstaklega undir lok stríðsins. Um tuttugu þúsund voru drepin í árásunum. Þann 30. Maí 1942 var borgin skotmark fyrstu „þúsund sprengjuárásar“ breska flughersins á þýska borg. Flugherinn sleppti þá rúmum þúsund sprengjum yfir borginni. 855 flugmenn réðust þannig á borgina með 1.455 tonn af sprengjum í aðgerð sem var kölluð Operation Millenium. Ekki er vitað hvort að sprengjurnar sem fundust á mánudag séu meðal þeirra sem var sleppt í aðgerðinni eða hvort þeim var sleppt úr lofti í annarri árás. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Bretland Tengdar fréttir Sprengja fannst í Köln: 20 þúsund manns gert að yfirgefa heimili sín Sprengjan, sem fannst á framkvæmdasvæði, er tonn að þyngd og frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. 27. maí 2015 11:07 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Sprengjurnar verða gerðar óvirkar snemma á morgun. Sprengjurnar voru framleiddar í Bandaríkjunum. Tvær þeirra eru tuttugu tonn og ein tíu tonn. Sprengjurnar fundust á mánudag við árbakka Rínar við byggingarsvæði. Í frétt Guardian segir að allar þrjár séu með kveikiþráð sem eigi að kvikna í þegar þær fái högg við að lenda á hörðu yfirborði. Rýmingin í Köln á við um þúsund metra radíus. Í umfjöllun Guardian um rýminguna segir að um sé að ræða stærstu rýminguna frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Rýma þurfti skóla, söfn, leikskóla, spítala, dvalarheimili aldraðra, fjölda hótela og auðvitað heimili fjölmargra. Einnig er búið að loka þremur brúm yfir ána Rín og umferð um brúna verið vísað annað eða stöðvuð. Þrjár sprengjur fundust í borginni sem verða allar gerðar óvirkar á morgun. Vísir/Getty Sjálfboðaliðar, lögregla og starfsmenn borgarinnar munu á morgun ganga í hús til að tryggja að fólk sé ekki heima og lögreglan segist hafa heimild til að fjarlægja fólk með valdi neiti það að yfirgefa heimili sitt. Allir sem hafa þurft að yfirgefa heimili sitt hafa á meðan rýmingunni stendur aðgengi að tjöldum, kirkjum og íþróttaleikvöngum þar sem þau geta fengið stuðning, drykki og mat. Ekki óvanalegt í Köln Í frétt Guardian segir að þó svo að 80 ár séu liðin frá seinni heimsstyrjöldinni sé þetta ekki óvanalegur viðburður í Köln. Borgin sé ein þeirra sem hafi orðið fyrir mestum sprengjum í seinni heimsstyrjöldinni. Alls hafi verið 262 loftárásir á vegum breska flughersins sem stundum hafi verið vopnaðir bandarískum sprengjum, sérstaklega undir lok stríðsins. Um tuttugu þúsund voru drepin í árásunum. Þann 30. Maí 1942 var borgin skotmark fyrstu „þúsund sprengjuárásar“ breska flughersins á þýska borg. Flugherinn sleppti þá rúmum þúsund sprengjum yfir borginni. 855 flugmenn réðust þannig á borgina með 1.455 tonn af sprengjum í aðgerð sem var kölluð Operation Millenium. Ekki er vitað hvort að sprengjurnar sem fundust á mánudag séu meðal þeirra sem var sleppt í aðgerðinni eða hvort þeim var sleppt úr lofti í annarri árás.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Bretland Tengdar fréttir Sprengja fannst í Köln: 20 þúsund manns gert að yfirgefa heimili sín Sprengjan, sem fannst á framkvæmdasvæði, er tonn að þyngd og frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. 27. maí 2015 11:07 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Sprengja fannst í Köln: 20 þúsund manns gert að yfirgefa heimili sín Sprengjan, sem fannst á framkvæmdasvæði, er tonn að þyngd og frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. 27. maí 2015 11:07