Segir Bjarna Benediktssyni að stinga tappa upp í „tengdasoninn“ Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2025 09:51 Brynjar Barkarson (t.v.) er kærasti dóttur Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, (t.h.). Hann hefur undanfarið vakið athygli á sér fyrir andúð á innflytjendum og hælisleitendum. Vísir Dóttir fyrrverandi þingkonu Samfylkingarinnar segir „tengdason“ Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sverta ímynd fjölskyldu hans með rangfærslum um móður hennar. Kærasti dóttur Bjarna var ræðumaður á mótmælafundi andstæðinga hælisleitenda um helgina. Snærós Sindradóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona og dóttir Helgu Völu Helgadóttur, fyrrverandi þingkonu, vekur athygli á ummælum Brynjars Barkarsonar, tónlistarmanns, um móður hennar í færslu á Facebook í gær. Tilefnið virðist vera að Brynjar var á meðal ræðumanna á mótmælafundi gegn „opnum landamærum“ á Austurvelli á laugardag. Ummæli Brynjars sem Snærós vekur athygli á ganga út á að Helga Vala hafi „stórgrætt á hælisiðnaðinum“ í gegnum lögfræðistofu sína og að féð kæmi úr ríkissjóði. Þessu lýsir Snærós sem einni þrálátustu lyginni sem velli upp úr „rasistum landsins“. „Við Bjarna Benediktsson vil ég segja: settu tapp í tengasoninn. Hann er að sverta ímynd fjölskyldu þinnar og verða ykkur til stórfelldrar skammar,“ skrifar Snærós en Brynjar er kærasti Helgu Þóru Bjarnadóttur, dóttur fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Færsla Brynjars Barkarsonar um Helgu Völu Helgadóttur.Facebook Meira en áratugur síðan hún tók að sér talsmannsverkefni Snærós rekur hvernig Helga Vala tók að sér lögmannsstörf fyrir hælisleitendur frá Sýrlandi fyrir meira en áratug líkt og tugir annarra lögmanna gerðu samkvæmt því kerfi sem þá var við lýði. Þegar þáverandi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar færðu alla þjónustu við hælisleitendur til Rauða krossins hafi þessum verkefnum Helgu Völu lokið. Engu að síður haldi fólk sem „hati útlendinga“ og trúi að bólusetningar séu „massastjórnunartæki stjórnvalda“ áfram að berja á Helgu Völu með ósannindum um að hún hafi beinan fjárhagslegan hag af því að hælisleitendur komi til Íslands. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona.Vísir/Bjarni Gagnrýnir Snærós jafnframt vini Helgu Völu og fyrrverandi bandamenn í pólítik sem viti betur fyrir að hafa aldrei tekið upp hanskann fyrir hana þegar farið sé með þessi ósannindi um hana. Helga Vala sjálf lýsir þessum störfum sínum á sama hátt í eigin færslu á Facebook. Bætir hún við að eftir að Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, rifti samningi við Rauða krossinn og fól lögmönnum aftur að taka við þjónustu við hælisleitendur hafi hún ekki tekið að sér eitt einasta slíkt verkefni. „Svona er hluti starfa lögmanns í þágu borgaranna, og ánægjulegt að fá að leiðrétta enn einu sinni síendurtekin ósannindi sem verða ekki sönn þótt tifað sé á þeim í á annan áratug,“ skrifar Helga Vala. Ekki hægt að skálda þessa vitleysu Brynjar, sem einhver þekkja sem tónlistarmann úr hljómsveitinni Club Dub, hefur vakið athygli fyrir kynþáttahyggju á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Hann hefur lýst innflytjendum sem eru íslamstrúar sem „blóðsugum“ sem séu komnar til Íslands til þess að „sjúga kerfið þurrt, nauðga og rífa kjaft“ að því er kom fram í frétt DV fyrr í þessum mánuði. Snærós Sindradóttir segist ekki hafa tjáð sig um rangfærslur um móður sína vegna fyrri starfa sinna. Hún starfaði á Ríkisútvarpinu og áður á Fréttablaðinu.RÚV/Ragnar Visage Eiríkur Rögnvaldsson, heiðursprófessor í íslensku, henti gaman að Brynjari í sinni eigin Facebook-færslu í gær án þess þó að nefna hann á nafn. Brynjar flytur ræðu sína í Manchester United bol merktur Bjarnadóttur, kærustu sinni, á Austurvelli á laugardag.Vísir/Viktor Freyr „Ungur tónlistarmaður í hljómsveitinni ClubDub sem m.a. hefur gefið út lögin „Clubbed up“, „Litli homie“, „Fresh Alla Daga“, „Booty“ og „Bad Bitch í Reykjavík“ lýsir sérstökum áhyggjum af áhrifum útlendinga á íslenska tungu og menningu. Eins og hann myndi örugglega orða þetta: You can‘t make this shit up,“ skrifar Eiríkur en lokaorðin mætti þýða „það er ekki hægt að skálda þessa vitleysu“. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð í henni að Facebook-færsla Brynjars um Helgu Völu væri gömul en það rétt er að hún var sett inn nú um helgina. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Snærós Sindradóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona og dóttir Helgu Völu Helgadóttur, fyrrverandi þingkonu, vekur athygli á ummælum Brynjars Barkarsonar, tónlistarmanns, um móður hennar í færslu á Facebook í gær. Tilefnið virðist vera að Brynjar var á meðal ræðumanna á mótmælafundi gegn „opnum landamærum“ á Austurvelli á laugardag. Ummæli Brynjars sem Snærós vekur athygli á ganga út á að Helga Vala hafi „stórgrætt á hælisiðnaðinum“ í gegnum lögfræðistofu sína og að féð kæmi úr ríkissjóði. Þessu lýsir Snærós sem einni þrálátustu lyginni sem velli upp úr „rasistum landsins“. „Við Bjarna Benediktsson vil ég segja: settu tapp í tengasoninn. Hann er að sverta ímynd fjölskyldu þinnar og verða ykkur til stórfelldrar skammar,“ skrifar Snærós en Brynjar er kærasti Helgu Þóru Bjarnadóttur, dóttur fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Færsla Brynjars Barkarsonar um Helgu Völu Helgadóttur.Facebook Meira en áratugur síðan hún tók að sér talsmannsverkefni Snærós rekur hvernig Helga Vala tók að sér lögmannsstörf fyrir hælisleitendur frá Sýrlandi fyrir meira en áratug líkt og tugir annarra lögmanna gerðu samkvæmt því kerfi sem þá var við lýði. Þegar þáverandi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar færðu alla þjónustu við hælisleitendur til Rauða krossins hafi þessum verkefnum Helgu Völu lokið. Engu að síður haldi fólk sem „hati útlendinga“ og trúi að bólusetningar séu „massastjórnunartæki stjórnvalda“ áfram að berja á Helgu Völu með ósannindum um að hún hafi beinan fjárhagslegan hag af því að hælisleitendur komi til Íslands. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona.Vísir/Bjarni Gagnrýnir Snærós jafnframt vini Helgu Völu og fyrrverandi bandamenn í pólítik sem viti betur fyrir að hafa aldrei tekið upp hanskann fyrir hana þegar farið sé með þessi ósannindi um hana. Helga Vala sjálf lýsir þessum störfum sínum á sama hátt í eigin færslu á Facebook. Bætir hún við að eftir að Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, rifti samningi við Rauða krossinn og fól lögmönnum aftur að taka við þjónustu við hælisleitendur hafi hún ekki tekið að sér eitt einasta slíkt verkefni. „Svona er hluti starfa lögmanns í þágu borgaranna, og ánægjulegt að fá að leiðrétta enn einu sinni síendurtekin ósannindi sem verða ekki sönn þótt tifað sé á þeim í á annan áratug,“ skrifar Helga Vala. Ekki hægt að skálda þessa vitleysu Brynjar, sem einhver þekkja sem tónlistarmann úr hljómsveitinni Club Dub, hefur vakið athygli fyrir kynþáttahyggju á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Hann hefur lýst innflytjendum sem eru íslamstrúar sem „blóðsugum“ sem séu komnar til Íslands til þess að „sjúga kerfið þurrt, nauðga og rífa kjaft“ að því er kom fram í frétt DV fyrr í þessum mánuði. Snærós Sindradóttir segist ekki hafa tjáð sig um rangfærslur um móður sína vegna fyrri starfa sinna. Hún starfaði á Ríkisútvarpinu og áður á Fréttablaðinu.RÚV/Ragnar Visage Eiríkur Rögnvaldsson, heiðursprófessor í íslensku, henti gaman að Brynjari í sinni eigin Facebook-færslu í gær án þess þó að nefna hann á nafn. Brynjar flytur ræðu sína í Manchester United bol merktur Bjarnadóttur, kærustu sinni, á Austurvelli á laugardag.Vísir/Viktor Freyr „Ungur tónlistarmaður í hljómsveitinni ClubDub sem m.a. hefur gefið út lögin „Clubbed up“, „Litli homie“, „Fresh Alla Daga“, „Booty“ og „Bad Bitch í Reykjavík“ lýsir sérstökum áhyggjum af áhrifum útlendinga á íslenska tungu og menningu. Eins og hann myndi örugglega orða þetta: You can‘t make this shit up,“ skrifar Eiríkur en lokaorðin mætti þýða „það er ekki hægt að skálda þessa vitleysu“. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð í henni að Facebook-færsla Brynjars um Helgu Völu væri gömul en það rétt er að hún var sett inn nú um helgina.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent