Koma aftur saman eftir sögulegar árásir í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2025 08:18 Fréttamenn hafa komið sér fyrir fyrir utan fundarstaðinn í Istanbul. Getty/Murat Sengul Úkraínskir og rússneskir erindrekar munu setjast við samningaborðið í Istanbúl í dag. Er það í kjölfar umfangsmikillar árásar Úkraínumanna á nokkra flugvelli í Rússlandi, þar sem mikilvægar sprengjuflugvélar og eftirlitsvélar eru meðal annars hýstar. Rustem Umerov, varnarmálaráðherra, leiðir úkraínsku sendinefndina og Vladimir Medinskí, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta, leiðir þá rússnesku. Pútín hefur sagt að Rússar muni skrifa minnisblað um skilyrði sín fyrir mögulegum friði en Úkraínumenn sögðu um helgina að það hefði ekki borist enn. Rússar fengu sambærilegt minnisblað frá Úkraínumönnum í gær og segjast ætla að bregðast við því í dag, samkvæmt frétt Reuters. Væntingar til fundarins eru ekki miklar en ekkert gefur til kynna að Rússar séu tilbúnir til að draga úr kröfum sínum á nokkurn hátt. Kröfur Rússar á síðasta fundi voru umfangsmiklar og var haft eftir Medinskí eftir fundinn að Rússar væru tilbúnir til að halda hernaðinum áfram um árabil. „Kannski munu einhverjir sem sitja hérna við borðið missa fleiri ástvini. Rússland er tilbúið til að berjast að eilífu,“ var haft eftir Medinskí. Fyrri viðræðurnar í Istanbúl leiddu þó til fjölmennustu fangaskipta ríkjanna hingað til. Sjá einnig: Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Úkraínumenn munu samkvæmt Reuters leggja sínar línur á fundinum. Meðal annars muni þeir ekki sætta sig við takmarkanir á stærð herafla þeirra, ekki viðurkenna eignarhald Rússa á hernumdum svæðum og þá vilja Úkraínumenn skaðabætur frá Rússum vegna innrásarinnar. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru í raun að reyna að sýna Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna en andstæðingar þeirra séu það ekki. Trump og hans ráðgjafar hafa gefið til kynna að þeir séu tilbúnir til að stíga frá samningaborðinu og hafa einnig gefið til kynna að þeir gætu hætt stuðningi við Úkraínu, sem yrði mikill sigur fyrir Pútín. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Vasyl Malyuk, yfirmaður SBU, einnar leyniþjónusta Úkraínu, fóru í gær yfir árásirnar í Rússlandi.EPA/Forsetaembætti Úkraínu Mikill skaði fyrir Rússa Árásir Úkraínumanna á flugvellina í Rússlandi í gær eru líklega þær metnaðarfyllstu sem gerðar hafa verið í Rússlandi frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn smygluðu 117 drónum inn í Rússland, samkvæmt Vólódímír Selenskí, forseta, og komu þeim fyrir í þökum smárra gámahúsa. Þeim var svo ekið að flugvöllunum og að virðist í einhverjum tilfellum án þess að ökumenn vörubílanna vissu hvaða farm þeir voru með. Sjá einnig: „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Þegar á staðinn var komið var drónunum flogið frá húsunum og að flugvöllunum, þar sem þeim var flogið á flugvélar. Sjá einnig: Sprengjuflugvélar loga víða í Rússlandi Úkraínumenn sögðust í gær hafa grandað eða skemmt rúmlega fjörutíu flugvélar í árásunum. Enn sem komið er hefur lítið verið staðfest í þeim efnum og er vonast til þess að gervihnattamyndir geti fljótt varpað ljósi á hver mikill skaðinn var raunverulega. Myndefni hefur hingað til staðfest að Úkraínumenn hafi grandað á annan tug flugvéla af mismunandi gerðum. Þar á meðal eru sprengjuvélar sem hafa verið notaðar til að skjóta eldflaugum að úkraínskum borgum og bæjum og geta borið kjarnorkuvopn. Fáar slíkar flugvélar eru framleiddar í Rússlandi þessa dagana og verður erfitt fyrir Rússa að bæta fyrir tjónið. Hver dróni sem notaður var til árásarinnar kostar ef til vill nokkra tugi þúsunda króna en flugvélarnar kosta hundruði milljóna. Árásir gærdagsins munu líklega ekki hafa gífurlega mikil áhrif á aðstæður á víglínunni í Úkraínu en þær munu væntanlega létta álagið á loftvörnum Úkraínumanna um tíma og draga úr árásum á borgir landsins. Lítil umfjöllun í Rússlandi Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um árásirnar í ríkismiðlum Rússlands. Þær þykja mikil skömm fyrir Pútín en rússneskir herbloggarar og málpípur Kreml hafa talað um gærdaginn sem „Pearl Harbor“ Rússlands. Hver viðbrögð Rússa við árásinni verða munu líklega koma fljótt í ljós. Meðal annars gæti Pútín, eins og bent er á í grein Sky News, hótað notkun kjarnorkuvopna enn einu sinni. Fyrri árásir Úkraínumanna í Rússlandi hafa leitt til sambærilegra viðbragða áður og einnig frekari eldflaugaárása á Úkraínu. Looks like Russian media’s been told to ignore Ukraine’s strike on strategic bombers. Instead, they’re leading w/ train crash. Not unusual for difficult news—papers often wait for Kremlin direction. But with a delay this long, it may be Putin might not want people to know at all pic.twitter.com/Nvw4cjjAji— Oliver Carroll (@olliecarroll) June 2, 2025 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tyrkland Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Rustem Umerov, varnarmálaráðherra, leiðir úkraínsku sendinefndina og Vladimir Medinskí, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta, leiðir þá rússnesku. Pútín hefur sagt að Rússar muni skrifa minnisblað um skilyrði sín fyrir mögulegum friði en Úkraínumenn sögðu um helgina að það hefði ekki borist enn. Rússar fengu sambærilegt minnisblað frá Úkraínumönnum í gær og segjast ætla að bregðast við því í dag, samkvæmt frétt Reuters. Væntingar til fundarins eru ekki miklar en ekkert gefur til kynna að Rússar séu tilbúnir til að draga úr kröfum sínum á nokkurn hátt. Kröfur Rússar á síðasta fundi voru umfangsmiklar og var haft eftir Medinskí eftir fundinn að Rússar væru tilbúnir til að halda hernaðinum áfram um árabil. „Kannski munu einhverjir sem sitja hérna við borðið missa fleiri ástvini. Rússland er tilbúið til að berjast að eilífu,“ var haft eftir Medinskí. Fyrri viðræðurnar í Istanbúl leiddu þó til fjölmennustu fangaskipta ríkjanna hingað til. Sjá einnig: Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Úkraínumenn munu samkvæmt Reuters leggja sínar línur á fundinum. Meðal annars muni þeir ekki sætta sig við takmarkanir á stærð herafla þeirra, ekki viðurkenna eignarhald Rússa á hernumdum svæðum og þá vilja Úkraínumenn skaðabætur frá Rússum vegna innrásarinnar. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru í raun að reyna að sýna Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna en andstæðingar þeirra séu það ekki. Trump og hans ráðgjafar hafa gefið til kynna að þeir séu tilbúnir til að stíga frá samningaborðinu og hafa einnig gefið til kynna að þeir gætu hætt stuðningi við Úkraínu, sem yrði mikill sigur fyrir Pútín. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Vasyl Malyuk, yfirmaður SBU, einnar leyniþjónusta Úkraínu, fóru í gær yfir árásirnar í Rússlandi.EPA/Forsetaembætti Úkraínu Mikill skaði fyrir Rússa Árásir Úkraínumanna á flugvellina í Rússlandi í gær eru líklega þær metnaðarfyllstu sem gerðar hafa verið í Rússlandi frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn smygluðu 117 drónum inn í Rússland, samkvæmt Vólódímír Selenskí, forseta, og komu þeim fyrir í þökum smárra gámahúsa. Þeim var svo ekið að flugvöllunum og að virðist í einhverjum tilfellum án þess að ökumenn vörubílanna vissu hvaða farm þeir voru með. Sjá einnig: „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Þegar á staðinn var komið var drónunum flogið frá húsunum og að flugvöllunum, þar sem þeim var flogið á flugvélar. Sjá einnig: Sprengjuflugvélar loga víða í Rússlandi Úkraínumenn sögðust í gær hafa grandað eða skemmt rúmlega fjörutíu flugvélar í árásunum. Enn sem komið er hefur lítið verið staðfest í þeim efnum og er vonast til þess að gervihnattamyndir geti fljótt varpað ljósi á hver mikill skaðinn var raunverulega. Myndefni hefur hingað til staðfest að Úkraínumenn hafi grandað á annan tug flugvéla af mismunandi gerðum. Þar á meðal eru sprengjuvélar sem hafa verið notaðar til að skjóta eldflaugum að úkraínskum borgum og bæjum og geta borið kjarnorkuvopn. Fáar slíkar flugvélar eru framleiddar í Rússlandi þessa dagana og verður erfitt fyrir Rússa að bæta fyrir tjónið. Hver dróni sem notaður var til árásarinnar kostar ef til vill nokkra tugi þúsunda króna en flugvélarnar kosta hundruði milljóna. Árásir gærdagsins munu líklega ekki hafa gífurlega mikil áhrif á aðstæður á víglínunni í Úkraínu en þær munu væntanlega létta álagið á loftvörnum Úkraínumanna um tíma og draga úr árásum á borgir landsins. Lítil umfjöllun í Rússlandi Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um árásirnar í ríkismiðlum Rússlands. Þær þykja mikil skömm fyrir Pútín en rússneskir herbloggarar og málpípur Kreml hafa talað um gærdaginn sem „Pearl Harbor“ Rússlands. Hver viðbrögð Rússa við árásinni verða munu líklega koma fljótt í ljós. Meðal annars gæti Pútín, eins og bent er á í grein Sky News, hótað notkun kjarnorkuvopna enn einu sinni. Fyrri árásir Úkraínumanna í Rússlandi hafa leitt til sambærilegra viðbragða áður og einnig frekari eldflaugaárása á Úkraínu. Looks like Russian media’s been told to ignore Ukraine’s strike on strategic bombers. Instead, they’re leading w/ train crash. Not unusual for difficult news—papers often wait for Kremlin direction. But with a delay this long, it may be Putin might not want people to know at all pic.twitter.com/Nvw4cjjAji— Oliver Carroll (@olliecarroll) June 2, 2025
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tyrkland Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira