Fögnuðu með skrúðgöngu í skugga óeirða Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 07:44 Leikmenn PSG rúntuðu með Meistaradeildartitilinn niður Champs-Élysées breiðgötuna. Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Þrátt fyrir óeirðir í París á laugardagskvöld þar sem tveir létust og vel yfir fimm hundruð voru handteknir hélt Paris Saint-Germain skrúðgöngu í gær þar sem liðið fagnaði Meistaradeildartitlinum. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út og lögreglan beitti táragasi. Almennt skemmti fólk sér vel á götum Parísar. Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Þúsundir lögregluþjóna voru sendir á vettvang til að tryggja öryggi áhorfenda sem flykktust út á götur Parísar til að fylgjast með skrúðgöngunni í gær. Kvöldið áður hafði PSG unnið Meistaradeildina, en það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Ákveðið var að hætta ekki við skrúðgönguna. Leikmenn PSG komu sér fyrir í opinni rútu og rúntuðu niður Champs-Élysées breiðgötuna. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út. Flestallir í góðum gír. Luc Auffret/Anadolu via Getty Images Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Minniháttar óeirðir brutust út og lögreglan beitti táragasi. Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Í Élysée höllinni hitti liðið svo franska forsetann Emmanuel Macron og forsetafrúnna Brigitte Macron, áður en haldið var á þjóðarleikvanginn Parc des Princes. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti. EPA-EFE/Thomas Padilla / POOL MAXPPP OUT Þar beið þeirra fullur leikvangur, tæplega fimmtíu þúsund manns. Fyrrum leikmenn félagsins, Bernard Mendy og Jerome Rothen höfðu hitað áhorfendur upp með vel völdum bröndurum - sem beindust aðallega að erkifjendunum í Marseille, sem er ekki lengur eina franska liðið til að vinna Meistaradeildina. Eftir það voru haldnir tónleikar og ljósasýning þar sem titlinum var lyft á loft og fagnað innilega. Hæst heyrðist í áhorfendum þegar fyrirliðinn Marquinhos mætti og svo þegar Ousmané Dembélé tók við titlinum. Úr stúkunni heyrðist sungið „Dembélé, Ballon d‘Or“ í von um að hann verði valinn besti leikmaður heims. Marquinhos hefur verið hjá PSG síðan 2013. Lionel Hahn/Getty Images Dembélé tolleraður af liðsfélögunum.Lionel Hahn/Getty Images Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Franski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira
Almennt skemmti fólk sér vel á götum Parísar. Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Þúsundir lögregluþjóna voru sendir á vettvang til að tryggja öryggi áhorfenda sem flykktust út á götur Parísar til að fylgjast með skrúðgöngunni í gær. Kvöldið áður hafði PSG unnið Meistaradeildina, en það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Ákveðið var að hætta ekki við skrúðgönguna. Leikmenn PSG komu sér fyrir í opinni rútu og rúntuðu niður Champs-Élysées breiðgötuna. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út. Flestallir í góðum gír. Luc Auffret/Anadolu via Getty Images Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Minniháttar óeirðir brutust út og lögreglan beitti táragasi. Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Í Élysée höllinni hitti liðið svo franska forsetann Emmanuel Macron og forsetafrúnna Brigitte Macron, áður en haldið var á þjóðarleikvanginn Parc des Princes. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti. EPA-EFE/Thomas Padilla / POOL MAXPPP OUT Þar beið þeirra fullur leikvangur, tæplega fimmtíu þúsund manns. Fyrrum leikmenn félagsins, Bernard Mendy og Jerome Rothen höfðu hitað áhorfendur upp með vel völdum bröndurum - sem beindust aðallega að erkifjendunum í Marseille, sem er ekki lengur eina franska liðið til að vinna Meistaradeildina. Eftir það voru haldnir tónleikar og ljósasýning þar sem titlinum var lyft á loft og fagnað innilega. Hæst heyrðist í áhorfendum þegar fyrirliðinn Marquinhos mætti og svo þegar Ousmané Dembélé tók við titlinum. Úr stúkunni heyrðist sungið „Dembélé, Ballon d‘Or“ í von um að hann verði valinn besti leikmaður heims. Marquinhos hefur verið hjá PSG síðan 2013. Lionel Hahn/Getty Images Dembélé tolleraður af liðsfélögunum.Lionel Hahn/Getty Images
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Franski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira