Hinn óseðjandi Eiríkur Ólafsson skrifar 1. júní 2025 21:31 Undirritaður býr í litlu þorpi út á landi þar sem eitt sjávarútvegsfyrirtæki er burðarásin í atvinnulífinu og er búið að vera í áratugi. Atvinnumálaráðherra setti fyrir nokkru í samráðsgátt , frumvarp um auðlindaskatt á sjávarútveginn sem að hennar sögn hefði lítil sem enginn áhrif á útveginn og allt gott um það. En frá mínum bæjardyrum sé ég þetta með allt öðrum augum jafnvel þó ég taki gleraugun niður og er samt sem áður nánst blinder,t án þeirra. Fyrirtækið í mínu þorpi heitir Loðnuvinnslan hf(LVF) og er að 86 % í eigu heimamanna að mestu í gegnum KFFB (Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga). KFFB er rekið í samvinnufélagsformi í félaginu eru 350 félagsmenn. Á síðast ári greiddi LVF um 250 milljónir í auðlindaskatt sem þýðir með öðrum orðum að hver félagsmaður í KFFB greiddi 700 þúsund í aukaskatt til ríkisins. Með nýjum lögum á að tvöfalda þá upphæð þannig að aukaskatturinn á mann verður 1,4 milljónir. Nánast allur hagnaður LVF fer og hefur farið í að byggja upp og styrkja fyrirtækið. Arðurinn sem það greiðir fer að mestu leiti til KFFB sem hefur að öllu leiti farið í uppbyggingar og ýmisa samfélagsverkefna í byggðarlaginu. Með öðrum orðum það er ætlunin að taka 490 milljónir út úr þessu byggðarlagi og færa í hítina til hins óseðjandi . Það er hverju mannsbarni það ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á litla þorpið okkar og þá sem lifa hér. Að auki er félagið að greiða u.þ.b. 100 milljónir í kolefniskatt. Rök sumra stuðningsmanna aukinnar skattheimttu á sjávarútveginn ,er að fyrirtækin séu að greiða alltof mikinn arð og að fjárfesta óeðlilega mikið í óskildum greinum. LVF hefur greitt mjög hóflegan arð. Hagnaðurinn hefur farið í að styrkja innviði félagsins. Arðurinn sem greiddur er fer að 85 % til KFFB sem notar hann eingöngu innan fjarðarins. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að það sé enginn leið að greiða auðlindaskatt en það þarf að skoða þetta mikið nánar. En til þess þarf að vera vilji til að fara vel niður í marga hluti s.s hversu mikinn kvóta hvert skip hefur miðað við getu til að veiða, o.m.fl. Ég er bara að horfa á það fyrirtæki sem ég þekki og ég veit að þetta mun hafa gífurleg áhrif á það félag og ekki aðeins á það heldur verður þetta þungt högg fyrir okkur sem samfélag. LVF og forveri þess hefur haldið upp stöðugri vinnu hér nánast síðan fyrsti skuttogarinn var keyptur fyrir 52 árum, ég get sagt að varla hefur dagur dottið niður í vinnslu í frystihús félagsins síðan þá. Afleiðingar þessa frumvarps verða sennilega þær að samþjöppun í greininni verður enn meiri, þvert á það sem pólitíkin segjist vilja stefna . Ef það er talið sanngjarnt og nauðsynlegt að skattleggja greinina. Afhverju er þá ekki tekjuskattur einfaldlega hækkaður á sjávarútveginn, einföld leið , stækkar ekki báknið , kannski alltof einföld. Með því að hækka tekjuskattinn erum við viss um að sá sem greiðir hann á fyrir honum, af því að hann er reiknaður út frá hagnaði. Þess vegna bið ég hæstvirtan ráðherra að skoða þetta betur, fara út á land og ræða við þá sem eiga að greiða þennan skatt og sjá frá þeirra sjónarhóli hvernig þetta kemur út, Höfundur er eftirlaunaþegi og áhugamaður um sjávarútveg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Undirritaður býr í litlu þorpi út á landi þar sem eitt sjávarútvegsfyrirtæki er burðarásin í atvinnulífinu og er búið að vera í áratugi. Atvinnumálaráðherra setti fyrir nokkru í samráðsgátt , frumvarp um auðlindaskatt á sjávarútveginn sem að hennar sögn hefði lítil sem enginn áhrif á útveginn og allt gott um það. En frá mínum bæjardyrum sé ég þetta með allt öðrum augum jafnvel þó ég taki gleraugun niður og er samt sem áður nánst blinder,t án þeirra. Fyrirtækið í mínu þorpi heitir Loðnuvinnslan hf(LVF) og er að 86 % í eigu heimamanna að mestu í gegnum KFFB (Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga). KFFB er rekið í samvinnufélagsformi í félaginu eru 350 félagsmenn. Á síðast ári greiddi LVF um 250 milljónir í auðlindaskatt sem þýðir með öðrum orðum að hver félagsmaður í KFFB greiddi 700 þúsund í aukaskatt til ríkisins. Með nýjum lögum á að tvöfalda þá upphæð þannig að aukaskatturinn á mann verður 1,4 milljónir. Nánast allur hagnaður LVF fer og hefur farið í að byggja upp og styrkja fyrirtækið. Arðurinn sem það greiðir fer að mestu leiti til KFFB sem hefur að öllu leiti farið í uppbyggingar og ýmisa samfélagsverkefna í byggðarlaginu. Með öðrum orðum það er ætlunin að taka 490 milljónir út úr þessu byggðarlagi og færa í hítina til hins óseðjandi . Það er hverju mannsbarni það ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á litla þorpið okkar og þá sem lifa hér. Að auki er félagið að greiða u.þ.b. 100 milljónir í kolefniskatt. Rök sumra stuðningsmanna aukinnar skattheimttu á sjávarútveginn ,er að fyrirtækin séu að greiða alltof mikinn arð og að fjárfesta óeðlilega mikið í óskildum greinum. LVF hefur greitt mjög hóflegan arð. Hagnaðurinn hefur farið í að styrkja innviði félagsins. Arðurinn sem greiddur er fer að 85 % til KFFB sem notar hann eingöngu innan fjarðarins. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að það sé enginn leið að greiða auðlindaskatt en það þarf að skoða þetta mikið nánar. En til þess þarf að vera vilji til að fara vel niður í marga hluti s.s hversu mikinn kvóta hvert skip hefur miðað við getu til að veiða, o.m.fl. Ég er bara að horfa á það fyrirtæki sem ég þekki og ég veit að þetta mun hafa gífurleg áhrif á það félag og ekki aðeins á það heldur verður þetta þungt högg fyrir okkur sem samfélag. LVF og forveri þess hefur haldið upp stöðugri vinnu hér nánast síðan fyrsti skuttogarinn var keyptur fyrir 52 árum, ég get sagt að varla hefur dagur dottið niður í vinnslu í frystihús félagsins síðan þá. Afleiðingar þessa frumvarps verða sennilega þær að samþjöppun í greininni verður enn meiri, þvert á það sem pólitíkin segjist vilja stefna . Ef það er talið sanngjarnt og nauðsynlegt að skattleggja greinina. Afhverju er þá ekki tekjuskattur einfaldlega hækkaður á sjávarútveginn, einföld leið , stækkar ekki báknið , kannski alltof einföld. Með því að hækka tekjuskattinn erum við viss um að sá sem greiðir hann á fyrir honum, af því að hann er reiknaður út frá hagnaði. Þess vegna bið ég hæstvirtan ráðherra að skoða þetta betur, fara út á land og ræða við þá sem eiga að greiða þennan skatt og sjá frá þeirra sjónarhóli hvernig þetta kemur út, Höfundur er eftirlaunaþegi og áhugamaður um sjávarútveg.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar