Er ekki tími til kominn að tengja? Kristín María Birgisdóttir skrifar 31. maí 2025 07:02 Þann 29. maí, á uppstigningardag, fór rafmagnið af Grindavík í sjö klukkustundir. Ekki vegna eldgoss. Ekki vegna óviðráðanlegra náttúruafla. Heldur vegna þess að gamall rafmagnsstrengur, illa frágenginn í jörðu, gaf sig þegar álag kom á jarðveginn vegna jarðvinnu. Á þessum tíma voru fyrirtækjaeigendur – bæði veitingastaðir og fiskvinnslur að reyna að halda úti starfsemi í mjög erfiðum aðstæðum. Atvinnurekendur sem hafa barist áfram mánuðum saman, á hlaupum á milli rýminga og óvissu, að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það síðasta sem á þurfti að halda á uppstigningadag, með bæinn fullan af gestum - var að rafmagnið færi. Engin framleiðsla. Engin þjónusta. Engin kæling. Engin von um að halda rekstri gangandi þann daginn. Og þar að auki – engar ljósavélar. Ekkert varaafl. Þau tæki sem áður voru í bænum, voru tekin í burtu.Tekin í burtu þegar eldgosið hófst 1. apríl. Þrátt fyrir að mögulegt hafi verið að skila þeim þegar ljóst var að gosið var lítið og stutt, þá var það ekki gert. Eftir standa þessar spurningar: Hver ber ábyrgð?Hver tekur ábyrgð á því að innviðir brustu vegna lélegs frágangs?Hver bætir það tjón sem rekstraraðilar urðu fyrir – þegar allt sem þeir höfðu í gangi fór í þrot vegna rafmagnsleysis og skorts á varaafli? Við í Grindavík höfum sýnt ótrúlega þrautseigju. En seigla á ekki að vera forsenda fyrir kerfisbundnu sinnuleysi. Við eigum rétt á öryggi. Við eigum rétt á ábyrgð. Og við eigum betra skilið. Þetta er ekki í fyrsta sinn – og það má ekki gerast aftur. Grindavík er ekki annars flokks samfélag. Suðurnesja lína 2 er kominn af stað. Hringtenging þarf að klárast og við þurfum annað en framlengingasnúru á rafmagni til Grindavíkur. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað að samfélagið komist aftur upp á lappirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Þann 29. maí, á uppstigningardag, fór rafmagnið af Grindavík í sjö klukkustundir. Ekki vegna eldgoss. Ekki vegna óviðráðanlegra náttúruafla. Heldur vegna þess að gamall rafmagnsstrengur, illa frágenginn í jörðu, gaf sig þegar álag kom á jarðveginn vegna jarðvinnu. Á þessum tíma voru fyrirtækjaeigendur – bæði veitingastaðir og fiskvinnslur að reyna að halda úti starfsemi í mjög erfiðum aðstæðum. Atvinnurekendur sem hafa barist áfram mánuðum saman, á hlaupum á milli rýminga og óvissu, að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það síðasta sem á þurfti að halda á uppstigningadag, með bæinn fullan af gestum - var að rafmagnið færi. Engin framleiðsla. Engin þjónusta. Engin kæling. Engin von um að halda rekstri gangandi þann daginn. Og þar að auki – engar ljósavélar. Ekkert varaafl. Þau tæki sem áður voru í bænum, voru tekin í burtu.Tekin í burtu þegar eldgosið hófst 1. apríl. Þrátt fyrir að mögulegt hafi verið að skila þeim þegar ljóst var að gosið var lítið og stutt, þá var það ekki gert. Eftir standa þessar spurningar: Hver ber ábyrgð?Hver tekur ábyrgð á því að innviðir brustu vegna lélegs frágangs?Hver bætir það tjón sem rekstraraðilar urðu fyrir – þegar allt sem þeir höfðu í gangi fór í þrot vegna rafmagnsleysis og skorts á varaafli? Við í Grindavík höfum sýnt ótrúlega þrautseigju. En seigla á ekki að vera forsenda fyrir kerfisbundnu sinnuleysi. Við eigum rétt á öryggi. Við eigum rétt á ábyrgð. Og við eigum betra skilið. Þetta er ekki í fyrsta sinn – og það má ekki gerast aftur. Grindavík er ekki annars flokks samfélag. Suðurnesja lína 2 er kominn af stað. Hringtenging þarf að klárast og við þurfum annað en framlengingasnúru á rafmagni til Grindavíkur. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað að samfélagið komist aftur upp á lappirnar.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar