Reknir fyrir að vinna ekki nógu mikið Árni Sæberg skrifar 30. maí 2025 10:51 Flugumferðarstjórarnir virðast hafa gert eitthvað annað en að vinna einhverja tíma sem þeir skráðu á sig tíma. Vísir/Vilhelm Isavia ANS hefur sagt upp fimm flugumferðarstjórum og mun veita fimm öðrum áminningu vegna brota á reglum um skráningu á tímum um setu í vinnustöðu. Í stað þess að sitja við vinnu skráðu flugumferðarstjórar tíma á sig sem aðrir höfðu unnið. Í fréttatilkynningu frá Isavia segir að málið hafi verið tilkynnt Samgöngustofu og sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni. Greint var frá því í vikunni að fimm flugumferðarstjórar hefðu verið sendir í leyfi vegna málsins. Í tilkynningu segir að Isavia ANS sinni flugleiðsögu á Íslandi og yfir Norður-Atlantshafi og hafi veitt þessa þjónustu um áratugaskeið. Öll frávik frá hefðbundinni starfsemi sem koma upp séu tekin alvarlega og fyrirtækið sé með ferla til að kanna þau og vinna að úrbótum. Mjög skýr lög og reglur gildi um flugleiðsögu og hæfi flugumferðarstjóra sem Samgöngustofa hafi eftirlit með. Allt miði þetta að því að tryggja öryggi flugleiðsögu og traust á henni. Aðrir unnu vinnuna sem þeir skráðu Við innri skoðun hjá Isavia ANS hafi komið í ljós að fimm flugumferðarstjórar voru með skráða tíma í vinnustöðu sem aðrir höfðu unnið. Af þessu hafi leitt að umræddir fimm flugumferðarstjórar höfðu í raun ekki uppfyllt skilyrði um lágmarkstímafjölda um setu í vinnustöðu og hafi því ekki verið með gild leyfi til að sinna flugumferðarstjórn. Isavia ANS líti á þetta sem alvarleg trúnaðarbrot í starfi og hafi gripið til viðeigandi aðgerða. Þeim fimm flugumferðarstjórum sem ekki uppfylltu kröfur um lágmarkstíma í vinnustöðu hafi verið sagt upp störfum og öðrum sem tóku þátt í brotunum með þeim verði ýmist veitt áminning eða alvarlegt tiltal eftir umfangi aðkomu þeirra að málinu. Fara í naflaskoðun Eftir ítarlega skoðun Isavia ANS á málinu sé ljóst að brotin ná eingöngu til afmarkaðs hóps flugumferðarstjóra, en hjá fyrirtækinu starfi hátt í 300 manns. Fyrirtækið muni ásamt starfsfólki horfa innávið, styrkja ferla, og koma í veg fyrir að sambærileg atvik geti endurtekið sig. Isavia Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Isavia segir að málið hafi verið tilkynnt Samgöngustofu og sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni. Greint var frá því í vikunni að fimm flugumferðarstjórar hefðu verið sendir í leyfi vegna málsins. Í tilkynningu segir að Isavia ANS sinni flugleiðsögu á Íslandi og yfir Norður-Atlantshafi og hafi veitt þessa þjónustu um áratugaskeið. Öll frávik frá hefðbundinni starfsemi sem koma upp séu tekin alvarlega og fyrirtækið sé með ferla til að kanna þau og vinna að úrbótum. Mjög skýr lög og reglur gildi um flugleiðsögu og hæfi flugumferðarstjóra sem Samgöngustofa hafi eftirlit með. Allt miði þetta að því að tryggja öryggi flugleiðsögu og traust á henni. Aðrir unnu vinnuna sem þeir skráðu Við innri skoðun hjá Isavia ANS hafi komið í ljós að fimm flugumferðarstjórar voru með skráða tíma í vinnustöðu sem aðrir höfðu unnið. Af þessu hafi leitt að umræddir fimm flugumferðarstjórar höfðu í raun ekki uppfyllt skilyrði um lágmarkstímafjölda um setu í vinnustöðu og hafi því ekki verið með gild leyfi til að sinna flugumferðarstjórn. Isavia ANS líti á þetta sem alvarleg trúnaðarbrot í starfi og hafi gripið til viðeigandi aðgerða. Þeim fimm flugumferðarstjórum sem ekki uppfylltu kröfur um lágmarkstíma í vinnustöðu hafi verið sagt upp störfum og öðrum sem tóku þátt í brotunum með þeim verði ýmist veitt áminning eða alvarlegt tiltal eftir umfangi aðkomu þeirra að málinu. Fara í naflaskoðun Eftir ítarlega skoðun Isavia ANS á málinu sé ljóst að brotin ná eingöngu til afmarkaðs hóps flugumferðarstjóra, en hjá fyrirtækinu starfi hátt í 300 manns. Fyrirtækið muni ásamt starfsfólki horfa innávið, styrkja ferla, og koma í veg fyrir að sambærileg atvik geti endurtekið sig.
Isavia Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira