Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2025 20:27 Oscar ásamt fósturmóður sinni. Oscar Andres Florez Bocanegra, sautján ára drengur frá Kólumbíu verður fluttur úr landi þriðjudaginn 3. júní. Þessu greinir fósturfaðir hans frá og segir fjölskylduna ætla njóta tímans sem þau hafa saman. Hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi í máli drengsins. „Við vorum að fá þau hrikalegu skilaboð að það væri búið að setja dagsetningu á þriðjudaginn 3. júní og þá verður Oscar fluttur til Keflavíkur og sendur til Bogatá,“ skrifar Svavar Jóhannsson, fósturfaðir Oscars á Facebook. Oscar kom fyrst til landsins árið 2022 með föður sínum sem beitti hann ofbeldi. Svavar og Sonja Magnúsdóttir, konan hans, tóku drenginn að sér og sóttu hann til Bogatá eftir að hann var fluttur úr landið sumarið 2024. Eftir endurkomuna til Íslands sótti Oscar aftur um dvalarleyfi og var því hafnað. Sú ákvörðun var kærð til kærunefndar útlendingamála sem hafnaði einnig dvalarleyfinu. Í pistlinum ítrekar Svavar að yfirvöld hefðu getað gripið inn í en svo hafi ekki farið. „Barna- og fjölskyldustofa hefði getað stöðvað brottflutninginn en ákvað á fundi sínum á mánudag að það sé ekki ástæða til að vernda 17 ára fylgdarlausan dreng á flótta. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa líka haft marga mánuði til að grípa inn í en ákváðu líka að standa aðgerðarlausir hjá og samþykkja ákvörðun Útlendingastofnunar að Oscar beri ekki að vernda,“ segir hann. „Að senda 17 ára dreng sem grátbiður um hjálp út á guð og gaddinn og mjög hugsanlega út í opinn dauðann, verður smánarblettur á okkar stjórnkerfi um langa tíð.“ Þakklát öllum sem studdu fjölskylduna Fjölskyldan hefur ákveðið að gera gott úr síðustu dögunum þeirra saman. „Við ætlum ekki að eyða þeim í frekari baráttu við þetta ofurefli sem við er að eiga og hefur tekist að leggja líf okkar í rúst,“ segir Svavar. Þau eru gríðarlega þakklát þeim sem studdu Oscar, til að mynda með fjölmennum mótmælum honum til stuðnings. „Það hefur gefið okkar ómetanlegan styrk að finna að við áttum gríðarlegan stuðning hjá stórum hluta þjóðarinnar úr öllum flokkum og frá fólki með alls konar stjórnmálaskoðanir.“ Prestar og djáknar óskuðu einnig eftir dvalarleyfi fyrir Oscar og hvöttu stjórnvöld til að sína mannúð og miskunnsemi í ályktun á presta- og djáknastefnunni. „Okkur hafði aldrei dottið í hug grimmdin, mótspyrnan og offorsið sem þessi ungi drengur hefur mætt hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir þær einu sakir að vilja eignast öruggt líf á Íslandi með vinum sínum, fósturforeldrum, systkinum og fjölskyldu sem hann hefur eignast og umvafið sem sína eigin,“ segir Svavar. „Þetta er sorgardagur fyrir Oscar og fyrir alla okkar stórfjölskyldu og vini en ekki síður fyrir íslenskt þjóðfélag, réttarfar og stjórnkerfi almennt.“ Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
„Við vorum að fá þau hrikalegu skilaboð að það væri búið að setja dagsetningu á þriðjudaginn 3. júní og þá verður Oscar fluttur til Keflavíkur og sendur til Bogatá,“ skrifar Svavar Jóhannsson, fósturfaðir Oscars á Facebook. Oscar kom fyrst til landsins árið 2022 með föður sínum sem beitti hann ofbeldi. Svavar og Sonja Magnúsdóttir, konan hans, tóku drenginn að sér og sóttu hann til Bogatá eftir að hann var fluttur úr landið sumarið 2024. Eftir endurkomuna til Íslands sótti Oscar aftur um dvalarleyfi og var því hafnað. Sú ákvörðun var kærð til kærunefndar útlendingamála sem hafnaði einnig dvalarleyfinu. Í pistlinum ítrekar Svavar að yfirvöld hefðu getað gripið inn í en svo hafi ekki farið. „Barna- og fjölskyldustofa hefði getað stöðvað brottflutninginn en ákvað á fundi sínum á mánudag að það sé ekki ástæða til að vernda 17 ára fylgdarlausan dreng á flótta. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa líka haft marga mánuði til að grípa inn í en ákváðu líka að standa aðgerðarlausir hjá og samþykkja ákvörðun Útlendingastofnunar að Oscar beri ekki að vernda,“ segir hann. „Að senda 17 ára dreng sem grátbiður um hjálp út á guð og gaddinn og mjög hugsanlega út í opinn dauðann, verður smánarblettur á okkar stjórnkerfi um langa tíð.“ Þakklát öllum sem studdu fjölskylduna Fjölskyldan hefur ákveðið að gera gott úr síðustu dögunum þeirra saman. „Við ætlum ekki að eyða þeim í frekari baráttu við þetta ofurefli sem við er að eiga og hefur tekist að leggja líf okkar í rúst,“ segir Svavar. Þau eru gríðarlega þakklát þeim sem studdu Oscar, til að mynda með fjölmennum mótmælum honum til stuðnings. „Það hefur gefið okkar ómetanlegan styrk að finna að við áttum gríðarlegan stuðning hjá stórum hluta þjóðarinnar úr öllum flokkum og frá fólki með alls konar stjórnmálaskoðanir.“ Prestar og djáknar óskuðu einnig eftir dvalarleyfi fyrir Oscar og hvöttu stjórnvöld til að sína mannúð og miskunnsemi í ályktun á presta- og djáknastefnunni. „Okkur hafði aldrei dottið í hug grimmdin, mótspyrnan og offorsið sem þessi ungi drengur hefur mætt hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir þær einu sakir að vilja eignast öruggt líf á Íslandi með vinum sínum, fósturforeldrum, systkinum og fjölskyldu sem hann hefur eignast og umvafið sem sína eigin,“ segir Svavar. „Þetta er sorgardagur fyrir Oscar og fyrir alla okkar stórfjölskyldu og vini en ekki síður fyrir íslenskt þjóðfélag, réttarfar og stjórnkerfi almennt.“
Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira