Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2025 20:27 Oscar ásamt fósturmóður sinni. Oscar Andres Florez Bocanegra, sautján ára drengur frá Kólumbíu verður fluttur úr landi þriðjudaginn 3. júní. Þessu greinir fósturfaðir hans frá og segir fjölskylduna ætla njóta tímans sem þau hafa saman. Hann gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi í máli drengsins. „Við vorum að fá þau hrikalegu skilaboð að það væri búið að setja dagsetningu á þriðjudaginn 3. júní og þá verður Oscar fluttur til Keflavíkur og sendur til Bogatá,“ skrifar Svavar Jóhannsson, fósturfaðir Oscars á Facebook. Oscar kom fyrst til landsins árið 2022 með föður sínum sem beitti hann ofbeldi. Svavar og Sonja Magnúsdóttir, konan hans, tóku drenginn að sér og sóttu hann til Bogatá eftir að hann var fluttur úr landið sumarið 2024. Eftir endurkomuna til Íslands sótti Oscar aftur um dvalarleyfi og var því hafnað. Sú ákvörðun var kærð til kærunefndar útlendingamála sem hafnaði einnig dvalarleyfinu. Í pistlinum ítrekar Svavar að yfirvöld hefðu getað gripið inn í en svo hafi ekki farið. „Barna- og fjölskyldustofa hefði getað stöðvað brottflutninginn en ákvað á fundi sínum á mánudag að það sé ekki ástæða til að vernda 17 ára fylgdarlausan dreng á flótta. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa líka haft marga mánuði til að grípa inn í en ákváðu líka að standa aðgerðarlausir hjá og samþykkja ákvörðun Útlendingastofnunar að Oscar beri ekki að vernda,“ segir hann. „Að senda 17 ára dreng sem grátbiður um hjálp út á guð og gaddinn og mjög hugsanlega út í opinn dauðann, verður smánarblettur á okkar stjórnkerfi um langa tíð.“ Þakklát öllum sem studdu fjölskylduna Fjölskyldan hefur ákveðið að gera gott úr síðustu dögunum þeirra saman. „Við ætlum ekki að eyða þeim í frekari baráttu við þetta ofurefli sem við er að eiga og hefur tekist að leggja líf okkar í rúst,“ segir Svavar. Þau eru gríðarlega þakklát þeim sem studdu Oscar, til að mynda með fjölmennum mótmælum honum til stuðnings. „Það hefur gefið okkar ómetanlegan styrk að finna að við áttum gríðarlegan stuðning hjá stórum hluta þjóðarinnar úr öllum flokkum og frá fólki með alls konar stjórnmálaskoðanir.“ Prestar og djáknar óskuðu einnig eftir dvalarleyfi fyrir Oscar og hvöttu stjórnvöld til að sína mannúð og miskunnsemi í ályktun á presta- og djáknastefnunni. „Okkur hafði aldrei dottið í hug grimmdin, mótspyrnan og offorsið sem þessi ungi drengur hefur mætt hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir þær einu sakir að vilja eignast öruggt líf á Íslandi með vinum sínum, fósturforeldrum, systkinum og fjölskyldu sem hann hefur eignast og umvafið sem sína eigin,“ segir Svavar. „Þetta er sorgardagur fyrir Oscar og fyrir alla okkar stórfjölskyldu og vini en ekki síður fyrir íslenskt þjóðfélag, réttarfar og stjórnkerfi almennt.“ Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Búið að laga bilunina sem olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
„Við vorum að fá þau hrikalegu skilaboð að það væri búið að setja dagsetningu á þriðjudaginn 3. júní og þá verður Oscar fluttur til Keflavíkur og sendur til Bogatá,“ skrifar Svavar Jóhannsson, fósturfaðir Oscars á Facebook. Oscar kom fyrst til landsins árið 2022 með föður sínum sem beitti hann ofbeldi. Svavar og Sonja Magnúsdóttir, konan hans, tóku drenginn að sér og sóttu hann til Bogatá eftir að hann var fluttur úr landið sumarið 2024. Eftir endurkomuna til Íslands sótti Oscar aftur um dvalarleyfi og var því hafnað. Sú ákvörðun var kærð til kærunefndar útlendingamála sem hafnaði einnig dvalarleyfinu. Í pistlinum ítrekar Svavar að yfirvöld hefðu getað gripið inn í en svo hafi ekki farið. „Barna- og fjölskyldustofa hefði getað stöðvað brottflutninginn en ákvað á fundi sínum á mánudag að það sé ekki ástæða til að vernda 17 ára fylgdarlausan dreng á flótta. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa líka haft marga mánuði til að grípa inn í en ákváðu líka að standa aðgerðarlausir hjá og samþykkja ákvörðun Útlendingastofnunar að Oscar beri ekki að vernda,“ segir hann. „Að senda 17 ára dreng sem grátbiður um hjálp út á guð og gaddinn og mjög hugsanlega út í opinn dauðann, verður smánarblettur á okkar stjórnkerfi um langa tíð.“ Þakklát öllum sem studdu fjölskylduna Fjölskyldan hefur ákveðið að gera gott úr síðustu dögunum þeirra saman. „Við ætlum ekki að eyða þeim í frekari baráttu við þetta ofurefli sem við er að eiga og hefur tekist að leggja líf okkar í rúst,“ segir Svavar. Þau eru gríðarlega þakklát þeim sem studdu Oscar, til að mynda með fjölmennum mótmælum honum til stuðnings. „Það hefur gefið okkar ómetanlegan styrk að finna að við áttum gríðarlegan stuðning hjá stórum hluta þjóðarinnar úr öllum flokkum og frá fólki með alls konar stjórnmálaskoðanir.“ Prestar og djáknar óskuðu einnig eftir dvalarleyfi fyrir Oscar og hvöttu stjórnvöld til að sína mannúð og miskunnsemi í ályktun á presta- og djáknastefnunni. „Okkur hafði aldrei dottið í hug grimmdin, mótspyrnan og offorsið sem þessi ungi drengur hefur mætt hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir þær einu sakir að vilja eignast öruggt líf á Íslandi með vinum sínum, fósturforeldrum, systkinum og fjölskyldu sem hann hefur eignast og umvafið sem sína eigin,“ segir Svavar. „Þetta er sorgardagur fyrir Oscar og fyrir alla okkar stórfjölskyldu og vini en ekki síður fyrir íslenskt þjóðfélag, réttarfar og stjórnkerfi almennt.“
Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Búið að laga bilunina sem olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira