Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2025 23:03 Átta ára dóttir Baraböru Drafnar Fischer varð fyrir jeppa en komst lífs af þökk sé hjálmsins. Samsett/Getty „Fyrir sex árum fer dóttir mín út að hjóla með vinkonum sínum og þá fær ég þetta símtal sem enginn vill fá,“ segir Barbara Dröfn Fischer í viðtali í Reykjavík síðdegis. Sara, dóttir Barböru, var átta ára gömul þegar hún hjólaði fyrir slysni út á götu og varð fyrir jeppa. Hún fékk tvö högg, fyrst þegar bíllinn keyrði á hana og svo þegar hún lenti á malbikinu nokkrum metrum frá slysstað. „Þau voru úti að leika og ég held þær hafi verið að leika sér að skransa. Hún missir stjórn og fer út á götu og bíll keyrir á hana,“ sagði Barbara. „Henni var haldið sofandi í nokkra daga á gjörgæslu uppi á spítala og fór svo á Barnaspítala Hringsins og var þar alveg í mánuð.“ Lagaði hjálminn á síðustu stundu Andrea Bergmann Halldórsdóttir, systir Barböru, lýsti atburðunum í pistli á Facebook. Þar brýnir hún fyrir foreldrum og forráðamönnum mikilvægi þess að vera með hjálm en einnig passa upp á að hann sé rétt stilltur. „Viðbragðsaðilar og læknir á bráðamóttöku segja allir að án hjálmsins hefði Sara okkar ekki átt mikla möguleika á að lifa slysið af. Viðbragðsaðilar töluðu um að hjálmurinn hefði enn verið á höfðinu og setið fullkomlega á henni þegar þeir komu á vettvang og þeir telji að það hafi bjargað lífi hennar,“ sagði Andrea. Atburðarásin hefði hins vegar getað verið allt öðruvísi. „Ég fór heim í hádeginu að ná í systur mína og þá var hún akkúrat að fara út að hjóla. Ég stoppa hana í forstofunni, laga hjálminn á höfðinu og stilli hann aftan á,“ sagði Barbara. „Maður gleymir þessu aldrei, ég man þetta alltaf í forstofunni heima.“ Dóttirin hætt að hjóla því hún vill ekki vera með hjálm Þrátt fyrir slysið segir Barbara ekki sjást á dóttur sinni í dag. Hún æfi fótbolta af kappi, fer á skíði og geti gert allt sem venjulegir unglingar gera en Sara er fimmtán ára í dag. Hins vegar séu enn kvillar sem hrjá hana. „Hún er búin að fara í fjölda aðgerða, endurhæfingu, sjúkraþjálfun en þetta mun há henni út lífið. Hún missti snerpu, upplifir reglulega verki í mjöðm, hné og baki og fær höfuðverki sem hún fékk ekki áður,“ segir Andrea. „Markmiðið var að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hún var yngri en hún er búin að sjá það núna að það er ekki að fara gerast. Þetta slys hafði þau áhrif að hún verður ekki atvinnumaður,“ segir Barbara. Þær systur segjast báðar hafa miklar áhyggjur af minni notkun ungmenna á hjálmum. „Við búum fyrir neðan unglingaskóla, og þar eru rafskútur og alls konar. Við sjáum að þau eru ekki að nota hjálma. Í vinkonuhópnum hennar, þær eru alveg hættar að nota hjálma. Dóttir mín hjólar ekki í dag, því ég neyði hana til að vera með hjálm. Hún vill ekki vera öðruvísi en allir hinir,“ segir Barbara. „Í 99 prósent tilfella er þetta að fara vera allt í lagi en svo gerist þetta eina prósent.“ Umferðaröryggi Hjólreiðar Reykjavík síðdegis Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Sara, dóttir Barböru, var átta ára gömul þegar hún hjólaði fyrir slysni út á götu og varð fyrir jeppa. Hún fékk tvö högg, fyrst þegar bíllinn keyrði á hana og svo þegar hún lenti á malbikinu nokkrum metrum frá slysstað. „Þau voru úti að leika og ég held þær hafi verið að leika sér að skransa. Hún missir stjórn og fer út á götu og bíll keyrir á hana,“ sagði Barbara. „Henni var haldið sofandi í nokkra daga á gjörgæslu uppi á spítala og fór svo á Barnaspítala Hringsins og var þar alveg í mánuð.“ Lagaði hjálminn á síðustu stundu Andrea Bergmann Halldórsdóttir, systir Barböru, lýsti atburðunum í pistli á Facebook. Þar brýnir hún fyrir foreldrum og forráðamönnum mikilvægi þess að vera með hjálm en einnig passa upp á að hann sé rétt stilltur. „Viðbragðsaðilar og læknir á bráðamóttöku segja allir að án hjálmsins hefði Sara okkar ekki átt mikla möguleika á að lifa slysið af. Viðbragðsaðilar töluðu um að hjálmurinn hefði enn verið á höfðinu og setið fullkomlega á henni þegar þeir komu á vettvang og þeir telji að það hafi bjargað lífi hennar,“ sagði Andrea. Atburðarásin hefði hins vegar getað verið allt öðruvísi. „Ég fór heim í hádeginu að ná í systur mína og þá var hún akkúrat að fara út að hjóla. Ég stoppa hana í forstofunni, laga hjálminn á höfðinu og stilli hann aftan á,“ sagði Barbara. „Maður gleymir þessu aldrei, ég man þetta alltaf í forstofunni heima.“ Dóttirin hætt að hjóla því hún vill ekki vera með hjálm Þrátt fyrir slysið segir Barbara ekki sjást á dóttur sinni í dag. Hún æfi fótbolta af kappi, fer á skíði og geti gert allt sem venjulegir unglingar gera en Sara er fimmtán ára í dag. Hins vegar séu enn kvillar sem hrjá hana. „Hún er búin að fara í fjölda aðgerða, endurhæfingu, sjúkraþjálfun en þetta mun há henni út lífið. Hún missti snerpu, upplifir reglulega verki í mjöðm, hné og baki og fær höfuðverki sem hún fékk ekki áður,“ segir Andrea. „Markmiðið var að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hún var yngri en hún er búin að sjá það núna að það er ekki að fara gerast. Þetta slys hafði þau áhrif að hún verður ekki atvinnumaður,“ segir Barbara. Þær systur segjast báðar hafa miklar áhyggjur af minni notkun ungmenna á hjálmum. „Við búum fyrir neðan unglingaskóla, og þar eru rafskútur og alls konar. Við sjáum að þau eru ekki að nota hjálma. Í vinkonuhópnum hennar, þær eru alveg hættar að nota hjálma. Dóttir mín hjólar ekki í dag, því ég neyði hana til að vera með hjálm. Hún vill ekki vera öðruvísi en allir hinir,“ segir Barbara. „Í 99 prósent tilfella er þetta að fara vera allt í lagi en svo gerist þetta eina prósent.“
Umferðaröryggi Hjólreiðar Reykjavík síðdegis Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira