„Ozempic tennur“ meðal aukaverkana þyngdarstjórnunarlyfja Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júní 2025 23:16 Stefán Pálmason er tannlæknir. Stöð 2 Ozempic tennur og Ozempic tunga er meðal mögulegra aukaverkana af notkun þyngdarstjórnunarlyfja sem tannlæknar víða um heim velta fyrir sér núna. Íslenskur tannlæknir segir ekki búið að sanna orsakasamhengi milli notkunar lyfjanna og versnandi tannheilsu en þau geti vissulega valdið verulegum munnþurrki sem geti haft slæmar afleiðingar. Dagblaðið Independent greindi frá því á dögunum að tannlæknar hafi orðið varir við versnandi tannheilsu hjá ýmsum sem notast við þyngdarstjórnunarlyf líkt og Ozempic eða Wegovy sem voru upphaflega þróuð til að meðhöndla sykursýki. Um er að ræða ýmsar óvæntar aukaverkanir og er vísað til einkennanna sem Ozempic-tennur. Tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum segir það of snemmt að tala um Ozempic-tennur hér á landi sökum skorts á orsakasamhengi á milli lyfjanna og versnandi tannheilsu. Hann tekur þó fram að þyngdarstjórnunarlyf geta valdið auknum munnþurrki sem hafi slæmar afleiðingar. „Það er svona mögulegt að mögulega séu einhver tilfelli þar sem munnþurrkur getur orðið töluverður af þyngdarstjórnunarlyfjum en það er mjög einstaklingsbundið hvort fólk fái þessa aukaverkun eða ekki,“ segir Stefán Pálmason, tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum. „Hjá sumum getur þetta gerst mjög hratt ef að munnvatnsflæðið fer niður fyrir ákveðin mörk og farið að skemma mjög mikið. Það geta komið margar tannskemmdir í einu allt í einu á stuttum tíma.“ Hefur einnig heyrt um „Ozempic-tungu“ Jafnframt geti munnþurrkur valdið tannholdssjúkdómum og glerungseyðingu. Einnig séu óstaðfestar aukaverkanir á tungu. „Menn hafa verið að ræða aðeins um Ozempic tungu, sem eru aðallega bragðskynsbreytingar, minnkað bragð og skrítið bragð,“ segir Stefán. Hann bendir á að aukaverkanir sem bitni á tannheilsu geti orðið enn meiri ef fólk er nú þegar á munnþurrksvaldandi lyfjum og nefnir sem dæmi lyf við athyglisbrest, þunglyndi eða blóðþrýstingslyf. „Þá getur annað lyf eins og til dæmis Wegovy eða Ozempic tekið munnvatnsflæðið það lágt að það fari að hliðra jafnvæginu þannig að það fari að valda meiri tannskemmdum og meiri tilfinningu um munnþurrk og meiri vandamálum í tengslum við það,“ segir hann. „Ef fólk lendir í því að fá mikinn munnþurrk af þessum þyngdarstjórnunarlyfjum þá er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að hreinsa tennurnar.“ Heilbrigðismál Tannheilsa Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Dagblaðið Independent greindi frá því á dögunum að tannlæknar hafi orðið varir við versnandi tannheilsu hjá ýmsum sem notast við þyngdarstjórnunarlyf líkt og Ozempic eða Wegovy sem voru upphaflega þróuð til að meðhöndla sykursýki. Um er að ræða ýmsar óvæntar aukaverkanir og er vísað til einkennanna sem Ozempic-tennur. Tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum segir það of snemmt að tala um Ozempic-tennur hér á landi sökum skorts á orsakasamhengi á milli lyfjanna og versnandi tannheilsu. Hann tekur þó fram að þyngdarstjórnunarlyf geta valdið auknum munnþurrki sem hafi slæmar afleiðingar. „Það er svona mögulegt að mögulega séu einhver tilfelli þar sem munnþurrkur getur orðið töluverður af þyngdarstjórnunarlyfjum en það er mjög einstaklingsbundið hvort fólk fái þessa aukaverkun eða ekki,“ segir Stefán Pálmason, tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum. „Hjá sumum getur þetta gerst mjög hratt ef að munnvatnsflæðið fer niður fyrir ákveðin mörk og farið að skemma mjög mikið. Það geta komið margar tannskemmdir í einu allt í einu á stuttum tíma.“ Hefur einnig heyrt um „Ozempic-tungu“ Jafnframt geti munnþurrkur valdið tannholdssjúkdómum og glerungseyðingu. Einnig séu óstaðfestar aukaverkanir á tungu. „Menn hafa verið að ræða aðeins um Ozempic tungu, sem eru aðallega bragðskynsbreytingar, minnkað bragð og skrítið bragð,“ segir Stefán. Hann bendir á að aukaverkanir sem bitni á tannheilsu geti orðið enn meiri ef fólk er nú þegar á munnþurrksvaldandi lyfjum og nefnir sem dæmi lyf við athyglisbrest, þunglyndi eða blóðþrýstingslyf. „Þá getur annað lyf eins og til dæmis Wegovy eða Ozempic tekið munnvatnsflæðið það lágt að það fari að hliðra jafnvæginu þannig að það fari að valda meiri tannskemmdum og meiri tilfinningu um munnþurrk og meiri vandamálum í tengslum við það,“ segir hann. „Ef fólk lendir í því að fá mikinn munnþurrk af þessum þyngdarstjórnunarlyfjum þá er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að hreinsa tennurnar.“
Heilbrigðismál Tannheilsa Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira