„Ozempic tennur“ meðal aukaverkana þyngdarstjórnunarlyfja Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. júní 2025 23:16 Stefán Pálmason er tannlæknir. Stöð 2 Ozempic tennur og Ozempic tunga er meðal mögulegra aukaverkana af notkun þyngdarstjórnunarlyfja sem tannlæknar víða um heim velta fyrir sér núna. Íslenskur tannlæknir segir ekki búið að sanna orsakasamhengi milli notkunar lyfjanna og versnandi tannheilsu en þau geti vissulega valdið verulegum munnþurrki sem geti haft slæmar afleiðingar. Dagblaðið Independent greindi frá því á dögunum að tannlæknar hafi orðið varir við versnandi tannheilsu hjá ýmsum sem notast við þyngdarstjórnunarlyf líkt og Ozempic eða Wegovy sem voru upphaflega þróuð til að meðhöndla sykursýki. Um er að ræða ýmsar óvæntar aukaverkanir og er vísað til einkennanna sem Ozempic-tennur. Tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum segir það of snemmt að tala um Ozempic-tennur hér á landi sökum skorts á orsakasamhengi á milli lyfjanna og versnandi tannheilsu. Hann tekur þó fram að þyngdarstjórnunarlyf geta valdið auknum munnþurrki sem hafi slæmar afleiðingar. „Það er svona mögulegt að mögulega séu einhver tilfelli þar sem munnþurrkur getur orðið töluverður af þyngdarstjórnunarlyfjum en það er mjög einstaklingsbundið hvort fólk fái þessa aukaverkun eða ekki,“ segir Stefán Pálmason, tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum. „Hjá sumum getur þetta gerst mjög hratt ef að munnvatnsflæðið fer niður fyrir ákveðin mörk og farið að skemma mjög mikið. Það geta komið margar tannskemmdir í einu allt í einu á stuttum tíma.“ Hefur einnig heyrt um „Ozempic-tungu“ Jafnframt geti munnþurrkur valdið tannholdssjúkdómum og glerungseyðingu. Einnig séu óstaðfestar aukaverkanir á tungu. „Menn hafa verið að ræða aðeins um Ozempic tungu, sem eru aðallega bragðskynsbreytingar, minnkað bragð og skrítið bragð,“ segir Stefán. Hann bendir á að aukaverkanir sem bitni á tannheilsu geti orðið enn meiri ef fólk er nú þegar á munnþurrksvaldandi lyfjum og nefnir sem dæmi lyf við athyglisbrest, þunglyndi eða blóðþrýstingslyf. „Þá getur annað lyf eins og til dæmis Wegovy eða Ozempic tekið munnvatnsflæðið það lágt að það fari að hliðra jafnvæginu þannig að það fari að valda meiri tannskemmdum og meiri tilfinningu um munnþurrk og meiri vandamálum í tengslum við það,“ segir hann. „Ef fólk lendir í því að fá mikinn munnþurrk af þessum þyngdarstjórnunarlyfjum þá er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að hreinsa tennurnar.“ Heilbrigðismál Tannheilsa Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Dagblaðið Independent greindi frá því á dögunum að tannlæknar hafi orðið varir við versnandi tannheilsu hjá ýmsum sem notast við þyngdarstjórnunarlyf líkt og Ozempic eða Wegovy sem voru upphaflega þróuð til að meðhöndla sykursýki. Um er að ræða ýmsar óvæntar aukaverkanir og er vísað til einkennanna sem Ozempic-tennur. Tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum segir það of snemmt að tala um Ozempic-tennur hér á landi sökum skorts á orsakasamhengi á milli lyfjanna og versnandi tannheilsu. Hann tekur þó fram að þyngdarstjórnunarlyf geta valdið auknum munnþurrki sem hafi slæmar afleiðingar. „Það er svona mögulegt að mögulega séu einhver tilfelli þar sem munnþurrkur getur orðið töluverður af þyngdarstjórnunarlyfjum en það er mjög einstaklingsbundið hvort fólk fái þessa aukaverkun eða ekki,“ segir Stefán Pálmason, tannlæknir og sérfræðingur í munnlyflækningum. „Hjá sumum getur þetta gerst mjög hratt ef að munnvatnsflæðið fer niður fyrir ákveðin mörk og farið að skemma mjög mikið. Það geta komið margar tannskemmdir í einu allt í einu á stuttum tíma.“ Hefur einnig heyrt um „Ozempic-tungu“ Jafnframt geti munnþurrkur valdið tannholdssjúkdómum og glerungseyðingu. Einnig séu óstaðfestar aukaverkanir á tungu. „Menn hafa verið að ræða aðeins um Ozempic tungu, sem eru aðallega bragðskynsbreytingar, minnkað bragð og skrítið bragð,“ segir Stefán. Hann bendir á að aukaverkanir sem bitni á tannheilsu geti orðið enn meiri ef fólk er nú þegar á munnþurrksvaldandi lyfjum og nefnir sem dæmi lyf við athyglisbrest, þunglyndi eða blóðþrýstingslyf. „Þá getur annað lyf eins og til dæmis Wegovy eða Ozempic tekið munnvatnsflæðið það lágt að það fari að hliðra jafnvæginu þannig að það fari að valda meiri tannskemmdum og meiri tilfinningu um munnþurrk og meiri vandamálum í tengslum við það,“ segir hann. „Ef fólk lendir í því að fá mikinn munnþurrk af þessum þyngdarstjórnunarlyfjum þá er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að hreinsa tennurnar.“
Heilbrigðismál Tannheilsa Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira