„Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2025 19:01 Helga Vala Helgadóttir lögmaður Oscars. Vísir/Bjarni Helga Vala Helgadóttir lögmaður hins sautján ára Oscars sem til stendur að vísa úr landi hafnar fullyrðingum Útlendingastofnunar um að drengurinn hafi fengið efnislega meðferð. Kærunefnd útlendingamála birti í dag úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Þar segir að ljóst sé að honum verði veitt móttaka barnaverndaryfirvalda í Kólumbíu og að ekki hafi verið sýnt fram á að drengurinn sæti ofsóknum í heimalandinu. Hann uppfylli því ekki skilyrði um alþjóðlega vernd. Þá segir í úrskurðinum að Oscar hafi sjálfur kosið að tjá sig ekki um aðstæður í Kólumbíu eftir að hann var sendur aftur þangað í október 2024 nema að takmörkuðu leyti. Gögn úr viðtali hans við barnavernd þar sem hann lýsi ofbeldi í sinn garð hafi því ekki verið send til kærunefndar. Helga Vala, lögmaður hans segir það ekki allskostar rétt. „Hann hinsvegar óskaði eftir því að smáatriði úr viðtali sem var tekið við hann í Barnahúsi yrðu ekki send beint til kærunefndar einfaldlega vegna þess að gögn sem fara til kærunefndar eru opinber gögn, þar að segja þau eru birt í úrskurðum og Oscar á hérna vini og hann er sautján ára, hann á stóran vinahóp af ungmennum og það sem er birt um hann það fer í fjölmiðla sem allir geta lesið.“ Megininntak viðtalsins hafi í raun farið til kærunefndar í gegnum greinargerð Barnaverndar Suðurnesja. Útlendingastofnun sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem því var hafnað að mál Oscars hefði ekki hlotið efnislega meðferð. Lögmaður hans segir það hinsvegar vera staðreynd að hann hafi ekki fengið efnislega meðferð. Oscar hafi ekki fengið að leggja inn nýja umsókn eftir að hann kom til Íslands í seinna skiptið. „Og það að stjórnvöld ákveðið að það að hann komi hingað fylgdarlaus eftir að hafa verið droppað út á flugvellinum í Kólumbíu af íslenskum stjórnvöldum og skilinn þar eftir í október síðastliðnum, að það séu ekki nýjar aðstæður, það er óskiljanlegt og ég treysti því að dómstólar snúi því við.“ Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála birti í dag úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Þar segir að ljóst sé að honum verði veitt móttaka barnaverndaryfirvalda í Kólumbíu og að ekki hafi verið sýnt fram á að drengurinn sæti ofsóknum í heimalandinu. Hann uppfylli því ekki skilyrði um alþjóðlega vernd. Þá segir í úrskurðinum að Oscar hafi sjálfur kosið að tjá sig ekki um aðstæður í Kólumbíu eftir að hann var sendur aftur þangað í október 2024 nema að takmörkuðu leyti. Gögn úr viðtali hans við barnavernd þar sem hann lýsi ofbeldi í sinn garð hafi því ekki verið send til kærunefndar. Helga Vala, lögmaður hans segir það ekki allskostar rétt. „Hann hinsvegar óskaði eftir því að smáatriði úr viðtali sem var tekið við hann í Barnahúsi yrðu ekki send beint til kærunefndar einfaldlega vegna þess að gögn sem fara til kærunefndar eru opinber gögn, þar að segja þau eru birt í úrskurðum og Oscar á hérna vini og hann er sautján ára, hann á stóran vinahóp af ungmennum og það sem er birt um hann það fer í fjölmiðla sem allir geta lesið.“ Megininntak viðtalsins hafi í raun farið til kærunefndar í gegnum greinargerð Barnaverndar Suðurnesja. Útlendingastofnun sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem því var hafnað að mál Oscars hefði ekki hlotið efnislega meðferð. Lögmaður hans segir það hinsvegar vera staðreynd að hann hafi ekki fengið efnislega meðferð. Oscar hafi ekki fengið að leggja inn nýja umsókn eftir að hann kom til Íslands í seinna skiptið. „Og það að stjórnvöld ákveðið að það að hann komi hingað fylgdarlaus eftir að hafa verið droppað út á flugvellinum í Kólumbíu af íslenskum stjórnvöldum og skilinn þar eftir í október síðastliðnum, að það séu ekki nýjar aðstæður, það er óskiljanlegt og ég treysti því að dómstólar snúi því við.“
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira