4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2025 14:44 Sævar Freyr Þráinsson er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Vísir/Arnar Orkuveita Reykjavíkur skilaði 4,5 milljarða króna hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt árshlutauppgjöri samstæðunnar sem samþykkt var af stjórn í dag. Í tilkynningu segir að á sama tímabili árið 2024 hafi hagnaðurinn verið 2,9 milljarðar króna. Innan samstæðunnar eru, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. „Tekjur fyrirtækjanna í samstæðunni jukust á tímabilinu um 7% frá fyrra ári og gjöld lækkuðu um sama hlutfall. Þrátt fyrir að launakostnaður hafi aukist milli ára þá lækkaði annar rekstrarkostnaður og á ársfjórðungnum fékk Orka náttúrunnar endurgreiddar um 450 milljónir króna vegna leiðréttingar á gjaldskrá Landsnets. Veltufé frá rekstri nam 9,4 milljörðum króna en var 8,0 milljarðar á sama tímabili 2024. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum héldust svipaðar milli ára og námu nú 6,4 milljörðum króna. Mestar voru þær hjá Veitum, einkum tengdar eflingu hitaveitna til skemmri og lengri tíma,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra Orkuveitunnar, að hann sé ánægður með rekstrarniðurstöðuna. „Styrkur Orkuveitunnar til að ráðast í nauðsynlegar fjárfestingar er mikill og vaxandi. Afkoman er góð og það er jákvætt að sjá vaxtagjöldin loksins lækka,“ segir Sævar Freyr. Uppgjör og ársreikningar Orkumál Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Í tilkynningu segir að á sama tímabili árið 2024 hafi hagnaðurinn verið 2,9 milljarðar króna. Innan samstæðunnar eru, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. „Tekjur fyrirtækjanna í samstæðunni jukust á tímabilinu um 7% frá fyrra ári og gjöld lækkuðu um sama hlutfall. Þrátt fyrir að launakostnaður hafi aukist milli ára þá lækkaði annar rekstrarkostnaður og á ársfjórðungnum fékk Orka náttúrunnar endurgreiddar um 450 milljónir króna vegna leiðréttingar á gjaldskrá Landsnets. Veltufé frá rekstri nam 9,4 milljörðum króna en var 8,0 milljarðar á sama tímabili 2024. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum héldust svipaðar milli ára og námu nú 6,4 milljörðum króna. Mestar voru þær hjá Veitum, einkum tengdar eflingu hitaveitna til skemmri og lengri tíma,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra Orkuveitunnar, að hann sé ánægður með rekstrarniðurstöðuna. „Styrkur Orkuveitunnar til að ráðast í nauðsynlegar fjárfestingar er mikill og vaxandi. Afkoman er góð og það er jákvætt að sjá vaxtagjöldin loksins lækka,“ segir Sævar Freyr.
Uppgjör og ársreikningar Orkumál Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira