Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar 26. maí 2025 14:03 Til að standast skuldbindingar Íslands varðandi útblástur gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, þarf hreinlega að snarminnka brennslu á olíu á öllum sviðum. Þó að vegasamgöngur vegi mest í þessari brennslu þá leynast smábrunar víða sem auðvelt er að minnka. Orkuskipti í garðinum eru líklega enn auðveldari en orkuskipti í samgöngum. Nú er vorið komið og margir garðeigendur farnir að gíra sig upp fyrir slátt og klippingar í sumar. Spurningin er hvort slátturinn sé jafn grænn og grasið. Bensínsláttuvél brennir mengandi og ósjálfbærri olíu sem kostar peninga. Slátturinn veldur einnig miklum hávaða sem pirrað getur nágranna og truflað dýralíf. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að bensínsláttuvél eyði rúmlega einum lítra af bensíni á klst. Gefum okkur að garðeigendur þurfi að jafnaði að slá garðinn átta sinnum yfir sumarið, hálftíma í senn. Fimmtíu þúsund garðeigendur nota þá, miðað við gefnar forsendur, um 250.000 lítra af olíu á hverju sumri við garðslátt. Þetta skilar um 600 þúsund kg. af CO2 upp í lofthjúpinn. Þeir sem slá með slíkum fornaldargræjum geta því tæplega montað sig af kolefnisbindingu trjánna í garðinum. Og þetta er ekki allt, því fæstum tekst að fylla á sláttuvélarnar sínar án þess að mengandi og ferskvatnsspillandi bensíndropar leki framhjá. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna áætlar að 65 milljónir lítra leki árlega framhjá sláttuvélum í Bandaríkjunum. Ef garðeigendur vestra eru ekki með einhvern krónískan handskjálfta umfram íslenska garðeigendur, þá myndi slík tala grófreiknast upp á 6 þúsund lítra hér á landi. Auðveld orkuskipti Í dag er á markaðnum mikið framboð af topp sláttuvélum, orfum og hekkklippum sem ganga fyrir útblásturslausri og miklu hljóðlátari, raforku. Nú geta klaufar, sem klippa rafmagnsnúruna alltaf í sundur, líka andað léttar því hægt er að fá allar græjur með rafhlöðu sem hægt er að hlaða og skipta út fyrir aðra fullhlaðna. Ef garðeigendur vilja svo vera í sérflokki og slá nágrannanum við í tæknilausnum, þá er um að gera að fjárfesta í sjálfvirkum sláttuþjarka sem sér algerlega um sláttinn fyrir þig og hleður sig sjálfur þess á milli. Sláttuþjarkar hafa líka þann kost að tíðni sláttar er svo ör að aldrei þarf að taka slegna grasið og skila á móttökustaði með tilheyrandi vinnu og akstri. Hvernig væri að staldra aðeins við þegar næsta sláttuvél eða orf er keypt og kýla á orkuskipti í garðinum? Sláttuvélar sem ganga fyrir rafmagni eru mun ódýrari í rekstri og oft ódýrari í innkaupum líka. Þær nota innlenda orku sem mengar ekkert og eru þar að auki mun hljóðlátari, sem gerir garðslátt á laugardagsmorgni mun nágrannavænni. Hættum að nota olíu í garðinum og skiptum yfir í rafmagn. Íslensk raforka er ódýr og græn og því er engin ástæða til að eyða gjaldeyri í garðinum. Skiptu yfir í græna garðyrkju næst þegar þú kaupir sláttugræjur í garðinn eða semur við verktaka um slátt. Höfundur er sviðsstjóri svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkuskipti Orkumál Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Til að standast skuldbindingar Íslands varðandi útblástur gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, þarf hreinlega að snarminnka brennslu á olíu á öllum sviðum. Þó að vegasamgöngur vegi mest í þessari brennslu þá leynast smábrunar víða sem auðvelt er að minnka. Orkuskipti í garðinum eru líklega enn auðveldari en orkuskipti í samgöngum. Nú er vorið komið og margir garðeigendur farnir að gíra sig upp fyrir slátt og klippingar í sumar. Spurningin er hvort slátturinn sé jafn grænn og grasið. Bensínsláttuvél brennir mengandi og ósjálfbærri olíu sem kostar peninga. Slátturinn veldur einnig miklum hávaða sem pirrað getur nágranna og truflað dýralíf. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að bensínsláttuvél eyði rúmlega einum lítra af bensíni á klst. Gefum okkur að garðeigendur þurfi að jafnaði að slá garðinn átta sinnum yfir sumarið, hálftíma í senn. Fimmtíu þúsund garðeigendur nota þá, miðað við gefnar forsendur, um 250.000 lítra af olíu á hverju sumri við garðslátt. Þetta skilar um 600 þúsund kg. af CO2 upp í lofthjúpinn. Þeir sem slá með slíkum fornaldargræjum geta því tæplega montað sig af kolefnisbindingu trjánna í garðinum. Og þetta er ekki allt, því fæstum tekst að fylla á sláttuvélarnar sínar án þess að mengandi og ferskvatnsspillandi bensíndropar leki framhjá. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna áætlar að 65 milljónir lítra leki árlega framhjá sláttuvélum í Bandaríkjunum. Ef garðeigendur vestra eru ekki með einhvern krónískan handskjálfta umfram íslenska garðeigendur, þá myndi slík tala grófreiknast upp á 6 þúsund lítra hér á landi. Auðveld orkuskipti Í dag er á markaðnum mikið framboð af topp sláttuvélum, orfum og hekkklippum sem ganga fyrir útblásturslausri og miklu hljóðlátari, raforku. Nú geta klaufar, sem klippa rafmagnsnúruna alltaf í sundur, líka andað léttar því hægt er að fá allar græjur með rafhlöðu sem hægt er að hlaða og skipta út fyrir aðra fullhlaðna. Ef garðeigendur vilja svo vera í sérflokki og slá nágrannanum við í tæknilausnum, þá er um að gera að fjárfesta í sjálfvirkum sláttuþjarka sem sér algerlega um sláttinn fyrir þig og hleður sig sjálfur þess á milli. Sláttuþjarkar hafa líka þann kost að tíðni sláttar er svo ör að aldrei þarf að taka slegna grasið og skila á móttökustaði með tilheyrandi vinnu og akstri. Hvernig væri að staldra aðeins við þegar næsta sláttuvél eða orf er keypt og kýla á orkuskipti í garðinum? Sláttuvélar sem ganga fyrir rafmagni eru mun ódýrari í rekstri og oft ódýrari í innkaupum líka. Þær nota innlenda orku sem mengar ekkert og eru þar að auki mun hljóðlátari, sem gerir garðslátt á laugardagsmorgni mun nágrannavænni. Hættum að nota olíu í garðinum og skiptum yfir í rafmagn. Íslensk raforka er ódýr og græn og því er engin ástæða til að eyða gjaldeyri í garðinum. Skiptu yfir í græna garðyrkju næst þegar þú kaupir sláttugræjur í garðinn eða semur við verktaka um slátt. Höfundur er sviðsstjóri svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun