Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2025 10:33 Tundurspillirinn á hliðinni en búið er að leggja bláan dúk yfir skipið. Myndin var tekin þann 24. maí. AP/Maxar Technologies Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur látið handtaka fjóra embættismenn sem sagðir eru bera ábyrgð á því að nýju herskipi hvolfdi við sjósetningu. Skipið er sagt vera í viðgerð en sérfræðingar segja gervihnattamyndir benda til þess að skemmdirnar séu umfangsmiklar. Kim var viðstaddur sjósetningu nýs tundurspillis á miðvikudaginn í síðustu viku. Um er að ræða annan tundurspillinn sem smíðaður er í Norður-Kóreu en sjósetningin misheppnaðist og skipið fór á hliðina. Gervihnattamyndir sem teknar hafa verið af herskipinu sýna það liggja á hliðinni og þakið bláum dúk. Hluti þess er á kafi. Sagt var frá því í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, sem þykir óhefðbundið en Kim er sagður vera mjög reiður yfir atvikinu. Í kjölfarið bárust svo fregnir af því að minnsta kosti fjórir embættismenn hafi verið handteknir vegna slyssins. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn hersins á fimmtudaginn stóð að hinir seku gætu ekki komist hjá því að bera ábyrgð á slysinu. Skipið á að spila stórra rullu í nútímavæðingu herafla Norður-Kóreu og hefur Kim sakað embættismennina um vanrækslu og ábyrgðarleysi. Hitt herskipið, fyrsti tundurspillir Norður-Kóreu, var sjósett í síðasta mánuði. Herskipið nýja á landi þann 18. maí.AP/Maxar Technologies Það er stærsta og þróaðasta herskip Norður-Kóreu og á meðal annars að geta borið og skotið eldflaugum með kjarnaoddum. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Norður-Kóreu að taka eigi um tíu daga að gera við skemmda skipið en sérfræðingar segja það ólíklegt. Gervihnattamyndir bendi til þess að skemmdirnar séu svo miklar að meira en tíu daga þurfi til að laga skipið. Yonhap fréttaveitan, frá Suður-Kóreu, vitnar einnig í KCNA og segir að viðgerðir á skipinu séu hafnar. Kim er sagður hafa krafist þess að þeim verði lokið í næsta mánuði. Hefur veitt vísindamönnum forréttindi Frá því Kim tók við völdum í Norður-Kóreu, hefur hann látið taka marga háttsetta embættismenn og herforingja af lífi. Það var þó að mestu í upphafi valdatíðar hans og var hann þá að tryggja völd sín. Síðan þá hefur aftökum fækkað mjög og þá hefur hann ítrekað veitt vísindamönnum og verkfræðingum ákveðin forréttindi, eins og nýjar íbúðir í Pyongyang, og forðast það að refsa þeim þegar verkefni og tilraunir ganga ekki upp. Það hefur að miklu leyti verið rakið til þess hve mikla áherslu hann hefur lagt á áðurnefnda nútímavæðingu herafla síns. Handtökurnar og það að sagt hafi verið frá þeim þykir benda til þess að Kim sé sérstaklega ósáttur og það hvað hann telur nútímavæðinguna mikilvæga. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort og þá hvernig mönnunum sem hafa verið handteknir verður refsað. KCNA sagði á föstudaginn að mennirnir gætu ómögulega komist hjá því að vera refstað fyrir glæpi þeirra. Norður-Kórea Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Kim var viðstaddur sjósetningu nýs tundurspillis á miðvikudaginn í síðustu viku. Um er að ræða annan tundurspillinn sem smíðaður er í Norður-Kóreu en sjósetningin misheppnaðist og skipið fór á hliðina. Gervihnattamyndir sem teknar hafa verið af herskipinu sýna það liggja á hliðinni og þakið bláum dúk. Hluti þess er á kafi. Sagt var frá því í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, sem þykir óhefðbundið en Kim er sagður vera mjög reiður yfir atvikinu. Í kjölfarið bárust svo fregnir af því að minnsta kosti fjórir embættismenn hafi verið handteknir vegna slyssins. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn hersins á fimmtudaginn stóð að hinir seku gætu ekki komist hjá því að bera ábyrgð á slysinu. Skipið á að spila stórra rullu í nútímavæðingu herafla Norður-Kóreu og hefur Kim sakað embættismennina um vanrækslu og ábyrgðarleysi. Hitt herskipið, fyrsti tundurspillir Norður-Kóreu, var sjósett í síðasta mánuði. Herskipið nýja á landi þann 18. maí.AP/Maxar Technologies Það er stærsta og þróaðasta herskip Norður-Kóreu og á meðal annars að geta borið og skotið eldflaugum með kjarnaoddum. AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Norður-Kóreu að taka eigi um tíu daga að gera við skemmda skipið en sérfræðingar segja það ólíklegt. Gervihnattamyndir bendi til þess að skemmdirnar séu svo miklar að meira en tíu daga þurfi til að laga skipið. Yonhap fréttaveitan, frá Suður-Kóreu, vitnar einnig í KCNA og segir að viðgerðir á skipinu séu hafnar. Kim er sagður hafa krafist þess að þeim verði lokið í næsta mánuði. Hefur veitt vísindamönnum forréttindi Frá því Kim tók við völdum í Norður-Kóreu, hefur hann látið taka marga háttsetta embættismenn og herforingja af lífi. Það var þó að mestu í upphafi valdatíðar hans og var hann þá að tryggja völd sín. Síðan þá hefur aftökum fækkað mjög og þá hefur hann ítrekað veitt vísindamönnum og verkfræðingum ákveðin forréttindi, eins og nýjar íbúðir í Pyongyang, og forðast það að refsa þeim þegar verkefni og tilraunir ganga ekki upp. Það hefur að miklu leyti verið rakið til þess hve mikla áherslu hann hefur lagt á áðurnefnda nútímavæðingu herafla síns. Handtökurnar og það að sagt hafi verið frá þeim þykir benda til þess að Kim sé sérstaklega ósáttur og það hvað hann telur nútímavæðinguna mikilvæga. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort og þá hvernig mönnunum sem hafa verið handteknir verður refsað. KCNA sagði á föstudaginn að mennirnir gætu ómögulega komist hjá því að vera refstað fyrir glæpi þeirra.
Norður-Kórea Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“