Sterk stjórn – klofin andstaða Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 26. maí 2025 07:01 Ríkisstjórnin er samhent um stóru málin á vorþinginu. Stjórnarandstaðan er á sama tíma klofin og nýtir ræðupúlt Alþingis í innbyrðis uppgjör og sálgæslu. Það getur út af fyrir sig verið áhugavert að fylgjast með þeirri iðju en öllu verra er að þessi þerapía tefur fyrir afgreiðslu mikilvægra öryggismála á Alþingi. Úrbætur á landamærum Fyrsta frumvarp sem ég mælti fyrir á Alþingi eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra varðar skyldu flugfélaga til að afhenda stjórnvöldum farþegalista. Þessu frumvarpi hefur lengi verið kallað eftir. Ríkisstjórnin ætlar að efla eftirlit á landamærunum og markmiðið með þessu máli er efla farþegagreiningar og þar með auka öryggi fólksins í landinu. Farþegaupplýsingar eru lykilþáttur í löggæslueftirliti á landamærunum og því aðkallandi að tryggja að öll flugfélög uppfylli skyldur um að afhenda stjórnvöldum þessar upplýsingar. Gagnkvæmt samstarf farþegaupplýsingadeilda ríkislögreglustjóra við önnur embætti innan Evrópu gerir lögregluna í landinu sömuleiðis betur í stakk búna til að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi, hryðjuverkaógn og öðrum alvarlegum brotum. Frumvarpið um farþegalista hefur verið afgreitt af allsherjarnefnd og bíður þess nú að komast til afgreiðslu og verða að lögum. Stjórnarandstaðan, einkum Sjálfstæðis- og Miðflokkur, virðist þó ókyrrast þegar úrbætur á landamærum eru loks væntanlegar. Málþóf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks gerir að verkum að málið kemst ekki til frekari umræðu. Á meðan er ástandið óbreytt á landamærum hvað varðar greiningargetu stjórnvalda. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr Ríkisstjórnin ætlar að afnema séríslenskar reglur í útlendingamálum. Ísland er sem stendur eina Schengen-ríkið sem ekki er með brottfararstöð fyrir það fólk sem hér er í ólöglegri dvöl og á að flytja á úr landi en hefur neitað allri samvinnu við stjórnvöld um að fara. Þetta fólk er í dag vistað í fangelsum. Glæpamenn komast fyrir vikið ekki fyrir í fangelsum landsins. Nýlega greindi ég frá áformum um að efla og stækka lögregluembættið á Suðurnesjum. Þar hyggst ríkisstjórnin koma á móttöku- og greiningarstöð og brottfararstöð en frumvarp þess efnis verður lagt fram í haust. Þá er fyrirhugað að færa heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra undir lögregluna á Suðurnesjum og efla þannig gott lögregluembætti enn frekar. Þar undir eru tugir starfa. Fyrir vikið verður eftirlit á landamærunum aukið og frávísanir og brottvísanir framkvæmdar fyrr en áður. Lykilmál látin bíða Sú hugmynd læðist að manni að Miðflokkurinn sé smeykur við að úrbætur í útlendinga- og landamæramálum nái fram að ganga því með því hverfur þeirra eina raunverulega erindi. Þessi merkilega hræðsla við breytingar birtist á dögunum þegar rætt var um þau áform að stækka og efla lögregluembættið á Suðurnesjum. Hvað gerðist þá? Miðflokkurinn ærðist. Þeir treysta sér ekki til að ræða þessar aðgerðir og virðast ekki vilja sjá það gerast að ný ríkisstjórn geti afgreitt mál sem árum saman hafa verið til umræðu. Stuðningur þessara flokka við hagsmunaöfl í stórútgerðinni gerir hins vegar að verkum að öll mál eru nú tafin í málþófi á Alþingi til að koma í veg fyrir hærri veiðigjöld. Þar virðast öryggishagsmunir okkar á landamærum ekki vigta þungt. Ríkisstjórnin er hins vegar staðráðin í því að þetta frumvarp verði að lögum hvað svo sem stjórnarandstöðunni líður. Við látum verkin tala. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er samhent um stóru málin á vorþinginu. Stjórnarandstaðan er á sama tíma klofin og nýtir ræðupúlt Alþingis í innbyrðis uppgjör og sálgæslu. Það getur út af fyrir sig verið áhugavert að fylgjast með þeirri iðju en öllu verra er að þessi þerapía tefur fyrir afgreiðslu mikilvægra öryggismála á Alþingi. Úrbætur á landamærum Fyrsta frumvarp sem ég mælti fyrir á Alþingi eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra varðar skyldu flugfélaga til að afhenda stjórnvöldum farþegalista. Þessu frumvarpi hefur lengi verið kallað eftir. Ríkisstjórnin ætlar að efla eftirlit á landamærunum og markmiðið með þessu máli er efla farþegagreiningar og þar með auka öryggi fólksins í landinu. Farþegaupplýsingar eru lykilþáttur í löggæslueftirliti á landamærunum og því aðkallandi að tryggja að öll flugfélög uppfylli skyldur um að afhenda stjórnvöldum þessar upplýsingar. Gagnkvæmt samstarf farþegaupplýsingadeilda ríkislögreglustjóra við önnur embætti innan Evrópu gerir lögregluna í landinu sömuleiðis betur í stakk búna til að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi, hryðjuverkaógn og öðrum alvarlegum brotum. Frumvarpið um farþegalista hefur verið afgreitt af allsherjarnefnd og bíður þess nú að komast til afgreiðslu og verða að lögum. Stjórnarandstaðan, einkum Sjálfstæðis- og Miðflokkur, virðist þó ókyrrast þegar úrbætur á landamærum eru loks væntanlegar. Málþóf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks gerir að verkum að málið kemst ekki til frekari umræðu. Á meðan er ástandið óbreytt á landamærum hvað varðar greiningargetu stjórnvalda. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr Ríkisstjórnin ætlar að afnema séríslenskar reglur í útlendingamálum. Ísland er sem stendur eina Schengen-ríkið sem ekki er með brottfararstöð fyrir það fólk sem hér er í ólöglegri dvöl og á að flytja á úr landi en hefur neitað allri samvinnu við stjórnvöld um að fara. Þetta fólk er í dag vistað í fangelsum. Glæpamenn komast fyrir vikið ekki fyrir í fangelsum landsins. Nýlega greindi ég frá áformum um að efla og stækka lögregluembættið á Suðurnesjum. Þar hyggst ríkisstjórnin koma á móttöku- og greiningarstöð og brottfararstöð en frumvarp þess efnis verður lagt fram í haust. Þá er fyrirhugað að færa heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra undir lögregluna á Suðurnesjum og efla þannig gott lögregluembætti enn frekar. Þar undir eru tugir starfa. Fyrir vikið verður eftirlit á landamærunum aukið og frávísanir og brottvísanir framkvæmdar fyrr en áður. Lykilmál látin bíða Sú hugmynd læðist að manni að Miðflokkurinn sé smeykur við að úrbætur í útlendinga- og landamæramálum nái fram að ganga því með því hverfur þeirra eina raunverulega erindi. Þessi merkilega hræðsla við breytingar birtist á dögunum þegar rætt var um þau áform að stækka og efla lögregluembættið á Suðurnesjum. Hvað gerðist þá? Miðflokkurinn ærðist. Þeir treysta sér ekki til að ræða þessar aðgerðir og virðast ekki vilja sjá það gerast að ný ríkisstjórn geti afgreitt mál sem árum saman hafa verið til umræðu. Stuðningur þessara flokka við hagsmunaöfl í stórútgerðinni gerir hins vegar að verkum að öll mál eru nú tafin í málþófi á Alþingi til að koma í veg fyrir hærri veiðigjöld. Þar virðast öryggishagsmunir okkar á landamærum ekki vigta þungt. Ríkisstjórnin er hins vegar staðráðin í því að þetta frumvarp verði að lögum hvað svo sem stjórnarandstöðunni líður. Við látum verkin tala. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar