Sterk stjórn – klofin andstaða Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 26. maí 2025 07:01 Ríkisstjórnin er samhent um stóru málin á vorþinginu. Stjórnarandstaðan er á sama tíma klofin og nýtir ræðupúlt Alþingis í innbyrðis uppgjör og sálgæslu. Það getur út af fyrir sig verið áhugavert að fylgjast með þeirri iðju en öllu verra er að þessi þerapía tefur fyrir afgreiðslu mikilvægra öryggismála á Alþingi. Úrbætur á landamærum Fyrsta frumvarp sem ég mælti fyrir á Alþingi eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra varðar skyldu flugfélaga til að afhenda stjórnvöldum farþegalista. Þessu frumvarpi hefur lengi verið kallað eftir. Ríkisstjórnin ætlar að efla eftirlit á landamærunum og markmiðið með þessu máli er efla farþegagreiningar og þar með auka öryggi fólksins í landinu. Farþegaupplýsingar eru lykilþáttur í löggæslueftirliti á landamærunum og því aðkallandi að tryggja að öll flugfélög uppfylli skyldur um að afhenda stjórnvöldum þessar upplýsingar. Gagnkvæmt samstarf farþegaupplýsingadeilda ríkislögreglustjóra við önnur embætti innan Evrópu gerir lögregluna í landinu sömuleiðis betur í stakk búna til að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi, hryðjuverkaógn og öðrum alvarlegum brotum. Frumvarpið um farþegalista hefur verið afgreitt af allsherjarnefnd og bíður þess nú að komast til afgreiðslu og verða að lögum. Stjórnarandstaðan, einkum Sjálfstæðis- og Miðflokkur, virðist þó ókyrrast þegar úrbætur á landamærum eru loks væntanlegar. Málþóf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks gerir að verkum að málið kemst ekki til frekari umræðu. Á meðan er ástandið óbreytt á landamærum hvað varðar greiningargetu stjórnvalda. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr Ríkisstjórnin ætlar að afnema séríslenskar reglur í útlendingamálum. Ísland er sem stendur eina Schengen-ríkið sem ekki er með brottfararstöð fyrir það fólk sem hér er í ólöglegri dvöl og á að flytja á úr landi en hefur neitað allri samvinnu við stjórnvöld um að fara. Þetta fólk er í dag vistað í fangelsum. Glæpamenn komast fyrir vikið ekki fyrir í fangelsum landsins. Nýlega greindi ég frá áformum um að efla og stækka lögregluembættið á Suðurnesjum. Þar hyggst ríkisstjórnin koma á móttöku- og greiningarstöð og brottfararstöð en frumvarp þess efnis verður lagt fram í haust. Þá er fyrirhugað að færa heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra undir lögregluna á Suðurnesjum og efla þannig gott lögregluembætti enn frekar. Þar undir eru tugir starfa. Fyrir vikið verður eftirlit á landamærunum aukið og frávísanir og brottvísanir framkvæmdar fyrr en áður. Lykilmál látin bíða Sú hugmynd læðist að manni að Miðflokkurinn sé smeykur við að úrbætur í útlendinga- og landamæramálum nái fram að ganga því með því hverfur þeirra eina raunverulega erindi. Þessi merkilega hræðsla við breytingar birtist á dögunum þegar rætt var um þau áform að stækka og efla lögregluembættið á Suðurnesjum. Hvað gerðist þá? Miðflokkurinn ærðist. Þeir treysta sér ekki til að ræða þessar aðgerðir og virðast ekki vilja sjá það gerast að ný ríkisstjórn geti afgreitt mál sem árum saman hafa verið til umræðu. Stuðningur þessara flokka við hagsmunaöfl í stórútgerðinni gerir hins vegar að verkum að öll mál eru nú tafin í málþófi á Alþingi til að koma í veg fyrir hærri veiðigjöld. Þar virðast öryggishagsmunir okkar á landamærum ekki vigta þungt. Ríkisstjórnin er hins vegar staðráðin í því að þetta frumvarp verði að lögum hvað svo sem stjórnarandstöðunni líður. Við látum verkin tala. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er samhent um stóru málin á vorþinginu. Stjórnarandstaðan er á sama tíma klofin og nýtir ræðupúlt Alþingis í innbyrðis uppgjör og sálgæslu. Það getur út af fyrir sig verið áhugavert að fylgjast með þeirri iðju en öllu verra er að þessi þerapía tefur fyrir afgreiðslu mikilvægra öryggismála á Alþingi. Úrbætur á landamærum Fyrsta frumvarp sem ég mælti fyrir á Alþingi eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra varðar skyldu flugfélaga til að afhenda stjórnvöldum farþegalista. Þessu frumvarpi hefur lengi verið kallað eftir. Ríkisstjórnin ætlar að efla eftirlit á landamærunum og markmiðið með þessu máli er efla farþegagreiningar og þar með auka öryggi fólksins í landinu. Farþegaupplýsingar eru lykilþáttur í löggæslueftirliti á landamærunum og því aðkallandi að tryggja að öll flugfélög uppfylli skyldur um að afhenda stjórnvöldum þessar upplýsingar. Gagnkvæmt samstarf farþegaupplýsingadeilda ríkislögreglustjóra við önnur embætti innan Evrópu gerir lögregluna í landinu sömuleiðis betur í stakk búna til að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi, hryðjuverkaógn og öðrum alvarlegum brotum. Frumvarpið um farþegalista hefur verið afgreitt af allsherjarnefnd og bíður þess nú að komast til afgreiðslu og verða að lögum. Stjórnarandstaðan, einkum Sjálfstæðis- og Miðflokkur, virðist þó ókyrrast þegar úrbætur á landamærum eru loks væntanlegar. Málþóf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks gerir að verkum að málið kemst ekki til frekari umræðu. Á meðan er ástandið óbreytt á landamærum hvað varðar greiningargetu stjórnvalda. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr Ríkisstjórnin ætlar að afnema séríslenskar reglur í útlendingamálum. Ísland er sem stendur eina Schengen-ríkið sem ekki er með brottfararstöð fyrir það fólk sem hér er í ólöglegri dvöl og á að flytja á úr landi en hefur neitað allri samvinnu við stjórnvöld um að fara. Þetta fólk er í dag vistað í fangelsum. Glæpamenn komast fyrir vikið ekki fyrir í fangelsum landsins. Nýlega greindi ég frá áformum um að efla og stækka lögregluembættið á Suðurnesjum. Þar hyggst ríkisstjórnin koma á móttöku- og greiningarstöð og brottfararstöð en frumvarp þess efnis verður lagt fram í haust. Þá er fyrirhugað að færa heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra undir lögregluna á Suðurnesjum og efla þannig gott lögregluembætti enn frekar. Þar undir eru tugir starfa. Fyrir vikið verður eftirlit á landamærunum aukið og frávísanir og brottvísanir framkvæmdar fyrr en áður. Lykilmál látin bíða Sú hugmynd læðist að manni að Miðflokkurinn sé smeykur við að úrbætur í útlendinga- og landamæramálum nái fram að ganga því með því hverfur þeirra eina raunverulega erindi. Þessi merkilega hræðsla við breytingar birtist á dögunum þegar rætt var um þau áform að stækka og efla lögregluembættið á Suðurnesjum. Hvað gerðist þá? Miðflokkurinn ærðist. Þeir treysta sér ekki til að ræða þessar aðgerðir og virðast ekki vilja sjá það gerast að ný ríkisstjórn geti afgreitt mál sem árum saman hafa verið til umræðu. Stuðningur þessara flokka við hagsmunaöfl í stórútgerðinni gerir hins vegar að verkum að öll mál eru nú tafin í málþófi á Alþingi til að koma í veg fyrir hærri veiðigjöld. Þar virðast öryggishagsmunir okkar á landamærum ekki vigta þungt. Ríkisstjórnin er hins vegar staðráðin í því að þetta frumvarp verði að lögum hvað svo sem stjórnarandstöðunni líður. Við látum verkin tala. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun