Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 25. maí 2025 18:01 Yfir 230 félagsmenn tóku þátt í aðalfundi Sósíalistaflokks Íslands síðastliðinn laugardag, þar sem kosið var í allar stjórnir flokksins. Þar var skýrt val á milli tveggja leiða – og niðurstaðan var skýr: félagsfólk kaus breytingar með afgerandi meirihluta. Lagabreytingartillögur um svæðisfélög, sem færa valdið til fólksins, voru samþykktar með afgerandi meirihluta. Ný forysta hefur því tekið við með traustu umboði og skýrri sýn: að endurreisa flokkinn sem lýðræðislega fjöldahreyfingu alþýðunnar. Við viljum byggja upp opið, aðgengilegt og lifandi flokksstarf þar sem félagsfólk alls staðar af landinu hefur raunverulegt vægi. Til þess ætlum við að: ●Halda mánaðarlega stöðufundi þar sem stjórnir flokksins og kjörnir fulltrúar upplýsa félagsfólk um framvindu mála og samstilla sig í baráttunni. ●Valdefla grasrótina með raunverulegri þátttöku í ákvarðanatöku og skipulagi – ekki aðeins á pappír heldur í framkvæmd. ●Dreifa valdi með því að styðja við stofnun svæðisfélaga sem fá raunverulegt sjálfstæði og vægi í starfi flokksins. Við viljum skapa nýtt andrúmsloft þar sem fólk vinnur saman af heilindum, ræðir hreinskilnislega um ágreining og byggir sameiginlega framtíðarsýn. En fyrst og fremst viljum við flokk sem hefur þor – flokk verkafólks sem beitir sér fyrir hagsmunum almennings og bíður auðvaldinu birginn. Aðalfundurinn markaði tímamót - og gaf skýrt umboð til nýrrar vegferðar. Við bjóðum öllum félagsmönnum að taka þátt í því verkefni að endurnýja flokkinn og byggja upp flokk sem getur orðið raunverulegt vogarafl í þágu almennings. Við erum rétt að byrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Karl Héðinn Kristjánsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Yfir 230 félagsmenn tóku þátt í aðalfundi Sósíalistaflokks Íslands síðastliðinn laugardag, þar sem kosið var í allar stjórnir flokksins. Þar var skýrt val á milli tveggja leiða – og niðurstaðan var skýr: félagsfólk kaus breytingar með afgerandi meirihluta. Lagabreytingartillögur um svæðisfélög, sem færa valdið til fólksins, voru samþykktar með afgerandi meirihluta. Ný forysta hefur því tekið við með traustu umboði og skýrri sýn: að endurreisa flokkinn sem lýðræðislega fjöldahreyfingu alþýðunnar. Við viljum byggja upp opið, aðgengilegt og lifandi flokksstarf þar sem félagsfólk alls staðar af landinu hefur raunverulegt vægi. Til þess ætlum við að: ●Halda mánaðarlega stöðufundi þar sem stjórnir flokksins og kjörnir fulltrúar upplýsa félagsfólk um framvindu mála og samstilla sig í baráttunni. ●Valdefla grasrótina með raunverulegri þátttöku í ákvarðanatöku og skipulagi – ekki aðeins á pappír heldur í framkvæmd. ●Dreifa valdi með því að styðja við stofnun svæðisfélaga sem fá raunverulegt sjálfstæði og vægi í starfi flokksins. Við viljum skapa nýtt andrúmsloft þar sem fólk vinnur saman af heilindum, ræðir hreinskilnislega um ágreining og byggir sameiginlega framtíðarsýn. En fyrst og fremst viljum við flokk sem hefur þor – flokk verkafólks sem beitir sér fyrir hagsmunum almennings og bíður auðvaldinu birginn. Aðalfundurinn markaði tímamót - og gaf skýrt umboð til nýrrar vegferðar. Við bjóðum öllum félagsmönnum að taka þátt í því verkefni að endurnýja flokkinn og byggja upp flokk sem getur orðið raunverulegt vogarafl í þágu almennings. Við erum rétt að byrja.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar