Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lenski boltinn og sitt­hvað fleira

Siggeir Ævarsson skrifar
Blikar fagna marki Andra Rafns á dögunum
Blikar fagna marki Andra Rafns á dögunum Vísir/Diego

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Notalegur dagur á sófanum framundan svona í ljósi þess að veðurspáin er rétt undir meðallagi eða þar um bil.

Stöð 2 Sport 

Topplið Breiðabliks í Bestu deild karla sækir FH-inga heim í Hafnarfjörðinni og hefst útsendingin klukkan 19:00. Stúkan tekur svo við að honum loknum klukkan 21:25.

Stöð 2 Sport 4

Soudal Open í Belgíu heldur áfram í dag og hefst útsendingin klukkan 11:00. Golfgleðin heldur svo áfram klukkan 16:00 þegar sýnt verður frá Mexico Riviera Maya Open mótinu.

Stöð 2 Sport 5

Nýliðar FHL í Bestu deild kvenna leita að sínum fyrstu stigum í deildinni þegar liðið tekur á móti Þrótti Reykjavík. Útsending frá leiknum hefst klukkan 13:50 og Bestu mörkin taka svo við strax eftir leik, klukkan 16:00.

Vodafone Sport

Formúla 1 keppnin í Mónakó fer fram í dag klukkan eitt en útsending hefst strax klukkan 12:30.

Klukkan 16:55 tekur pílan svo við þegar sýnt verður frá hollenska meistaramótinu, Dutch Darts Championship. Við lokum deginum svo með leik Mets og Dodgers í MBL deildinni klukkan 23:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×