„Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. maí 2025 21:21 Hafdís Renötudóttir átti frábæran leik í marki Vals. Vísir/Anton Brink Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins er Valur tók 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna gegn Haukum í kvöld. Hafdís varði 18 skot í marki Vals og endaði með 50 prósent hlutfallsvörslu. Á tímabili virtist hún vera búin að verja allt þor úr Haukaliðinu sem skaut ítrekað í stöng eða framhjá. Þrátt fyrir öruggan sigur Vals í kvöld leit ekki út fyrir að liðið myndi vinna stórt í hálfleik þegar liðið var marki undir. „Nei, alls ekki. Við vorum ekki alveg rétt stilltar í fyrri hálfleik og við ákváðum bara að mæta brjálaðar í seinni,“ sagði Hafdís í leikslok. „Við gerðum það almennilega og ef við gerum það þá náum við stundum mjög góðu forskoti.“ Hafdís varði vel í fyrri hálfleik, en Valsliðinu tókst ekki að nýta sér það og búa til forskot. Það hafðist hins vegar í seinni hálfleik þegar Hafdís skellti gjörsamlega í lás. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ grínaðist Hafdís þegar hún var spurð um sína eigin frammistöðu. „Þegar manni líður vel þá spilar maður vel. Stelpurnar okkar eru alveg sturlaðar. Þær skjóta stórkostlega á markið og eru ótrúlega góðar í vörn. Ég er bara hluti af frábæru liði og fyrir það er ég mjög þakklát.“ Hafdís á sigurinn vissulega ekki ein og eins og hún segir spilar samspil varnar og markvarðar stórt hlutverk. „Ef leikmenn geta beint skotum þá er það alltaf auðveldara. Ef það gengur ekki þá þarftu að...“ sagði Hafdís áður en hún stoppaði sjálfa sig. „Heyrðu, nei. Ég ætla ekki að svara þessari spurningu. Ég ætla ekki að gefa Haukum neitt,“ bætti Hafdís við. Valskonur leiða einvígið nú 2-0 og geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við ætlum bara að undirbúa okkur enn þá betur yfir helgina og gíra okkur í gang. Við þurfum að hugsa vel um líkamann og hausinn. Við ætlum að gera þetta af algjörri fagmennsku og mæta brjálaðar því við viljum auðvitað klára þetta á mánudaginn. Það væri draumur,“ sagði Hafdís að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Hafdís varði 18 skot í marki Vals og endaði með 50 prósent hlutfallsvörslu. Á tímabili virtist hún vera búin að verja allt þor úr Haukaliðinu sem skaut ítrekað í stöng eða framhjá. Þrátt fyrir öruggan sigur Vals í kvöld leit ekki út fyrir að liðið myndi vinna stórt í hálfleik þegar liðið var marki undir. „Nei, alls ekki. Við vorum ekki alveg rétt stilltar í fyrri hálfleik og við ákváðum bara að mæta brjálaðar í seinni,“ sagði Hafdís í leikslok. „Við gerðum það almennilega og ef við gerum það þá náum við stundum mjög góðu forskoti.“ Hafdís varði vel í fyrri hálfleik, en Valsliðinu tókst ekki að nýta sér það og búa til forskot. Það hafðist hins vegar í seinni hálfleik þegar Hafdís skellti gjörsamlega í lás. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ grínaðist Hafdís þegar hún var spurð um sína eigin frammistöðu. „Þegar manni líður vel þá spilar maður vel. Stelpurnar okkar eru alveg sturlaðar. Þær skjóta stórkostlega á markið og eru ótrúlega góðar í vörn. Ég er bara hluti af frábæru liði og fyrir það er ég mjög þakklát.“ Hafdís á sigurinn vissulega ekki ein og eins og hún segir spilar samspil varnar og markvarðar stórt hlutverk. „Ef leikmenn geta beint skotum þá er það alltaf auðveldara. Ef það gengur ekki þá þarftu að...“ sagði Hafdís áður en hún stoppaði sjálfa sig. „Heyrðu, nei. Ég ætla ekki að svara þessari spurningu. Ég ætla ekki að gefa Haukum neitt,“ bætti Hafdís við. Valskonur leiða einvígið nú 2-0 og geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við ætlum bara að undirbúa okkur enn þá betur yfir helgina og gíra okkur í gang. Við þurfum að hugsa vel um líkamann og hausinn. Við ætlum að gera þetta af algjörri fagmennsku og mæta brjálaðar því við viljum auðvitað klára þetta á mánudaginn. Það væri draumur,“ sagði Hafdís að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira