Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2025 17:20 Rauða spjaldið sem Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa, fékk gegn Manchester United reyndist dýrt. getty/James Gill Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fór fram í dag. Mikil barátta var um þrjú laus sæti í Meistaradeild Evrópu. Fylgst var með öllu því helsta sem gerðist í beinni textalýsingu á Vísi en hana má finna neðst í fréttinni. Hér fyrir neðan má svo nálgast textalýsingu frá hverjum og einum leik. Lokaumferðin Fulham 0-2 Man. City Liverpool 1-1 Crystal Palace Man. Utd 2-0 Aston Villa Newcastle 0-1 Everton Nott. Forest 0-1 Chelsea Southampton 1-2 Arsenal Tottenham 1-4 Brighton Wolves 1-1 Brentford Ipswich 1-3 West Ham Bournemouth 2-0 Leicester Manchester City hélt 3. sætinu með 0-2 sigri á Fulham á Craven Cottage. Ilkay Gündogan og Erling Haaland (víti) skoruðu mörk City sem vann sjö af síðustu níu deildarleikjum sínum og gerði tvö jafntefli. Levi Colwill fagnar með Enzo Maresca, knattspyrnustjóra Chelsea, eftir sigurinn á City Ground.getty/Robbie Jay Barratt Chelsea lyfti sér upp í 4. sætið með 0-1 sigri á Nottingham Forest á City Ground. Levi Colwill skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Forest varð að gera sér 7. sætið að góðu en liðið spilar í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. Eftir að hafa tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar fyrir Tottenham á miðvikudaginn, 1-0, spilaði Manchester United vel gegn Aston Villa. Emiliano Martínez, markvörður gestanna, var rekinn út af undir lok fyrri hálfleiks en á 73. mínútu var mark dæmt af Morgan Rogers sem þótti afar hæpinn dómur. United tryggði sér sigurinn með mörkum Amads Diallo og Christians Eriksen (víti). Villa komst því ekki í Meistaradeildina annað árið í röð en liðinu hefði dugað jafntefli á Old Trafford því á sama tíma tapaði Newcastle United fyrir Everton á St James' Park, 0-1. Carlos Alcaraz skoraði eina mark leiksins a 65. mínútu. Newcastle endaði í 5. sæti og endurheimti því sæti sitt í Meistaradeildinni. Eddie Howe, stjóri Newcastle, gat leyft sér að fagna þrátt fyrir tap gegn Everton.getty/Alex Dodd Englandsmeistarar Liverpool og bikarmeistarar Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli á Anfield. Ismaïla Sarr kom Palace yfir en Mohamed Salah jafnaði fyrir Liverpool með sínu 29. deildarmarki á tímabilinu. Nýkrýndir Evrópudeildarmeistarar Tottenham náðu forystunni gegn Brighton með marki Dominics Solanke úr víti en töpuðu 1-4. Spurs endaði í 17. sæti sem er versti árangur liðsins síðan liðið féll úr efstu deild tímabilið 1976-77. Jack Hinselwood skoraði tvö mörk fyrir Brighton og Matt O'Riley (víti) og Diego Gómez sitt markið hvor. Mávarnir enduðu í 8. sæti. Martin Ødegaard skoraði sigurmark Arsenal gegn Southampton.getty/Mark Leech Arsenal sigraði botnlið Southampton á útivelli, 1-2. Kieran Tierney og Martin Ødegaard skoruðu mörk Arsenal sem endaði í 2. sæti. Ross Stewart skoraði mark Southampton sem fékk aðeins tólf stig. Antonio Semenyo skoraði bæði mörk Bournemouth í 2-0 sigri á Leicester City. Kirsuberin enduðu í 9. sæti en Refirnir féllu. West Ham United sigraði Ipswich Town, 1-3. James Ward-Prowse, Jarrod Bowen og Mohammed Kudus skoruðu mörk Hamranna en Nathan Broadhead mark nýliðanna sem féllu. Þá gerðu Wolves og Brentford 1-1 jafntefli. Bryan Mbeumo kom Býflugunum yfir með sínu tuttugasta deildarmarki á tímabilinu en Marshall Munetsi jafnaði fyrir Úlfana. Lokastaðan
Fylgst var með öllu því helsta sem gerðist í beinni textalýsingu á Vísi en hana má finna neðst í fréttinni. Hér fyrir neðan má svo nálgast textalýsingu frá hverjum og einum leik. Lokaumferðin Fulham 0-2 Man. City Liverpool 1-1 Crystal Palace Man. Utd 2-0 Aston Villa Newcastle 0-1 Everton Nott. Forest 0-1 Chelsea Southampton 1-2 Arsenal Tottenham 1-4 Brighton Wolves 1-1 Brentford Ipswich 1-3 West Ham Bournemouth 2-0 Leicester Manchester City hélt 3. sætinu með 0-2 sigri á Fulham á Craven Cottage. Ilkay Gündogan og Erling Haaland (víti) skoruðu mörk City sem vann sjö af síðustu níu deildarleikjum sínum og gerði tvö jafntefli. Levi Colwill fagnar með Enzo Maresca, knattspyrnustjóra Chelsea, eftir sigurinn á City Ground.getty/Robbie Jay Barratt Chelsea lyfti sér upp í 4. sætið með 0-1 sigri á Nottingham Forest á City Ground. Levi Colwill skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks. Forest varð að gera sér 7. sætið að góðu en liðið spilar í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. Eftir að hafa tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar fyrir Tottenham á miðvikudaginn, 1-0, spilaði Manchester United vel gegn Aston Villa. Emiliano Martínez, markvörður gestanna, var rekinn út af undir lok fyrri hálfleiks en á 73. mínútu var mark dæmt af Morgan Rogers sem þótti afar hæpinn dómur. United tryggði sér sigurinn með mörkum Amads Diallo og Christians Eriksen (víti). Villa komst því ekki í Meistaradeildina annað árið í röð en liðinu hefði dugað jafntefli á Old Trafford því á sama tíma tapaði Newcastle United fyrir Everton á St James' Park, 0-1. Carlos Alcaraz skoraði eina mark leiksins a 65. mínútu. Newcastle endaði í 5. sæti og endurheimti því sæti sitt í Meistaradeildinni. Eddie Howe, stjóri Newcastle, gat leyft sér að fagna þrátt fyrir tap gegn Everton.getty/Alex Dodd Englandsmeistarar Liverpool og bikarmeistarar Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli á Anfield. Ismaïla Sarr kom Palace yfir en Mohamed Salah jafnaði fyrir Liverpool með sínu 29. deildarmarki á tímabilinu. Nýkrýndir Evrópudeildarmeistarar Tottenham náðu forystunni gegn Brighton með marki Dominics Solanke úr víti en töpuðu 1-4. Spurs endaði í 17. sæti sem er versti árangur liðsins síðan liðið féll úr efstu deild tímabilið 1976-77. Jack Hinselwood skoraði tvö mörk fyrir Brighton og Matt O'Riley (víti) og Diego Gómez sitt markið hvor. Mávarnir enduðu í 8. sæti. Martin Ødegaard skoraði sigurmark Arsenal gegn Southampton.getty/Mark Leech Arsenal sigraði botnlið Southampton á útivelli, 1-2. Kieran Tierney og Martin Ødegaard skoruðu mörk Arsenal sem endaði í 2. sæti. Ross Stewart skoraði mark Southampton sem fékk aðeins tólf stig. Antonio Semenyo skoraði bæði mörk Bournemouth í 2-0 sigri á Leicester City. Kirsuberin enduðu í 9. sæti en Refirnir féllu. West Ham United sigraði Ipswich Town, 1-3. James Ward-Prowse, Jarrod Bowen og Mohammed Kudus skoruðu mörk Hamranna en Nathan Broadhead mark nýliðanna sem féllu. Þá gerðu Wolves og Brentford 1-1 jafntefli. Bryan Mbeumo kom Býflugunum yfir með sínu tuttugasta deildarmarki á tímabilinu en Marshall Munetsi jafnaði fyrir Úlfana. Lokastaðan
Enski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira