Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2025 13:04 Samræmd próf hafa undanfarin ár verið þreytt á spjaldtölvur. Vísir/Sigurjón Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir grunnskólabörn næsta vor. Sviðsstjóri hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu segir að með þeim verði hægt að fylgjast betur með námsframvindu og grípa fyrr inn í hjá nemendum sem eiga í erfiðleikum. Frumvarp um Matsferil, ný samræmd próf sem verða lögð fyrir grunnskólanemendur á hverju ári frá 4. bekk, er nú til meðferðar á Alþingi í þriðju umræðu. Prófin voru í vor lögð fyrir í 27 skólum og hafa viðbrögðin almennt verið mjög góð, bæði frá kennurum og nemendum. Þau samræmdu próf sem hafa verið notuð í gegnum tíðina hafa verið gagnrýnd af kennurum fyrir það að erfitt hafi verið að nýta niðurstöðurnar í skólastarfið og hafi kennarar ekki haft aðgang að samanburði eða framvindu einstakra barna. Bregðast á við því með nýju prófunum. „Það sem er kannski mikilvægast í prófinu er að þau gefa mjög góða sýn á framvindu þannig að það verður reiknaður framfarastuðull hjá öllum nemendum og bekkjum. Þá getur kennari, skóli og foreldrar fylgst með hvort nemandinn sé að taka eðlileg skref milli ára miðað við jafnaldra,“ segir Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Eins verði niðurstöðurnar túlkaðar fyrir foreldra. „Ef barnið lendir á ákveðnu bili þá koma ráðleggingar um hvað þarf að gera. Hvort það þarf að meta nánar hvers konar inngrip barnið mögulega þyrfti.“ Hún segir þessi nýju próf gefa mun betri mynd af framförum nemenda en gömlu samræmdu prófin. Eins séu þessi hönnuð til þess að hægt sé að taka þau í einni kennslustund. Þetta verður ekki eins og gömlu samræmdu prófin þar sem krakkar sátu við næstum heilan dag að leysa próf? „Nei, það var markmiðið að þetta væru próf sem væri auðveldara að laga að skóla starfinu og væru ekki taka það yfir.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Frumvarp um Matsferil, ný samræmd próf sem verða lögð fyrir grunnskólanemendur á hverju ári frá 4. bekk, er nú til meðferðar á Alþingi í þriðju umræðu. Prófin voru í vor lögð fyrir í 27 skólum og hafa viðbrögðin almennt verið mjög góð, bæði frá kennurum og nemendum. Þau samræmdu próf sem hafa verið notuð í gegnum tíðina hafa verið gagnrýnd af kennurum fyrir það að erfitt hafi verið að nýta niðurstöðurnar í skólastarfið og hafi kennarar ekki haft aðgang að samanburði eða framvindu einstakra barna. Bregðast á við því með nýju prófunum. „Það sem er kannski mikilvægast í prófinu er að þau gefa mjög góða sýn á framvindu þannig að það verður reiknaður framfarastuðull hjá öllum nemendum og bekkjum. Þá getur kennari, skóli og foreldrar fylgst með hvort nemandinn sé að taka eðlileg skref milli ára miðað við jafnaldra,“ segir Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Eins verði niðurstöðurnar túlkaðar fyrir foreldra. „Ef barnið lendir á ákveðnu bili þá koma ráðleggingar um hvað þarf að gera. Hvort það þarf að meta nánar hvers konar inngrip barnið mögulega þyrfti.“ Hún segir þessi nýju próf gefa mun betri mynd af framförum nemenda en gömlu samræmdu prófin. Eins séu þessi hönnuð til þess að hægt sé að taka þau í einni kennslustund. Þetta verður ekki eins og gömlu samræmdu prófin þar sem krakkar sátu við næstum heilan dag að leysa próf? „Nei, það var markmiðið að þetta væru próf sem væri auðveldara að laga að skóla starfinu og væru ekki taka það yfir.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira