Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2025 09:45 Ivan Toney hefur leikið við hvurn sinn fingur í Sádi-Arabíu og unnið sér sæti í enska landsliðshópnum á nýjan leik. Getty/Yasser Bakhsh Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, segist vilja sjá með berum augum hvernig Ivan Toney komi út í enska hópnum. Toney er nú valinn í fyrsta sinn síðan hann gekk í raðir sádi-arabíska liðsins Al-Ahli frá Brentford síðasta sumar. Toney spilaði síðast landsleik þegar hann lék úrslitaleikinn geng Spáni á EM fyrir tæpu ári síðan. Hann hefur skorað 28 mörk í 42 leikjum fyrir Al-Ahli og þannig unnið sig inn í enska hópinn sem mætir Andorra í undankeppni HM 7. júní og svo Senegal í vináttulandsleik 10. júní. Hópinn má sjá hér að neðan. „Við fylgjumst náið með honum [Toney] eins og öðrum leikmönnum á okkar lista. Ivan hefur spilað mikið og haft mikil áhrif með mörkum sínum í mikilvægum leikjum. Hann vann stóran titil með félaginu sínu, asíska meistaratitilinn,“ sagði Tuchel eftir að landsliðshópurinn var kynntur í dag. "We want to see his personality in the group and see his quality." 👊Thomas Tuchel on @IvanToney24, who returns to a #ThreeLions squad for the first time since #EURO2024. pic.twitter.com/9m68GFc4sW— England (@England) May 23, 2025 „Ég hafði ekki tækifæri til að sjá hann með berum augum í Sádi-Arabíu svo við vildum nýta tækifærið til að fljúga honum til okkar og sjá hann í hópnum. Sjá persónuleikann hans í hópnum og hæfileika hans. Hann mun keppa við Harry Kane og Ollie Watkins um 9-stöðuna svo þetta verður áhugavert. Við erum með þrjá framherja í hópnum,“ sagði Tuchel. Jude Bellingham er einnig í hópnum þrátt fyrir að eiga fyrir höndum aðgerð vegna þrálátra axlarmeiðsla í sumar, eftir HM félagsliða sem hefst 15. júní. Fleiri leikmenn sem keppa á HM félagsliða eru í enska hópnum, eins og fyrirliðinn Harry Kane, Cole Palmer og Conor Gallagher. Á meðal þeirra sem voru ekki valdir eru Phil Foden og Jarrod Bowen. Þá á Manchester United engan fulltrúa í hópnum því Luke Shaw, Harry Maguire og Kobbie Mainoo voru ekki valdir auk þess sem Marcus Rashford, sem verið hefur að láni hjá Aston Villa, er meiddur í læri. Enski hópurinn: Markmenn: Jordan Pickford (Everton), Dean Henderson (Crystal Palace), James Trafford (Burnley). Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Dan Burn (Newcastle), Trevor Chalobah (Chelsea), Levi Colwill (Chelsea), Reece James (Chelsea), Ezri Konsa (Aston Villa), Myles Lewis-Skelly (Arsenal), Kyle Walker (AC Milan, lán frá Manchester City). Miðjumenn: Jude Bellingham (Real Madrid), Eberechi Eze (Crystal Palace), Conor Gallagher (Atletico Madrid), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Jordan Henderson (Ajax), Curtis Jones (Liverpool), Cole Palmer (Chelsea), Declan Rice (Arsenal), Morgan Rogers (Aston Villa), Anthony Gordon (Newcastle). Sóknarmenn: Harry Kane (Bayern Munich), Noni Madueke (Chelsea), Bukayo Saka (Arsenal), Ivan Toney (Al-Ahli), Ollie Watkins (Aston Villa). Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Toney spilaði síðast landsleik þegar hann lék úrslitaleikinn geng Spáni á EM fyrir tæpu ári síðan. Hann hefur skorað 28 mörk í 42 leikjum fyrir Al-Ahli og þannig unnið sig inn í enska hópinn sem mætir Andorra í undankeppni HM 7. júní og svo Senegal í vináttulandsleik 10. júní. Hópinn má sjá hér að neðan. „Við fylgjumst náið með honum [Toney] eins og öðrum leikmönnum á okkar lista. Ivan hefur spilað mikið og haft mikil áhrif með mörkum sínum í mikilvægum leikjum. Hann vann stóran titil með félaginu sínu, asíska meistaratitilinn,“ sagði Tuchel eftir að landsliðshópurinn var kynntur í dag. "We want to see his personality in the group and see his quality." 👊Thomas Tuchel on @IvanToney24, who returns to a #ThreeLions squad for the first time since #EURO2024. pic.twitter.com/9m68GFc4sW— England (@England) May 23, 2025 „Ég hafði ekki tækifæri til að sjá hann með berum augum í Sádi-Arabíu svo við vildum nýta tækifærið til að fljúga honum til okkar og sjá hann í hópnum. Sjá persónuleikann hans í hópnum og hæfileika hans. Hann mun keppa við Harry Kane og Ollie Watkins um 9-stöðuna svo þetta verður áhugavert. Við erum með þrjá framherja í hópnum,“ sagði Tuchel. Jude Bellingham er einnig í hópnum þrátt fyrir að eiga fyrir höndum aðgerð vegna þrálátra axlarmeiðsla í sumar, eftir HM félagsliða sem hefst 15. júní. Fleiri leikmenn sem keppa á HM félagsliða eru í enska hópnum, eins og fyrirliðinn Harry Kane, Cole Palmer og Conor Gallagher. Á meðal þeirra sem voru ekki valdir eru Phil Foden og Jarrod Bowen. Þá á Manchester United engan fulltrúa í hópnum því Luke Shaw, Harry Maguire og Kobbie Mainoo voru ekki valdir auk þess sem Marcus Rashford, sem verið hefur að láni hjá Aston Villa, er meiddur í læri. Enski hópurinn: Markmenn: Jordan Pickford (Everton), Dean Henderson (Crystal Palace), James Trafford (Burnley). Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Dan Burn (Newcastle), Trevor Chalobah (Chelsea), Levi Colwill (Chelsea), Reece James (Chelsea), Ezri Konsa (Aston Villa), Myles Lewis-Skelly (Arsenal), Kyle Walker (AC Milan, lán frá Manchester City). Miðjumenn: Jude Bellingham (Real Madrid), Eberechi Eze (Crystal Palace), Conor Gallagher (Atletico Madrid), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Jordan Henderson (Ajax), Curtis Jones (Liverpool), Cole Palmer (Chelsea), Declan Rice (Arsenal), Morgan Rogers (Aston Villa), Anthony Gordon (Newcastle). Sóknarmenn: Harry Kane (Bayern Munich), Noni Madueke (Chelsea), Bukayo Saka (Arsenal), Ivan Toney (Al-Ahli), Ollie Watkins (Aston Villa).
Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira