„Þjáning í marga daga“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. maí 2025 21:50 Óskar Bjarni segir sínum mönnum til í leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Þetta er bara ömurlegt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tap liðsins gegn Fram í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggði Fram sér Íslandsmeistaratitilinn og Valsmenn þurfa því að gera sér silfrið að góðu. „Þetta á náttúrulega að vera skemmtilegast í heimi að spila þessa leiki og svo viltu að sjálfsögðu verða meistari. Það er ömurlegt að tapa þessu einvígi 3-0, alveg glatað, því þessi leikur var með mesta passionið fannst mér. Þetta er alltaf erfitt, mjög erfitt, og bara þjáning í marga daga eftir á. En það góða við íþróttirnar er að þú færð sigra og þú færð töp og færð að upplifa þetta allt.“ „Fyrsta árið mitt tapaði ég 3-0 í úrslitum á móti Haukum og svo enda ég þetta svona. Svo hafa verið margir titlar á milli. Svona er þetta. Ég vil óska Fram til hamingju. Þeir eru Íslands- og bikarmeistarar og eru þá bara besta liðið.“ Þá var Óskar spurður út í liðsvalið, en Gunnar Róbertsson, sem er fæddur árið 2008, spilaði mínútur fyrir Valsliðið í kvöld. „Ég bara gat ekki hugsað mér að tapa 3-0 og vera ekki búinn að nota þennan dreng. Ég er búinn að spara hann og nota mjög lítið í vetur. Hann er frábær fyrir framan og við ákváðum aðeins að poppa þetta upp. Ætlunin var nú ekki að spila svona mikið 5:1. Við áttum bara að gera betur í kvöld. Við vorum að gera allt of mikið af tæknifeilum.“ „Svo erum við bara klaufar á lokametrunum. Við erum winnerar og áttum bara að klára þetta. Mér fannst markvarslan góð og allir góðir. Þegar það er svona stemning þá er þetta bara skemmtilegast í heimi.“ „Það eru engar afsakanir samt. Fyrsti leikurinn var mikil vonbrigði og vont að tapa heimavellinum. Síðan töpum við með einu á útivelli og mér fannst við vera sjálfum okkur verstir þar. Mér fannst við bara lélegir í þeim leik. Framararnir voru líka góðir, ég er ekki að taka það af þeim.“ Nú er ljóst að þetta var síðasti leikur Óskars sem þjálfari Vals, í bili í það minnsta. Hann hefur verið með liðið undanfarin tvö tímabil, en Ágúst Jóhannsson tekur við keflinu næsta haust. „Þetta eru náttúrlega samtals 22 ár, 14 sem aðalþjálfari held ég. Ég var sáttur við ákvörðunina í október. Þetta var hrikalega gaman, en ég hefði viljað fá fimm leiki. Þetta er bara svo óhugnalega skemmtilegt þegar þú ert kominn í þetta. Maður þarf núna nokkra daga til að jafna sig en ég hef gert þetta oft áður og ekkert vesen. Gústi tekur núna við og þetta er flottur hópur.“ „Við misstum einhverja tíu leikmenn fyrir tímabilið og vorum ömurlegir í haust. Það bjóst enginn við því að við yrðum hérna í úrslitum, en svo vorum við bara ekki nógu góðir í úrslitunum,“ sagði Óskar að lokum. Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Með sigrinum tryggði Fram sér Íslandsmeistaratitilinn og Valsmenn þurfa því að gera sér silfrið að góðu. „Þetta á náttúrulega að vera skemmtilegast í heimi að spila þessa leiki og svo viltu að sjálfsögðu verða meistari. Það er ömurlegt að tapa þessu einvígi 3-0, alveg glatað, því þessi leikur var með mesta passionið fannst mér. Þetta er alltaf erfitt, mjög erfitt, og bara þjáning í marga daga eftir á. En það góða við íþróttirnar er að þú færð sigra og þú færð töp og færð að upplifa þetta allt.“ „Fyrsta árið mitt tapaði ég 3-0 í úrslitum á móti Haukum og svo enda ég þetta svona. Svo hafa verið margir titlar á milli. Svona er þetta. Ég vil óska Fram til hamingju. Þeir eru Íslands- og bikarmeistarar og eru þá bara besta liðið.“ Þá var Óskar spurður út í liðsvalið, en Gunnar Róbertsson, sem er fæddur árið 2008, spilaði mínútur fyrir Valsliðið í kvöld. „Ég bara gat ekki hugsað mér að tapa 3-0 og vera ekki búinn að nota þennan dreng. Ég er búinn að spara hann og nota mjög lítið í vetur. Hann er frábær fyrir framan og við ákváðum aðeins að poppa þetta upp. Ætlunin var nú ekki að spila svona mikið 5:1. Við áttum bara að gera betur í kvöld. Við vorum að gera allt of mikið af tæknifeilum.“ „Svo erum við bara klaufar á lokametrunum. Við erum winnerar og áttum bara að klára þetta. Mér fannst markvarslan góð og allir góðir. Þegar það er svona stemning þá er þetta bara skemmtilegast í heimi.“ „Það eru engar afsakanir samt. Fyrsti leikurinn var mikil vonbrigði og vont að tapa heimavellinum. Síðan töpum við með einu á útivelli og mér fannst við vera sjálfum okkur verstir þar. Mér fannst við bara lélegir í þeim leik. Framararnir voru líka góðir, ég er ekki að taka það af þeim.“ Nú er ljóst að þetta var síðasti leikur Óskars sem þjálfari Vals, í bili í það minnsta. Hann hefur verið með liðið undanfarin tvö tímabil, en Ágúst Jóhannsson tekur við keflinu næsta haust. „Þetta eru náttúrlega samtals 22 ár, 14 sem aðalþjálfari held ég. Ég var sáttur við ákvörðunina í október. Þetta var hrikalega gaman, en ég hefði viljað fá fimm leiki. Þetta er bara svo óhugnalega skemmtilegt þegar þú ert kominn í þetta. Maður þarf núna nokkra daga til að jafna sig en ég hef gert þetta oft áður og ekkert vesen. Gústi tekur núna við og þetta er flottur hópur.“ „Við misstum einhverja tíu leikmenn fyrir tímabilið og vorum ömurlegir í haust. Það bjóst enginn við því að við yrðum hérna í úrslitum, en svo vorum við bara ekki nógu góðir í úrslitunum,“ sagði Óskar að lokum.
Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira