Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. maí 2025 20:05 Angelika Dedukh, kökuskreytingakona á Selfossi með eina sviðakjamma köku, súkkulaði köku. Hægt er að panta hjá henni svona köku eða aðrar kökur, sem hún töfrar fram. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sviðakjammar eru í miklu uppáhaldi hjá húsmóður á Selfossi en ástæðan er sú að hún galdrar fram dýrindis súkkulaði kökur, sem líta út alveg eins og sviðakjammi. Húsmóðirin hefur varla undan að baka kjammana enda smakkast þeir ótrúlega vel. Í blokk við Fossveg á Selfossi býr Angelika Dedukh, sem er frá Rússlandi en hefur búið að Íslandi í nokkur ár. Hún vinnur á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi, en þegar hún er ekki í vinnunni þá er hún að gera allskonar kökuskreytingar, sem er hennar aðal áhugamál og að mála eins og sést á veggjum heimilisins. Hún er algjörlega ómenntuð þegar kemur að kökuskreytingunum og málaralistinni, hún er bara með þetta í genunum. En sviðakjamminn á borðinu hennar vekur mikla athygli, vá hvað hann lítur eðlilega út. „Já ég geri allskonar kökur. Þetta er brúðkaupskaka og þetta er stríðs kaka og hér er mjög skemmtileg sviðakaka, sem krakkar eru duglegir að borða. Kökurnar mínar eru ekki bara kökur heldur meira list og ég elska list,“ segir Angelika. Angelika er líka ótrúlega góð í að teikna og mála myndir eins og sjá má hér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Angelika bakar og gerir allskonar kökuskreytingar fyrir Pétur og Pál en það vinnur hún í viðurkenndu eldhúsi hjá GK bakaríi á Selfossi. Það er búið að vera brjálað að gera hjá henni í kringum fermingar og í sumar eru það brúðkaupin. Kannski verða sviðakjammar á borðum þar. Angelika segist elska Ísland en hvað finnst henni best við landið? „Vatnið og súrefnið, náttúran og fólkið, allir eru brosandi og hamingju samir, ég elska Ísland,“ segir Angelika. Angelika er með síðu á Facebook og á Instagram vegna kökuskreytinganna Árborg Rússland Kökur og tertur Myndlist Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Í blokk við Fossveg á Selfossi býr Angelika Dedukh, sem er frá Rússlandi en hefur búið að Íslandi í nokkur ár. Hún vinnur á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi, en þegar hún er ekki í vinnunni þá er hún að gera allskonar kökuskreytingar, sem er hennar aðal áhugamál og að mála eins og sést á veggjum heimilisins. Hún er algjörlega ómenntuð þegar kemur að kökuskreytingunum og málaralistinni, hún er bara með þetta í genunum. En sviðakjamminn á borðinu hennar vekur mikla athygli, vá hvað hann lítur eðlilega út. „Já ég geri allskonar kökur. Þetta er brúðkaupskaka og þetta er stríðs kaka og hér er mjög skemmtileg sviðakaka, sem krakkar eru duglegir að borða. Kökurnar mínar eru ekki bara kökur heldur meira list og ég elska list,“ segir Angelika. Angelika er líka ótrúlega góð í að teikna og mála myndir eins og sjá má hér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Angelika bakar og gerir allskonar kökuskreytingar fyrir Pétur og Pál en það vinnur hún í viðurkenndu eldhúsi hjá GK bakaríi á Selfossi. Það er búið að vera brjálað að gera hjá henni í kringum fermingar og í sumar eru það brúðkaupin. Kannski verða sviðakjammar á borðum þar. Angelika segist elska Ísland en hvað finnst henni best við landið? „Vatnið og súrefnið, náttúran og fólkið, allir eru brosandi og hamingju samir, ég elska Ísland,“ segir Angelika. Angelika er með síðu á Facebook og á Instagram vegna kökuskreytinganna
Árborg Rússland Kökur og tertur Myndlist Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira