Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 22. maí 2025 13:31 Frelsi í útvarpsrekstri verður sérstaklega fagnað á næsta ári þegar fjörutíu ár eru frá því ríkiseinokun var aflétt í kjölfar öflugrar baráttu hugsjónafólks. Frjáls fjölmiðlun og útvarpsrekstur þykir nú sjálfsagður og er fréttaþjónusta og dagskrárgerð einkarekinna fjölmiðla mikilvægur hluti lýðræðislegrar umræðu í samfélaginu. Samkeppni við ríkisstyrkta fjölmiðilinn RÚV er vægast sagt ójöfn og fer sífellt harðnandi. Samkeppni einkaaðila við fjölmiðil sem fær um 7 milljarða króna á ári í lögbundin afnotagjöld og tekur til sín aðra 3 milljarða af auglýsingamarkaðnum gengur augljóslega ekki upp. Það verður að taka fjölmiðlaumhverfið til heildarendurskoðunar, sérstaklega stöðu RÚV, hlutverk þess og verkefni. Það þarf að búa svo um hnútana að stofnunin nýti ekki opinbert fé í annað en lögbundin verkefni í samkeppninni við einkaaðila. Þegar þeirri stöðu hefur verið breytt væri án efa hægt að minnka verulega eða láta af stuðningi við einkarekna fjölmiðla, en stuðningi ríkisins var komið á til að reyna að jafna stöðuna gagnvart RÚV. Staða einkareknu fjölmiðlanna versnar nú mjög hratt þegar samkeppni um auglýsingatekjur eykst jafnt og þétt vegna tilkomu samfélagsmiðla og streymisveitna. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur boðað að heildarendurskoðun á fjölmiðlaumhverfinu fari fram síðar, en á meðan eru lagðar til breytingar á stuðningi ríkisins. Í nýju frumvarpi ráðherrans þar um er lagt til að lækka stuðning til fjölmiðlanna þannig að hámarksframlög fari úr 25% í 22% af heildarframlögum. Þetta kemur sér sérlega illa fyrir stærstu einkareknu fjölmiðlana. Þar innanborðs eru öflugustu fréttaþjónusturnar og fjölmiðlana munar um þær upphæðir sem þar um ræðir. Þessi staða eykur enn á óvissu í rekstri þeirra. SÝN hf sem rekur m.a. stærstu miðlana á öldum ljósvakans Stöð 2 og Bylgjuna sendi frá sér fyrir nokkrum dögum harðorða umsögn til Alþingis um fyrirliggjandi frumvarp og vakti ég athygli á því sem þar kemur fram í þingræðu. Í umsögn SÝNAR segir m.a.: ,,Frekari skerðing á opinberum stuðningi nú myndi torvelda enn frekar rekstur sjálfstæðrar fréttastofu Sýnar og draga úr samkeppnishæfni hennar gagnvart ríkismiðlinum.“ og „Án fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar væri eingöngu fréttastofa RÚV starfandi á ljósvakamiðlum, sem væri afleitt fyrir lýðræðislega umræðu og nauðsynlegt aðhald fjölmiðla“. Það yrði á engan hátt ásættanleg staða ef RÚV myndi eitt sinna öflugri fréttaþjónustu á ljósvakanum. Þess vegna hef ég hvatt til þess á Alþingi að brugðist verði við strax og komið í veg fyrir mögulegt stórslys á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þá þarf ekki að orðlengja hve slæm áhrif brotthvarf einnar stærstu fréttastofunnar hefði á lýðræðislega umræðu í landinu. Að mínu mati þarf að hætta við þessi áform og gefa það út sem fyrst. Jafnframt þarf svo að hraða því að grípa til raunverulegra aðgerða sem jafna stöðuna milli fjölmiðla í landinu til framtíðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Frelsi í útvarpsrekstri verður sérstaklega fagnað á næsta ári þegar fjörutíu ár eru frá því ríkiseinokun var aflétt í kjölfar öflugrar baráttu hugsjónafólks. Frjáls fjölmiðlun og útvarpsrekstur þykir nú sjálfsagður og er fréttaþjónusta og dagskrárgerð einkarekinna fjölmiðla mikilvægur hluti lýðræðislegrar umræðu í samfélaginu. Samkeppni við ríkisstyrkta fjölmiðilinn RÚV er vægast sagt ójöfn og fer sífellt harðnandi. Samkeppni einkaaðila við fjölmiðil sem fær um 7 milljarða króna á ári í lögbundin afnotagjöld og tekur til sín aðra 3 milljarða af auglýsingamarkaðnum gengur augljóslega ekki upp. Það verður að taka fjölmiðlaumhverfið til heildarendurskoðunar, sérstaklega stöðu RÚV, hlutverk þess og verkefni. Það þarf að búa svo um hnútana að stofnunin nýti ekki opinbert fé í annað en lögbundin verkefni í samkeppninni við einkaaðila. Þegar þeirri stöðu hefur verið breytt væri án efa hægt að minnka verulega eða láta af stuðningi við einkarekna fjölmiðla, en stuðningi ríkisins var komið á til að reyna að jafna stöðuna gagnvart RÚV. Staða einkareknu fjölmiðlanna versnar nú mjög hratt þegar samkeppni um auglýsingatekjur eykst jafnt og þétt vegna tilkomu samfélagsmiðla og streymisveitna. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur boðað að heildarendurskoðun á fjölmiðlaumhverfinu fari fram síðar, en á meðan eru lagðar til breytingar á stuðningi ríkisins. Í nýju frumvarpi ráðherrans þar um er lagt til að lækka stuðning til fjölmiðlanna þannig að hámarksframlög fari úr 25% í 22% af heildarframlögum. Þetta kemur sér sérlega illa fyrir stærstu einkareknu fjölmiðlana. Þar innanborðs eru öflugustu fréttaþjónusturnar og fjölmiðlana munar um þær upphæðir sem þar um ræðir. Þessi staða eykur enn á óvissu í rekstri þeirra. SÝN hf sem rekur m.a. stærstu miðlana á öldum ljósvakans Stöð 2 og Bylgjuna sendi frá sér fyrir nokkrum dögum harðorða umsögn til Alþingis um fyrirliggjandi frumvarp og vakti ég athygli á því sem þar kemur fram í þingræðu. Í umsögn SÝNAR segir m.a.: ,,Frekari skerðing á opinberum stuðningi nú myndi torvelda enn frekar rekstur sjálfstæðrar fréttastofu Sýnar og draga úr samkeppnishæfni hennar gagnvart ríkismiðlinum.“ og „Án fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar væri eingöngu fréttastofa RÚV starfandi á ljósvakamiðlum, sem væri afleitt fyrir lýðræðislega umræðu og nauðsynlegt aðhald fjölmiðla“. Það yrði á engan hátt ásættanleg staða ef RÚV myndi eitt sinna öflugri fréttaþjónustu á ljósvakanum. Þess vegna hef ég hvatt til þess á Alþingi að brugðist verði við strax og komið í veg fyrir mögulegt stórslys á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þá þarf ekki að orðlengja hve slæm áhrif brotthvarf einnar stærstu fréttastofunnar hefði á lýðræðislega umræðu í landinu. Að mínu mati þarf að hætta við þessi áform og gefa það út sem fyrst. Jafnframt þarf svo að hraða því að grípa til raunverulegra aðgerða sem jafna stöðuna milli fjölmiðla í landinu til framtíðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun