Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Aron Guðmundsson skrifar 22. maí 2025 12:32 Svo gæti farið að leikur þrjú í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í kvöld verði síðasti leikur Vals undir stjórn Óskars Bjarna Óskarssonar. Vísir/Pawel Valsmenn eru með bakið upp við vegg og 2-0 undir fyrir þriðja leik liðsins gegn Fram í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í kvöld. Þjálfari Vals segir sína menn þurfa að kalla fram það allra besta hjá sér í kvöld, liðið þurfi góðan stuðning, dræm mæting á fyrsta leik á Hlíðarenda hafi verið liðinu áfall. „Þetta er ósköp einfalt, ef við viljum vera áfram í þessu þá þurfum við sigur og alvöru frammistöðu. Þannig er það bara,“ segir Óskar Bjarni í samtali við Íþróttadeild en Fram getur með sigri í kvöld á Hlíðarenda tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.. „Það er ekkert alltaf skemmtilegast í heimi að vera 2-0 undir en um leið og við sigrum í dag er þetta orðið allt annað dæmi. Við þurfum bara að kalla fram það allra besta í kvöld. Það er nokkuð ljóst.“ En hvernig ertu að nálgast þína leikmenn í aðdraganda þessa þýðingarmikla leik með þessa stöðu í huga? „Ég held nú kannski að þú sért ekkert mikið að hugsa út í að staðan í einvíginu sé 2-0. Það má ekki eyða of mikilli orku í hvað ef og allt svoleiðis. Nú höfum við bara reynt að fókusa á síðasta leik, hvað var gott þar og hvað var slæmt, sem og í leik eitt. Það er alltaf eitthvað að breytast milli liðanna og annað slíkt, svo þarf maður að sjá hvernig þetta rúllar af stað í kvöld. Varnar- og sóknarlega, vera sókndjarfur, taka ákveðið frumkvæði. Í enda dags er þetta bara venjulegur leikur og góða við hann er að við þurfum bara að vinna hann. Það getur oft bara verið jákvætt.“ Vill fá Fram upp á sitt besta: „En við ætlum að vinna“ Hann vill sjá sitt lið tengja betur saman heldur en í fyrstu tveimur leikjunum en fari illa í kvöld verður leikurinn sá síðasti hjá Val undir stjórn Óskars Bjarna sem lætur af störfum eftir tímabilið.„Í fyrsta leiknum vorum við óánægðir með ýmislegt varnarlega, sóknarleikurinn var eiginlega betri. Í leik númer tvö var það eiginlega öfugt. Vörnin var mun betri og markvarslan en Framararnir hafa haft ákveðna stjórnun í þessum leikjum, þeir stjórna þáttunum betur en við og við erum oft óagaðri og sjálfum okkur verstir. Það koma kaflar sem eru okkur dýrir í báðum leikjunum og þeir þurfa bara að vera styttri. Þú gerir alltaf einhver mistök, það tekst ekki allt, en þessir kaflar hafa bara ekki verið nógu stuttir og hafa að mörgu leiti orðið okkur að falli.“ Frá fyrsta leik liðanna á HlíðarendaVísir/Pawel Lið Fram sé ógnarsterkt og vel þjálfað. „Það er góð stemning þarna, þeir eru með marga flotta og uppalda leikmenn innan sinna raða, eru með góðan þjálfara, ríkjandi bikarmeistarar og ég á von á því að þeir og vil að þeir spili sinn besta leik en við ætlum að vinna.“ Alvöru stuðningur gefi alvöru orku Dræm mæting stuðningsmanna Vals á fyrstu tvo leikina vakti athygli og hefur ekki farið fram hjá leikmönnum og þjálfurum Vals. „Auðvitað er klárt mál að stuðningurinn hefur mikið að segja. Fyrsti leikurinn var smá áfall fyrir okkur og ég tel okkur hafa látið það hafa áhrif á okkur þó svo að við hefðum verið búnir að undirbúa okkur smá fyrir þetta. Kannski klikkuðum við svolítið þar í undirbúningnum, félagið hafði sett mikla orku og kraft í að við myndum fylla húsið á laugardeginum fyrir leik eitt. Miðað við að úrslitaeinvígið væri að byrja var þetta smá falið. Fyrir leik tvö hafði þetta nú minni áhrif á okkur, þá var fótboltinn að spila í Kópavoginum en við leikmenn og þjálfarar í kringum liðið vorum ekkert svo mikið að velta þessu fyrir okkur. Við höfðum Baldur, Krissa og þá sem standa okkur næst en fyrsti leikurinn var eiginlega meira sjokk. En það er klárt mál að alvöru stuðningur gefur alvöru orku, þú vilt hafa fullt hús og það gefur augaleið að það er miklu skemmtilegra og getur hjálpað í þessum köflum sem hafa reynst okkur erfiðir til þessa.“ Þriðji leikur Vals og Fram í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta fer fram í N1-höllinni á Hlíðarenda og hefst klukkan hálf átta. Olís-deild karla Valur Fram Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
„Þetta er ósköp einfalt, ef við viljum vera áfram í þessu þá þurfum við sigur og alvöru frammistöðu. Þannig er það bara,“ segir Óskar Bjarni í samtali við Íþróttadeild en Fram getur með sigri í kvöld á Hlíðarenda tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.. „Það er ekkert alltaf skemmtilegast í heimi að vera 2-0 undir en um leið og við sigrum í dag er þetta orðið allt annað dæmi. Við þurfum bara að kalla fram það allra besta í kvöld. Það er nokkuð ljóst.“ En hvernig ertu að nálgast þína leikmenn í aðdraganda þessa þýðingarmikla leik með þessa stöðu í huga? „Ég held nú kannski að þú sért ekkert mikið að hugsa út í að staðan í einvíginu sé 2-0. Það má ekki eyða of mikilli orku í hvað ef og allt svoleiðis. Nú höfum við bara reynt að fókusa á síðasta leik, hvað var gott þar og hvað var slæmt, sem og í leik eitt. Það er alltaf eitthvað að breytast milli liðanna og annað slíkt, svo þarf maður að sjá hvernig þetta rúllar af stað í kvöld. Varnar- og sóknarlega, vera sókndjarfur, taka ákveðið frumkvæði. Í enda dags er þetta bara venjulegur leikur og góða við hann er að við þurfum bara að vinna hann. Það getur oft bara verið jákvætt.“ Vill fá Fram upp á sitt besta: „En við ætlum að vinna“ Hann vill sjá sitt lið tengja betur saman heldur en í fyrstu tveimur leikjunum en fari illa í kvöld verður leikurinn sá síðasti hjá Val undir stjórn Óskars Bjarna sem lætur af störfum eftir tímabilið.„Í fyrsta leiknum vorum við óánægðir með ýmislegt varnarlega, sóknarleikurinn var eiginlega betri. Í leik númer tvö var það eiginlega öfugt. Vörnin var mun betri og markvarslan en Framararnir hafa haft ákveðna stjórnun í þessum leikjum, þeir stjórna þáttunum betur en við og við erum oft óagaðri og sjálfum okkur verstir. Það koma kaflar sem eru okkur dýrir í báðum leikjunum og þeir þurfa bara að vera styttri. Þú gerir alltaf einhver mistök, það tekst ekki allt, en þessir kaflar hafa bara ekki verið nógu stuttir og hafa að mörgu leiti orðið okkur að falli.“ Frá fyrsta leik liðanna á HlíðarendaVísir/Pawel Lið Fram sé ógnarsterkt og vel þjálfað. „Það er góð stemning þarna, þeir eru með marga flotta og uppalda leikmenn innan sinna raða, eru með góðan þjálfara, ríkjandi bikarmeistarar og ég á von á því að þeir og vil að þeir spili sinn besta leik en við ætlum að vinna.“ Alvöru stuðningur gefi alvöru orku Dræm mæting stuðningsmanna Vals á fyrstu tvo leikina vakti athygli og hefur ekki farið fram hjá leikmönnum og þjálfurum Vals. „Auðvitað er klárt mál að stuðningurinn hefur mikið að segja. Fyrsti leikurinn var smá áfall fyrir okkur og ég tel okkur hafa látið það hafa áhrif á okkur þó svo að við hefðum verið búnir að undirbúa okkur smá fyrir þetta. Kannski klikkuðum við svolítið þar í undirbúningnum, félagið hafði sett mikla orku og kraft í að við myndum fylla húsið á laugardeginum fyrir leik eitt. Miðað við að úrslitaeinvígið væri að byrja var þetta smá falið. Fyrir leik tvö hafði þetta nú minni áhrif á okkur, þá var fótboltinn að spila í Kópavoginum en við leikmenn og þjálfarar í kringum liðið vorum ekkert svo mikið að velta þessu fyrir okkur. Við höfðum Baldur, Krissa og þá sem standa okkur næst en fyrsti leikurinn var eiginlega meira sjokk. En það er klárt mál að alvöru stuðningur gefur alvöru orku, þú vilt hafa fullt hús og það gefur augaleið að það er miklu skemmtilegra og getur hjálpað í þessum köflum sem hafa reynst okkur erfiðir til þessa.“ Þriðji leikur Vals og Fram í úrslitaeinvígi Olís deildar karla í handbolta fer fram í N1-höllinni á Hlíðarenda og hefst klukkan hálf átta.
Olís-deild karla Valur Fram Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira