Enski boltinn

Fernandes til­búinn að fara ef United vill græða á honum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bruno Fernandes gengur framhjá Evrópudeildarbikarnum.
Bruno Fernandes gengur framhjá Evrópudeildarbikarnum. getty/Ian MacNicol

Bruno Fernandes segir að hann muni yfirgefa Manchester United ef félagið vill græða pening á því að selja hann.

United tapaði 1-0 fyrir Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bilbao í gær.

Tímabilið hefur verið hörmung hjá Rauðu djöflunum sem eru í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá er fjárhagsstaða félagsins slæm en því hefði ekki veitt af þeim fjárhagslega ávinningi sem hefði fylgt því að vinna leikinn í gær.

Al-Hilal í Sádí-Arabíu hefur borið víurnar í Fernandes og er tilbúið að borga vel fyrir hann. Eftir úrslitaleikinn í gær sagði Portúgalinn að hann væri tilbúinn að fara frá United ef það hjálpaði félaginu.

„Ég hef alltaf verið heiðarlegur. Ef félagið telur að tími sé kominn til að leiðir skilji því þeir vilja græða á mér eða eitthvað þá er það svoleiðis. Stundum er fótboltinn þannig,“ sagði Fernandes.

„Ég hef alltaf sagt að ég verði hér þangað til félagið segir mér að fara. Ég vil gera meira og koma félaginu á sinn gamla stall. En ég hef alltaf sagt það og stend við orð mín.“

Fernandes er markahæsti leikmaður United á tímabilinu með nítján mörk í öllum keppnum. Hann hefur skorað 98 mörk í 288 leikjum síðan hann kom til United frá Sporting í janúar 2020.


Tengdar fréttir

Amorim vildi ekki ræða framtíðina

Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, vildi ekki svara spurningum um framtíð sína hjá félaginu, eftir 1-0 tap í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham.

Tottenham vann Evrópudeildina

Tottenham vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og tryggði sér um leið sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Luke Shaw skoraði sjálfsmark sem reyndist eina mark leiksins, þrátt fyrir góðar tilraunir United til að jafna. Þetta er þriðji Evróputitill í sögu Tottenham en fyrsti stóri titill sem félagið vinnur síðan 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×