„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ágúst Orri Arnarson og Arnar Skúli Atlason skrifa 21. maí 2025 23:35 Benedikt Guðmundsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. vísir/hulda margrét Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. „Ég er sár og svekktur. Þetta er bara ógeðslega sárt,“ sagði Benedikt í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Við skorum bara ekki í fjórða leikhluta. Oft á tíðum vorum við ekki að gera nægilega vel í sókninni. Alltof mikið einn á einn. Festum okkur svolítið í því. Engu að síður fengum við endalaust af tækifærum til að skora bæði lay up og opnum þriggja stiga skotum en það var ekki meant to be,“ hélt hann svo áfram en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þið eruð yfir eftir fyrri hálfleikinn núna og í seinasta leik. Hvað verður til þess að þið klárið þetta ekki? „Við þurfum bara að greina það. Ég ætla ekki að vera eitthvað að hugsa upphátt með það núna. Ég er aðallega bara svekktur núna. Öll þessi víti og lay up og þriggja stiga sem við skorum ekki úr á crucial tímum. Margt sem ég var ánægður með í þessum leik sem ég var ekki með í seinasta leik. Við erum að frákasta miklu betur og það var attitude og gott viðhorf í liðinu. Menn voru að leggja sig fram. Svo fáum við hérna nokkra sénsa í lokinn til að jafna. Boltinn fer bara ekki ofan í og við hendum út af. Það er eins og körfubolta guðirnir voru búnir að ákveða að þetta ætti ekki að vera okkar.“ Ef þú lítur á tímabilið í heild sinni er þetta vonbrigði hjá Tindastól? „Já að vissu leyti. Það er bara eftir því hvernig maður ætlar að líta á þetta. Mörgu leyti fínt tímabil en svo ofboðsleg vonbriðgi núna. Ég held að okkur hafi verið spáð 3.-4. sæti fyrir tímabilið. Svo stöndum við okkur vel á tímabilinu með því aukast væntingarnar. En planið hjá okkur var náttúrulega alltaf bara að fara alla leið. Ef þú nærð ekki markmiðunum þínum ertu alltaf svekktur og pirraður og reiður og öllu sem því fylgir…“ Verður þú áfram með liðinu? „Þetta er svo ótímabær spurning Andri. Nú eru menn bara ógeðslega pirraðir og svekktir. Ég og klúbburinn þurfum bara að sleikja sárin. Svo setjast menn niður einhvern tíma seinna og skoða þau mál. Það er ekki tímapunktur að tjá sig um það núna.“ Er hugur í þér að halda áfram? „Eins og mér líður núna, þá er eins og heimsendir. Manni líður eins og heimurinn sé hruninn. Er eitthvað líf sem tekur við á morgun? Þetta er bara ógeðslega sárt. Þannig ég næ ekkert að hugsa til framtíðar í augnablikinu eins og ég segi. ég get ekki svarað þessari spurningu,“ sagði Benedikt að lokum. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
„Ég er sár og svekktur. Þetta er bara ógeðslega sárt,“ sagði Benedikt í viðtali við Andra Má Eggertsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Við skorum bara ekki í fjórða leikhluta. Oft á tíðum vorum við ekki að gera nægilega vel í sókninni. Alltof mikið einn á einn. Festum okkur svolítið í því. Engu að síður fengum við endalaust af tækifærum til að skora bæði lay up og opnum þriggja stiga skotum en það var ekki meant to be,“ hélt hann svo áfram en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þið eruð yfir eftir fyrri hálfleikinn núna og í seinasta leik. Hvað verður til þess að þið klárið þetta ekki? „Við þurfum bara að greina það. Ég ætla ekki að vera eitthvað að hugsa upphátt með það núna. Ég er aðallega bara svekktur núna. Öll þessi víti og lay up og þriggja stiga sem við skorum ekki úr á crucial tímum. Margt sem ég var ánægður með í þessum leik sem ég var ekki með í seinasta leik. Við erum að frákasta miklu betur og það var attitude og gott viðhorf í liðinu. Menn voru að leggja sig fram. Svo fáum við hérna nokkra sénsa í lokinn til að jafna. Boltinn fer bara ekki ofan í og við hendum út af. Það er eins og körfubolta guðirnir voru búnir að ákveða að þetta ætti ekki að vera okkar.“ Ef þú lítur á tímabilið í heild sinni er þetta vonbrigði hjá Tindastól? „Já að vissu leyti. Það er bara eftir því hvernig maður ætlar að líta á þetta. Mörgu leyti fínt tímabil en svo ofboðsleg vonbriðgi núna. Ég held að okkur hafi verið spáð 3.-4. sæti fyrir tímabilið. Svo stöndum við okkur vel á tímabilinu með því aukast væntingarnar. En planið hjá okkur var náttúrulega alltaf bara að fara alla leið. Ef þú nærð ekki markmiðunum þínum ertu alltaf svekktur og pirraður og reiður og öllu sem því fylgir…“ Verður þú áfram með liðinu? „Þetta er svo ótímabær spurning Andri. Nú eru menn bara ógeðslega pirraðir og svekktir. Ég og klúbburinn þurfum bara að sleikja sárin. Svo setjast menn niður einhvern tíma seinna og skoða þau mál. Það er ekki tímapunktur að tjá sig um það núna.“ Er hugur í þér að halda áfram? „Eins og mér líður núna, þá er eins og heimsendir. Manni líður eins og heimurinn sé hruninn. Er eitthvað líf sem tekur við á morgun? Þetta er bara ógeðslega sárt. Þannig ég næ ekkert að hugsa til framtíðar í augnablikinu eins og ég segi. ég get ekki svarað þessari spurningu,“ sagði Benedikt að lokum.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira