Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir skrifa 21. maí 2025 09:32 Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Afstaða –félag um bætt fangelsismál og betrun var stofnað á Litla-Hrauni fyrir tuttugu árum. Félagið sem fyrst var stofnað utan um hagsmunamál fanga, eins og lengri útivist og betri aðstöðu í íþróttahúsi, hefur orðið að öflugu hagsmunafélagi sem berst fyrir bættum fangelsismálum á Íslandi. Verkefnin hafa þróast í takt við breytingar í samfélaginu, en markmiðið hefur ávallt verið skýrt: að stuðla að réttlátara og mannúðlegra refsivörslukerfi. Afstaða hefur verið mikilvægt þrýstiafl breytinga og bættra úrræða, og hefur ekki aðeins beint sjónum að málefnum fanga heldur einnig að mannréttindum jaðarsettra einstaklinga í samfélaginu. Afstaða samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Þar er að finna fagfólk með ólíka menntun, en sama áhuga á því að bæta aðstæður fanga og standa vörð um réttindi þeirra. Innan félagsins eru einnig jafningjar; fyrrverandi fangar sem með eigin lífsreynslu veita ómetanlega sýn á veruleikann innan fangelsa og hvernig hægt er að styðja aðra í sambærilegri stöðu. Jafningjar gegna lykilhlutverki í starfi Afstöðu. Milli þeirra hefur skapast traust og trúnaður sem fagfólki reynist oft erfitt að ná fram og mynda. Jafningjar hafa sjálfir farið í gegnum fangelsiskerfið og vita af eigin raun hvernig það er og geta þess vegna veitt stuðning sem byggir bæði á fyrri reynslu og skilningi. Slíkur stuðningur getur skipt sköpum, hann hjálpar til við endurhæfingu, dregur úr einmanaleika og styrkir sjálfsmynd þeirra sem afplána. Rannsóknir sýna að jafningjastuðningur hefur jákvæð áhrif á velferð fanga, bæði meðan á afplánun stendur og í endurkomu þeirra í samfélagið. Jafningjastuðningur skilar sér fækkun afbrota, bætir líðan og hvetur til aukinnar samfélagslegrar þátttöku þeirra sem hans njóta. Það er því mikilvægt að persónulegri reynslu jafningja sé gert jafn hátt undir höfði og annarri sérfræðiþekkingu. Með starfi sínu hefur Afstaða sýnt að hægt er að breyta viðhorfum og hafa áhrif á úrbætur þegar kemur að málefnum fanga. Í tilefni af 20 ára afmæli félagsins verður haldin ráðstefna þar sem sjónum verður beint að þessum mikilvægu málefnum. Það er tilefni til að fagna en líka til að minna á að enn er verk að vinna. Höfundar eru Arndís Vilhjálmsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingar og áhugamanneskjur um bætt fangelsismál og betrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Afstaða –félag um bætt fangelsismál og betrun var stofnað á Litla-Hrauni fyrir tuttugu árum. Félagið sem fyrst var stofnað utan um hagsmunamál fanga, eins og lengri útivist og betri aðstöðu í íþróttahúsi, hefur orðið að öflugu hagsmunafélagi sem berst fyrir bættum fangelsismálum á Íslandi. Verkefnin hafa þróast í takt við breytingar í samfélaginu, en markmiðið hefur ávallt verið skýrt: að stuðla að réttlátara og mannúðlegra refsivörslukerfi. Afstaða hefur verið mikilvægt þrýstiafl breytinga og bættra úrræða, og hefur ekki aðeins beint sjónum að málefnum fanga heldur einnig að mannréttindum jaðarsettra einstaklinga í samfélaginu. Afstaða samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Þar er að finna fagfólk með ólíka menntun, en sama áhuga á því að bæta aðstæður fanga og standa vörð um réttindi þeirra. Innan félagsins eru einnig jafningjar; fyrrverandi fangar sem með eigin lífsreynslu veita ómetanlega sýn á veruleikann innan fangelsa og hvernig hægt er að styðja aðra í sambærilegri stöðu. Jafningjar gegna lykilhlutverki í starfi Afstöðu. Milli þeirra hefur skapast traust og trúnaður sem fagfólki reynist oft erfitt að ná fram og mynda. Jafningjar hafa sjálfir farið í gegnum fangelsiskerfið og vita af eigin raun hvernig það er og geta þess vegna veitt stuðning sem byggir bæði á fyrri reynslu og skilningi. Slíkur stuðningur getur skipt sköpum, hann hjálpar til við endurhæfingu, dregur úr einmanaleika og styrkir sjálfsmynd þeirra sem afplána. Rannsóknir sýna að jafningjastuðningur hefur jákvæð áhrif á velferð fanga, bæði meðan á afplánun stendur og í endurkomu þeirra í samfélagið. Jafningjastuðningur skilar sér fækkun afbrota, bætir líðan og hvetur til aukinnar samfélagslegrar þátttöku þeirra sem hans njóta. Það er því mikilvægt að persónulegri reynslu jafningja sé gert jafn hátt undir höfði og annarri sérfræðiþekkingu. Með starfi sínu hefur Afstaða sýnt að hægt er að breyta viðhorfum og hafa áhrif á úrbætur þegar kemur að málefnum fanga. Í tilefni af 20 ára afmæli félagsins verður haldin ráðstefna þar sem sjónum verður beint að þessum mikilvægu málefnum. Það er tilefni til að fagna en líka til að minna á að enn er verk að vinna. Höfundar eru Arndís Vilhjálmsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingar og áhugamanneskjur um bætt fangelsismál og betrun.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun