Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Aron Guðmundsson skrifar 21. maí 2025 08:46 Gunnar Nelson er afar einbeittur á framhaldið í UFC, hefur fundið neista sem hann hafði ekki fundið fyrir í mörg ár. Vísir/Sigurjón Gunnar Nelson stígur aftur inn í UFC bardagabúrið í júlí næstkomandi. Hann hefur á ný fundið neista sem hafði verið týndur í fleiri ár og virkar einbeittari en oft áður á það sem framundan er. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2019 sem að hinn 36 ára gamli Gunnar tekur að minnsta kosti tvo bardaga á einu ári og eftir tap gegn Kevin Holland í mars síðastliðnum bjuggust kannski margir við því að hann myndi draga saman seglin. Þetta er smá vakning fyrir mig og minnti mig á aðeins það sem ég hef verið að gera öll þessi ár og einhvern vegin kveikir í mér. Gunnar Nelson Það er hins vegar alls ekki raunin, Gunnar virðist tvíefldur á líkama og sál, og segist sjálfur búa yfir miklu meiri neista en undanfarin ár. Neistinn er auðsjáanlegur. „Núna líður mér eins og boltinn sé byrjaður að rúlla, þótt að síðasti bardagi hafi ekki farið eins og við vildum er tilfinningin einhvern vegin mjög góð. Kveikti svona aðeins í mér, meira en áður. Ég er bara himinlifandi.“ Ég fæ einhverja tilfinningu aftur sem ég þekki og er ekki búin að vera með mér í smá tíma. Einhver tilfinning sem mér fannst ég hafa haft fyrir svolítið löngu síðan sem kom helvíti sterkt til baka. Ég held að það sé bara að fara þarna inn í búrið og þetta er smá vakning fyrir mig og minnti mig á aðeins það sem ég hef verið að gera öll þessi ár og einhvern vegin kveikir í mér. Það er náttúrulega erfitt að fara í burtu að heiman frá fjölskyldunni og svoleiðis en mér fannst boltinn vera að rúlla helvíti vel og mig langar að halda honum á góðu trukki og ekki tvístra huganum of mikið.“ „Eigum örugglega eftir að semja aftur“ Gunnar mætir reynsluboltanum Neil Magny í búrinu í New Orleans í júlí og ef allt gengur að óskum vill Gunnar svo ná inn þriðja bardaganum á þessu ári. Neil Magny mætir Gunnari Nelson í búrinu í New Orleans í júlí næstkomandiVísir/Getty „Við sækjumst eftir því að komast aftur inn í búrið um leið og við getum. Ef að bardaginn hefði farið betur á móti Holland þá hefði ég reynt að komast enn þá fyrr inn. Við tökum alltaf eitt skref í einu en draumur minn væri að taka þennan bardaga og ef allt gengur vel og maður er mjög ferskur, þá væri ég til í að fara enn þá fyrr inn í búrið aftur og þurfa þá ekki sérstakt camp fyrir þann bardaga. Með tvo bardaga eftir af samningi sínum við UFC virðist Gunnar ekki á förum. „Það eru alltaf allar að tala um það hvað sé mikið eftir af þessum samningi en ég held þetta er kannski svolítið öðruvísi hjá okkur heldur en í öðrum íþróttum með þessa samninga. Venjan er nú bara svolítið svoleiðis að ég hugsa að eftir þennan bardaga eigum við örugglega eftir að semja aftur.“ MMA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2019 sem að hinn 36 ára gamli Gunnar tekur að minnsta kosti tvo bardaga á einu ári og eftir tap gegn Kevin Holland í mars síðastliðnum bjuggust kannski margir við því að hann myndi draga saman seglin. Þetta er smá vakning fyrir mig og minnti mig á aðeins það sem ég hef verið að gera öll þessi ár og einhvern vegin kveikir í mér. Gunnar Nelson Það er hins vegar alls ekki raunin, Gunnar virðist tvíefldur á líkama og sál, og segist sjálfur búa yfir miklu meiri neista en undanfarin ár. Neistinn er auðsjáanlegur. „Núna líður mér eins og boltinn sé byrjaður að rúlla, þótt að síðasti bardagi hafi ekki farið eins og við vildum er tilfinningin einhvern vegin mjög góð. Kveikti svona aðeins í mér, meira en áður. Ég er bara himinlifandi.“ Ég fæ einhverja tilfinningu aftur sem ég þekki og er ekki búin að vera með mér í smá tíma. Einhver tilfinning sem mér fannst ég hafa haft fyrir svolítið löngu síðan sem kom helvíti sterkt til baka. Ég held að það sé bara að fara þarna inn í búrið og þetta er smá vakning fyrir mig og minnti mig á aðeins það sem ég hef verið að gera öll þessi ár og einhvern vegin kveikir í mér. Það er náttúrulega erfitt að fara í burtu að heiman frá fjölskyldunni og svoleiðis en mér fannst boltinn vera að rúlla helvíti vel og mig langar að halda honum á góðu trukki og ekki tvístra huganum of mikið.“ „Eigum örugglega eftir að semja aftur“ Gunnar mætir reynsluboltanum Neil Magny í búrinu í New Orleans í júlí og ef allt gengur að óskum vill Gunnar svo ná inn þriðja bardaganum á þessu ári. Neil Magny mætir Gunnari Nelson í búrinu í New Orleans í júlí næstkomandiVísir/Getty „Við sækjumst eftir því að komast aftur inn í búrið um leið og við getum. Ef að bardaginn hefði farið betur á móti Holland þá hefði ég reynt að komast enn þá fyrr inn. Við tökum alltaf eitt skref í einu en draumur minn væri að taka þennan bardaga og ef allt gengur vel og maður er mjög ferskur, þá væri ég til í að fara enn þá fyrr inn í búrið aftur og þurfa þá ekki sérstakt camp fyrir þann bardaga. Með tvo bardaga eftir af samningi sínum við UFC virðist Gunnar ekki á förum. „Það eru alltaf allar að tala um það hvað sé mikið eftir af þessum samningi en ég held þetta er kannski svolítið öðruvísi hjá okkur heldur en í öðrum íþróttum með þessa samninga. Venjan er nú bara svolítið svoleiðis að ég hugsa að eftir þennan bardaga eigum við örugglega eftir að semja aftur.“
MMA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira