Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2025 18:27 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir ástandið á Gasa óásættanlegt. AP/Hannah McKay Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. David Lammy, utanríkisráðherra, tilkynnti þetta í dag og sagði hann hundruð þúsunda íbúa á Gasa standa frammi fyrir því að svelta. Slíkt væri „andstyggilegt“. Ráðherrann sagði að sendiherra Ísrael yrði gert ljóst að í augum yfirvalda í Bretlandi væru aðgerðir Ísraela „grimmilegar“ og „óverjandi“. „Heimurinn dæmir þá. Sagan mun dæma þá,“ sagði Lammy á þingi í dag, samkvæmt Sky News. Hann sagði Breta vilja eiga í góðum samskiptum við Ísraela en framganga þeirra á Gasa gerði það mjög erfitt. Þetta sagði Lammy í kjölfar þess að Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney, leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada, sendu út yfirlýsingu um að breyti Ísraelar ekki ú stefnu á Gasa verði gripið til aðgerða. Sjá einnig: Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Lammy boðaði einnig refsiaðgerðir gegn landtökumönnum á Vesturbakkanum. Foreign Secretary David Lammy announces that the Israeli ambassador has been summoned by the UK government, and negotiations over a free trade deal have been "suspended".Latest: https://t.co/qikdGClv4f📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/whLqbShYDb— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Ísraelar hafa gefið töluvert í á Gasa að undanförnu og hafa boðað almennt hernám svæðisins og brottflutning Palestínumanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í dag að yfirlýsing leiðtoganna þriggja væri mikill fengu fyrir Hamas-samtökin. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky að aðstæður á Gasa væru óásættanlegar. Prime Minister Sir Keir Starmer says the situation in Gaza is "intolerable and unacceptable" and humanitarian aid "needs to get in at pace".He adds that the UK is "co-ordinating" with its allies on this.Latest: https://t.co/M6LGEG1mLj📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/qDh6xa469E— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Brýn þörf barna Þrýstingur frá bandamönnum Ísrael hefur aukist mjög á undanförnum vikum, samhliða því að Ísraelar hafa komið í veg fyrir flæði neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina í tæpa þrjá mánuði. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því í dag að þúsundir barna gætu dáið úr hungri á næstu dögum en Ísraelar veittu í gær og í dag leyfi fyrir nokkrum tugum flutningabíla með neyðaraðstoð inn á Gasa. AP fréttaveitan hefur þó eftir einum yfirmanna mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum að það sé einungis dropi í hafið, miðað við þá aðstoð sem þurfi. Þar að auki segir talsmaður SÞ að þó leyfi hafi verið veitt fyrir neyðaraðstoð, taki tíma að koma henni til fólksins. Enn hafi ekkert skilað sér í vöruhús og dreifingarmiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Bretland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
David Lammy, utanríkisráðherra, tilkynnti þetta í dag og sagði hann hundruð þúsunda íbúa á Gasa standa frammi fyrir því að svelta. Slíkt væri „andstyggilegt“. Ráðherrann sagði að sendiherra Ísrael yrði gert ljóst að í augum yfirvalda í Bretlandi væru aðgerðir Ísraela „grimmilegar“ og „óverjandi“. „Heimurinn dæmir þá. Sagan mun dæma þá,“ sagði Lammy á þingi í dag, samkvæmt Sky News. Hann sagði Breta vilja eiga í góðum samskiptum við Ísraela en framganga þeirra á Gasa gerði það mjög erfitt. Þetta sagði Lammy í kjölfar þess að Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney, leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada, sendu út yfirlýsingu um að breyti Ísraelar ekki ú stefnu á Gasa verði gripið til aðgerða. Sjá einnig: Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Lammy boðaði einnig refsiaðgerðir gegn landtökumönnum á Vesturbakkanum. Foreign Secretary David Lammy announces that the Israeli ambassador has been summoned by the UK government, and negotiations over a free trade deal have been "suspended".Latest: https://t.co/qikdGClv4f📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/whLqbShYDb— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Ísraelar hafa gefið töluvert í á Gasa að undanförnu og hafa boðað almennt hernám svæðisins og brottflutning Palestínumanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í dag að yfirlýsing leiðtoganna þriggja væri mikill fengu fyrir Hamas-samtökin. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky að aðstæður á Gasa væru óásættanlegar. Prime Minister Sir Keir Starmer says the situation in Gaza is "intolerable and unacceptable" and humanitarian aid "needs to get in at pace".He adds that the UK is "co-ordinating" with its allies on this.Latest: https://t.co/M6LGEG1mLj📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/qDh6xa469E— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Brýn þörf barna Þrýstingur frá bandamönnum Ísrael hefur aukist mjög á undanförnum vikum, samhliða því að Ísraelar hafa komið í veg fyrir flæði neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina í tæpa þrjá mánuði. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því í dag að þúsundir barna gætu dáið úr hungri á næstu dögum en Ísraelar veittu í gær og í dag leyfi fyrir nokkrum tugum flutningabíla með neyðaraðstoð inn á Gasa. AP fréttaveitan hefur þó eftir einum yfirmanna mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum að það sé einungis dropi í hafið, miðað við þá aðstoð sem þurfi. Þar að auki segir talsmaður SÞ að þó leyfi hafi verið veitt fyrir neyðaraðstoð, taki tíma að koma henni til fólksins. Enn hafi ekkert skilað sér í vöruhús og dreifingarmiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna.
Bretland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56
Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“