Beckham varar Manchester United við Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2025 15:18 David Beckham, eigandi Inter Miami, spilaði á sínum tíma hjá Manchester United og vann fjölda titla. Vísir/Getty David Beckham, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hvetur eigendur félagsins til að styðja vel við þjálfarann Rúben Amorim með því að fara mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Þá varar hann sitt gamla félag við því að selja lykilleikmanninn Bruno Fernandes. Í nýlegu viðtali hjá The Athletic ræddi Beckham, sem er nú eigandi Inter Miami í MLS deildinni, um stöðuna hjá Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil í ensku úrvalsdeildinni en mætir Tottenham annað kvöld í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Beckham vill að eigendur Manchester United, Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe og hans teymi, geri Manchester United kleift að styrkja sitt lið í komandi félagsskiptaglugga með stórum fjárhæðum. Amorim tók við stjórnartaumunum hjá liði Manchester United af Hollendingnum Erik ten Hag í nóvember á síðasta ári. Honum hefur ekki tekist að snúa gengi liðsins við í ensku úrvalsdeildinni en Beckham segir hann þurfa þolinmæði í starfi. Ruben Amorim er búinn að gefa landa sínum Bruno Fernandes skýr skilaboð.Getty/Marc Atkins „Ég tel okkur vera með mjög góðan þjálfara núna,“ sagði Beckham í samtali við The Athletic. „Hann er ungur að árum, sigursæll frá fyrri tíð og býr yfir mikilli reynslu miðað við sinn aldur. Hann þarf að fá tækifæri til þess að gera liðið að sínu, fá inn sína leikmenn og þá tel ég að við munum sjá önnur úrslit.“ Manchester United virðist ekki langt frá því að landa Matheus Cunha frá Wolves en sá hefur verið afar öflugur á tímabilinu og þá eru sögusagnir um að Liam Delap, sóknarmaður Ipswich Town sem hefur skorað tólf mörk á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leið til Rauðu djöflanna. En einnig er talað um að leikmenn gætu verið á förum frá félaginu. Fjárhagsstaða Manchester United er ekki sú besta og einhver staðar verður að fá pening inn fyrir nýjum leikmönnum. Miðjumaðurinn Bruno Fernandes hefur verið orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu en Beckham vill ekki sjá það að Portúgalinn verði seldur og það sama gildir um uppalda leikmenn Manchester United. „Bruno steig upp þegar að við þurftum á honum að halda. Þá hata ég hugmyndir um að leikmenn, sem eru aldir upp hjá Manchester United, fari. Ef þeir elska félagið og standa sig þá ættu þeir að vera áfram. “ Úrslitaleikur Manchester United og Tottenham í Evrópudeildinni hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Í nýlegu viðtali hjá The Athletic ræddi Beckham, sem er nú eigandi Inter Miami í MLS deildinni, um stöðuna hjá Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil í ensku úrvalsdeildinni en mætir Tottenham annað kvöld í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Beckham vill að eigendur Manchester United, Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe og hans teymi, geri Manchester United kleift að styrkja sitt lið í komandi félagsskiptaglugga með stórum fjárhæðum. Amorim tók við stjórnartaumunum hjá liði Manchester United af Hollendingnum Erik ten Hag í nóvember á síðasta ári. Honum hefur ekki tekist að snúa gengi liðsins við í ensku úrvalsdeildinni en Beckham segir hann þurfa þolinmæði í starfi. Ruben Amorim er búinn að gefa landa sínum Bruno Fernandes skýr skilaboð.Getty/Marc Atkins „Ég tel okkur vera með mjög góðan þjálfara núna,“ sagði Beckham í samtali við The Athletic. „Hann er ungur að árum, sigursæll frá fyrri tíð og býr yfir mikilli reynslu miðað við sinn aldur. Hann þarf að fá tækifæri til þess að gera liðið að sínu, fá inn sína leikmenn og þá tel ég að við munum sjá önnur úrslit.“ Manchester United virðist ekki langt frá því að landa Matheus Cunha frá Wolves en sá hefur verið afar öflugur á tímabilinu og þá eru sögusagnir um að Liam Delap, sóknarmaður Ipswich Town sem hefur skorað tólf mörk á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leið til Rauðu djöflanna. En einnig er talað um að leikmenn gætu verið á förum frá félaginu. Fjárhagsstaða Manchester United er ekki sú besta og einhver staðar verður að fá pening inn fyrir nýjum leikmönnum. Miðjumaðurinn Bruno Fernandes hefur verið orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu en Beckham vill ekki sjá það að Portúgalinn verði seldur og það sama gildir um uppalda leikmenn Manchester United. „Bruno steig upp þegar að við þurftum á honum að halda. Þá hata ég hugmyndir um að leikmenn, sem eru aldir upp hjá Manchester United, fari. Ef þeir elska félagið og standa sig þá ættu þeir að vera áfram. “ Úrslitaleikur Manchester United og Tottenham í Evrópudeildinni hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira