„Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. maí 2025 18:52 Karl Óttar Einarsson, forstjóri Grundarheimilanna. vísir/sigurjón Forstjóri Grundarheimilanna segir hjúkrunarheimili ekki hafa efni á því að missa starfsfólk sem skortir íslenskukunnáttu. Um sé að ræða starfsfólk sem sé hreinlega ekki hægt að vera án. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem er skorað á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Formaður félagsins sagði skort á íslensku bitna á bæði þeim sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu. Góður og mikilvægur hópur Forstjóri Grundarheimila segist skilja vel þá viðleitni að vilja auka íslensku í starfsumhverfinu. Sú leið sem rætt er um sé þó að nokkru leyti óraunhæf. „Ég skil alveg pælinguna og meininguna. Ég skil hvað þau eru að fara. Þau eru að horfa á löndin í kringum okkur þar sem þetta hefur verið gert. Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu. Þetta er góður og mikilvægur hópur sem hingað kemur til að sinna þessum störfum. Við gætum hreinlega ekki verið án hans, svo það skiptir máli að taka vel á móti hópnum og ég er ekki alveg viss um að þetta sé rétta leiðin til þess.“ Langflestir geti bjargað sér á íslensku Hlutfallslega stórt hlutfall hjúkrunarfræðinga á Grundarheimilum eru af erlendu þjóðerni. Langflestir af þeim geti bjargað sér á íslensku að sögn Karls. „Langflestir eru bara mjög flottir fagmenn og ná að sinna sínum störfum bara mjög vel með stuðningi aðstoðarmanna í hjúkrun og annarra samstarfsmanna á hjúkrunarheimilinu. Ég vil ekki meina að þetta sé til mikilla vandræða. Þetta byggist allt á samskiptum. Þannig að auðvitað er það æskilegast að hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilum tali góða íslensku.“ Að mati Karls færi best á því að ríkið myndi tryggja íslenskukennslu fyrir erlenda hjúkrunarfræðinga samhliða störfum þeirra. „Að umgjörðin sé þannig að það sé tryggt að þessi hópur hafi möguleika á að komast til starfa sem fyrst. Hvort sem það sé með umgjörð frá stjórnvöldum eða hinu opinbera að einhverju leyti, það skiptir máli.“ Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem er skorað á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Formaður félagsins sagði skort á íslensku bitna á bæði þeim sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu. Góður og mikilvægur hópur Forstjóri Grundarheimila segist skilja vel þá viðleitni að vilja auka íslensku í starfsumhverfinu. Sú leið sem rætt er um sé þó að nokkru leyti óraunhæf. „Ég skil alveg pælinguna og meininguna. Ég skil hvað þau eru að fara. Þau eru að horfa á löndin í kringum okkur þar sem þetta hefur verið gert. Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu. Þetta er góður og mikilvægur hópur sem hingað kemur til að sinna þessum störfum. Við gætum hreinlega ekki verið án hans, svo það skiptir máli að taka vel á móti hópnum og ég er ekki alveg viss um að þetta sé rétta leiðin til þess.“ Langflestir geti bjargað sér á íslensku Hlutfallslega stórt hlutfall hjúkrunarfræðinga á Grundarheimilum eru af erlendu þjóðerni. Langflestir af þeim geti bjargað sér á íslensku að sögn Karls. „Langflestir eru bara mjög flottir fagmenn og ná að sinna sínum störfum bara mjög vel með stuðningi aðstoðarmanna í hjúkrun og annarra samstarfsmanna á hjúkrunarheimilinu. Ég vil ekki meina að þetta sé til mikilla vandræða. Þetta byggist allt á samskiptum. Þannig að auðvitað er það æskilegast að hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilum tali góða íslensku.“ Að mati Karls færi best á því að ríkið myndi tryggja íslenskukennslu fyrir erlenda hjúkrunarfræðinga samhliða störfum þeirra. „Að umgjörðin sé þannig að það sé tryggt að þessi hópur hafi möguleika á að komast til starfa sem fyrst. Hvort sem það sé með umgjörð frá stjórnvöldum eða hinu opinbera að einhverju leyti, það skiptir máli.“
Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira