„Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. maí 2025 18:52 Karl Óttar Einarsson, forstjóri Grundarheimilanna. vísir/sigurjón Forstjóri Grundarheimilanna segir hjúkrunarheimili ekki hafa efni á því að missa starfsfólk sem skortir íslenskukunnáttu. Um sé að ræða starfsfólk sem sé hreinlega ekki hægt að vera án. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem er skorað á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Formaður félagsins sagði skort á íslensku bitna á bæði þeim sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu. Góður og mikilvægur hópur Forstjóri Grundarheimila segist skilja vel þá viðleitni að vilja auka íslensku í starfsumhverfinu. Sú leið sem rætt er um sé þó að nokkru leyti óraunhæf. „Ég skil alveg pælinguna og meininguna. Ég skil hvað þau eru að fara. Þau eru að horfa á löndin í kringum okkur þar sem þetta hefur verið gert. Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu. Þetta er góður og mikilvægur hópur sem hingað kemur til að sinna þessum störfum. Við gætum hreinlega ekki verið án hans, svo það skiptir máli að taka vel á móti hópnum og ég er ekki alveg viss um að þetta sé rétta leiðin til þess.“ Langflestir geti bjargað sér á íslensku Hlutfallslega stórt hlutfall hjúkrunarfræðinga á Grundarheimilum eru af erlendu þjóðerni. Langflestir af þeim geti bjargað sér á íslensku að sögn Karls. „Langflestir eru bara mjög flottir fagmenn og ná að sinna sínum störfum bara mjög vel með stuðningi aðstoðarmanna í hjúkrun og annarra samstarfsmanna á hjúkrunarheimilinu. Ég vil ekki meina að þetta sé til mikilla vandræða. Þetta byggist allt á samskiptum. Þannig að auðvitað er það æskilegast að hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilum tali góða íslensku.“ Að mati Karls færi best á því að ríkið myndi tryggja íslenskukennslu fyrir erlenda hjúkrunarfræðinga samhliða störfum þeirra. „Að umgjörðin sé þannig að það sé tryggt að þessi hópur hafi möguleika á að komast til starfa sem fyrst. Hvort sem það sé með umgjörð frá stjórnvöldum eða hinu opinbera að einhverju leyti, það skiptir máli.“ Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem er skorað á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Formaður félagsins sagði skort á íslensku bitna á bæði þeim sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu. Góður og mikilvægur hópur Forstjóri Grundarheimila segist skilja vel þá viðleitni að vilja auka íslensku í starfsumhverfinu. Sú leið sem rætt er um sé þó að nokkru leyti óraunhæf. „Ég skil alveg pælinguna og meininguna. Ég skil hvað þau eru að fara. Þau eru að horfa á löndin í kringum okkur þar sem þetta hefur verið gert. Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu. Þetta er góður og mikilvægur hópur sem hingað kemur til að sinna þessum störfum. Við gætum hreinlega ekki verið án hans, svo það skiptir máli að taka vel á móti hópnum og ég er ekki alveg viss um að þetta sé rétta leiðin til þess.“ Langflestir geti bjargað sér á íslensku Hlutfallslega stórt hlutfall hjúkrunarfræðinga á Grundarheimilum eru af erlendu þjóðerni. Langflestir af þeim geti bjargað sér á íslensku að sögn Karls. „Langflestir eru bara mjög flottir fagmenn og ná að sinna sínum störfum bara mjög vel með stuðningi aðstoðarmanna í hjúkrun og annarra samstarfsmanna á hjúkrunarheimilinu. Ég vil ekki meina að þetta sé til mikilla vandræða. Þetta byggist allt á samskiptum. Þannig að auðvitað er það æskilegast að hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilum tali góða íslensku.“ Að mati Karls færi best á því að ríkið myndi tryggja íslenskukennslu fyrir erlenda hjúkrunarfræðinga samhliða störfum þeirra. „Að umgjörðin sé þannig að það sé tryggt að þessi hópur hafi möguleika á að komast til starfa sem fyrst. Hvort sem það sé með umgjörð frá stjórnvöldum eða hinu opinbera að einhverju leyti, það skiptir máli.“
Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira