Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar 19. maí 2025 09:02 Sjávarflóð eru náttúruvá sem Íslendingar þurfa að búa við og mikilvægt er að bregðast við á viðeigandi hátt. Líkt og í baráttunni við ofanflóð, þar sem sterk og markviss varnarvinna hefur skilað góðum árangri, er nauðsynlegt að setja upp öflugar sjóvarnir til að lágmarka skaða af völdum sjávarflóða. Hækkandi sjávarstaða og auknar veðursveiflur gera það að verkum að mikilvægi sjóvarna hefur aldrei verið meira. Samkvæmt áætlunum samgönguáætlunar er gert ráð fyrir að verja 150 milljónum króna árlega í sjóvarnir á landsvísu. Það er ljóst að þessi upphæð er langt frá því að nægja til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem skapast hefur á undanförnum árum, sérstaklega á þeim svæðum sem eru hvað viðkvæmust fyrir ágangi sjávar. Á Suðurnesjum hafa ítrekað komið upp tilvik þar sem sjávarflóð hafa ógnað byggð og innviðum. Í Suðurnesjabæ varð stórtjón 1. mars 2025 þegar hafnarmannvirki og aðrar eignir urðu fyrir miklum skaða af völdum sjávarflóða. Bændur og landeigendur urðu fyrir verulegu tjóni og annar golfvöllurinn í sveitarfélaginu var illa leikinn. Kirkjugarðar voru einnig í stórhættu á að verða fyrir ágangi sjávar. Ástandið er þannig að jafnvel þyrfti í raun að nýta alla þá fjárhæð sem ætluð er í sjóvarnir á landsvísu eingöngu í Suðurnesjabæ til að tryggja nauðsynlegar varnir þar. Þetta undirstrikar hversu brýnt það er að endurskoða fjármögnun sjóvarna hér á landi. Eitt mögulegt úrræði væri að skoða stofnun sérstaks sjávarflóðasjóðs að fyrirmynd ofanflóðasjóðs. Þannig mætti tryggja samræmda stefnu og stöðugan fjárhagslegan stuðning við varnir gegn sjávarflóðum um landið allt. Að sama skapi mætti horfa til þess að auka fjárveitingar ríkisins í sjóvarnir og setja slíkt á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þegar horft er til framtíðar er ljóst að vandinn mun aðeins aukast. Loftslagsbreytingar, hækkandi sjávarstaða og aukin tíðni óveðra eru staðreyndir sem ekki er hægt að líta framhjá. Nú er tíminn til að bregðast við – áður en kostnaðurinn við aðgerðir verður óviðráðanlegur. Ég skora á ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokki fólksins að setja sjávarflóð og sjóvarnir á dagskrá. Það er deginum ljósara að þörfin er knýjandi og hún á aðeins eftir að aukast á komandi árum. Nú er mikilvægt að grípa til aðgerða til að tryggja vernd viðkvæmra svæða fyrir sjávarflóðum. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Framsóknarflokkurinn Suðurnesjabær Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sjávarflóð eru náttúruvá sem Íslendingar þurfa að búa við og mikilvægt er að bregðast við á viðeigandi hátt. Líkt og í baráttunni við ofanflóð, þar sem sterk og markviss varnarvinna hefur skilað góðum árangri, er nauðsynlegt að setja upp öflugar sjóvarnir til að lágmarka skaða af völdum sjávarflóða. Hækkandi sjávarstaða og auknar veðursveiflur gera það að verkum að mikilvægi sjóvarna hefur aldrei verið meira. Samkvæmt áætlunum samgönguáætlunar er gert ráð fyrir að verja 150 milljónum króna árlega í sjóvarnir á landsvísu. Það er ljóst að þessi upphæð er langt frá því að nægja til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem skapast hefur á undanförnum árum, sérstaklega á þeim svæðum sem eru hvað viðkvæmust fyrir ágangi sjávar. Á Suðurnesjum hafa ítrekað komið upp tilvik þar sem sjávarflóð hafa ógnað byggð og innviðum. Í Suðurnesjabæ varð stórtjón 1. mars 2025 þegar hafnarmannvirki og aðrar eignir urðu fyrir miklum skaða af völdum sjávarflóða. Bændur og landeigendur urðu fyrir verulegu tjóni og annar golfvöllurinn í sveitarfélaginu var illa leikinn. Kirkjugarðar voru einnig í stórhættu á að verða fyrir ágangi sjávar. Ástandið er þannig að jafnvel þyrfti í raun að nýta alla þá fjárhæð sem ætluð er í sjóvarnir á landsvísu eingöngu í Suðurnesjabæ til að tryggja nauðsynlegar varnir þar. Þetta undirstrikar hversu brýnt það er að endurskoða fjármögnun sjóvarna hér á landi. Eitt mögulegt úrræði væri að skoða stofnun sérstaks sjávarflóðasjóðs að fyrirmynd ofanflóðasjóðs. Þannig mætti tryggja samræmda stefnu og stöðugan fjárhagslegan stuðning við varnir gegn sjávarflóðum um landið allt. Að sama skapi mætti horfa til þess að auka fjárveitingar ríkisins í sjóvarnir og setja slíkt á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þegar horft er til framtíðar er ljóst að vandinn mun aðeins aukast. Loftslagsbreytingar, hækkandi sjávarstaða og aukin tíðni óveðra eru staðreyndir sem ekki er hægt að líta framhjá. Nú er tíminn til að bregðast við – áður en kostnaðurinn við aðgerðir verður óviðráðanlegur. Ég skora á ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokki fólksins að setja sjávarflóð og sjóvarnir á dagskrá. Það er deginum ljósara að þörfin er knýjandi og hún á aðeins eftir að aukast á komandi árum. Nú er mikilvægt að grípa til aðgerða til að tryggja vernd viðkvæmra svæða fyrir sjávarflóðum. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun