Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Jón Þór Stefánsson skrifar 18. maí 2025 14:05 Framkvæmdastjórinn notaði tólf tölvur fyrirtækisins til rafmyntagraftar. Getty Landsréttur staðfesti á dögunum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fyrirtæki hafi verið heimilt að rifta ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra sinn. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi hafði farið fram á að fyrirtækið myndi greiða honum þriggja mánaða uppsagnarfrest, sem samsvaraði 3,5 milljónum króna auk vaxta. Landsréttur féllst ekki á það. Framkvæmdastjóranum var sagt upp störfum í mars 2022, tæpu ári eftir að hann hóf störf. Fyrirtækið rifti samningnum á þeim grundvelli að hann hefði brotið svo verulega af sér í starfi að því væri heimilt að segja honum upp án fyrirvara. Hann hefði ekki staðist væntingar í starfi. Til að mynda hefði hann ekki útbúið rekstraráætlun þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir stjórnar fyrirtækisins um það. Utanaðkomandi fékk bílaleigubíl Þá hefði hann skuldbundið félagið með langtímasamningum sem voru að mati fyrirtækisins ekki í takt við hagsmuni þess. Annars vegar var það árs langur samningur við annað félag um að fyrirtækið myndi haf aðstöðu til fundarhalda og afþreyingar. Að mati Landsréttar var sú ráðstöfun eðlileg. Hins vegar var það samningur um leigu á bíl sem einstaklingur átti að nota, en sá var ekki starfmaður fyrirtækisins. Að mati Landsréttar féll það utan við starfskyldur mannsins. Einnig hefði hann ekki skilað inn umbeðnum gögnum um eigin úttektir á veitingastað sem fyrirtækið rak. Landsréttur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Tólf tölvur í rafmyntagröft Eftir að samningnum var rift kom síðan í ljós að hann hafði nýtt tólf tölvur fyrirtækisins í rafmyntagröft. Rafmyntin sem hann hafði upp úr krafsinu rann í hans eigið veski. Fram kemur í dómi héraðsdóms að framkvæmdastjórinn hafi beðið starfsmann fyrirtækisins um að setja upp hugbúnaðinn sem þurfti til að grafa eftir rafmynt í tölvunum tólf, og að hún myndi renna í hans eigið veski. Hann viðurkenndi fyrir dómi að hann hefði sjálfur grætt á greftinum. Landsréttur taldi sannað að með þessu hefði framkvæmdastjórinn brotið alvarlega gegn trúnaðarskyldum sínum. Heimilt að rifta samningnum Í dómi Landsréttar er bent á að í ráðningasamningi framkvæmdastjórans hafi verið kveðið á um að báðir samningsaðilar gætu sagt honum upp með þriggja mánaða uppsagnafresti. Hins vegar gæti félagið rift honum einhliða myndi framkvæmdastjórinn vanefna hann verulega, til að mynda með því að brjóta starfsskyldur sínar verulega. Það var mat dómsins að hann hefði gert það og fyrirtækinu því heimilt að rifta samningnum. Þar af leiðandi hafnaði dómurinn kröfum mannsins um 3,5 milljónir. Dómsmál Rafmyntir Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Framkvæmdastjóranum var sagt upp störfum í mars 2022, tæpu ári eftir að hann hóf störf. Fyrirtækið rifti samningnum á þeim grundvelli að hann hefði brotið svo verulega af sér í starfi að því væri heimilt að segja honum upp án fyrirvara. Hann hefði ekki staðist væntingar í starfi. Til að mynda hefði hann ekki útbúið rekstraráætlun þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir stjórnar fyrirtækisins um það. Utanaðkomandi fékk bílaleigubíl Þá hefði hann skuldbundið félagið með langtímasamningum sem voru að mati fyrirtækisins ekki í takt við hagsmuni þess. Annars vegar var það árs langur samningur við annað félag um að fyrirtækið myndi haf aðstöðu til fundarhalda og afþreyingar. Að mati Landsréttar var sú ráðstöfun eðlileg. Hins vegar var það samningur um leigu á bíl sem einstaklingur átti að nota, en sá var ekki starfmaður fyrirtækisins. Að mati Landsréttar féll það utan við starfskyldur mannsins. Einnig hefði hann ekki skilað inn umbeðnum gögnum um eigin úttektir á veitingastað sem fyrirtækið rak. Landsréttur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Tólf tölvur í rafmyntagröft Eftir að samningnum var rift kom síðan í ljós að hann hafði nýtt tólf tölvur fyrirtækisins í rafmyntagröft. Rafmyntin sem hann hafði upp úr krafsinu rann í hans eigið veski. Fram kemur í dómi héraðsdóms að framkvæmdastjórinn hafi beðið starfsmann fyrirtækisins um að setja upp hugbúnaðinn sem þurfti til að grafa eftir rafmynt í tölvunum tólf, og að hún myndi renna í hans eigið veski. Hann viðurkenndi fyrir dómi að hann hefði sjálfur grætt á greftinum. Landsréttur taldi sannað að með þessu hefði framkvæmdastjórinn brotið alvarlega gegn trúnaðarskyldum sínum. Heimilt að rifta samningnum Í dómi Landsréttar er bent á að í ráðningasamningi framkvæmdastjórans hafi verið kveðið á um að báðir samningsaðilar gætu sagt honum upp með þriggja mánaða uppsagnafresti. Hins vegar gæti félagið rift honum einhliða myndi framkvæmdastjórinn vanefna hann verulega, til að mynda með því að brjóta starfsskyldur sínar verulega. Það var mat dómsins að hann hefði gert það og fyrirtækinu því heimilt að rifta samningnum. Þar af leiðandi hafnaði dómurinn kröfum mannsins um 3,5 milljónir.
Dómsmál Rafmyntir Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira