Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2025 19:00 Jón Þór Karlsson rannsóknarlögreglumaður segir afar tímafrekt að rannsaka fölsuð skilríki. Vísir/Lýður Valberg Rannsóknarlögreglumaður segir það áhyggjuefni hve fullkomin fölsuð skilríki séu orðin og hve hratt þeim fjölgar hér á landi. Fölsuð ökuskírteini fást nú með einföldum hætti á samfélagsmiðlum og eru að sögn lögreglu framleidd erlendis og send hingað til lands. Framboð af fölsuðum ökuskírteinum sem hægt er að kaupa í gegnum samfélagsmiðla hér á landi hefur aukist jafnt og þétt og hafa þessi fölsuðu skírteini aldrei verið eins fullkomin. Það felur meðal annars í sér að hægt er að fá þau til að virka með snjallsímalausnum á borð við Apple Wallet og Google Play. Jón Þór Karlsson rannsóknarlögreglumaður segir áhyggjuefni hve fullkomin slík skilríki séu orðin. „Síðustu tvö til þrjú ár þá hefur þetta aukist töluvert. Við erum að tala um að meira en helmingurinn eru ökuskírteini. Það er ýmislegt annað sem kemur til eins og dvalarleyfi og kennivottorð. Ökuskírteini eru mjög algeng núna og það er af ýmsum toga og kemur með póstsendingum eða afhent við afskipti lögreglu og við eigum mjög gott samstarf við tollgæslu þegar kemur að þessu og við merkjum líka það að þessi ökuskírteini hafa verið keypt á netinu, prentuð og send svo hingað og stoppuð af tollinum,“ segir Jón Þór. Glæpastarfsemi, ólöglegir útlendingar og áfengiskaup ungmenna Síðastliðin tvö ár hafi lögregla skoðað um áttatíu skilríki sem hafi reynst fölsuð, þar af séu sextíu prósent fölsuð ökuskírteini og aukningin mikil að sögn Jóns. „Til hvers, af hverju er verið að framvísa fölsuðum skilríkjum og hverjir eru að gera það? Við erum að sjá skipulagða glæpastarfsemi, í mínu tilfelli erlenda ríkisborgara í ólöglegri dvöl og svo erum við líka að sjá unga fólkið sem vill komast í áfengisbúðina, þannig að þetta er breið flóra.“ Mesta þekkingin á málaflokknum sé á Suðurnesjum og þangað rati vafaatriði við rannsóknarvinnu vegna falsaðra skilríkja. Jón segir ýmislegt sem lögregla geti gert til að bregðast við miklu framboði af fölsuðum skilríkjum. „Við eigum í góðu samstarfi við tollgæslu, auka þekkingu lögreglumanna sem eru úti á vettvangi. Þetta er í eðli sínu bara mjög tímafrekt, greining á fölsuðum skilríkjum og rannsókn á þessum málum,“ segir Jón Þór. Lögreglumál Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Framboð af fölsuðum ökuskírteinum sem hægt er að kaupa í gegnum samfélagsmiðla hér á landi hefur aukist jafnt og þétt og hafa þessi fölsuðu skírteini aldrei verið eins fullkomin. Það felur meðal annars í sér að hægt er að fá þau til að virka með snjallsímalausnum á borð við Apple Wallet og Google Play. Jón Þór Karlsson rannsóknarlögreglumaður segir áhyggjuefni hve fullkomin slík skilríki séu orðin. „Síðustu tvö til þrjú ár þá hefur þetta aukist töluvert. Við erum að tala um að meira en helmingurinn eru ökuskírteini. Það er ýmislegt annað sem kemur til eins og dvalarleyfi og kennivottorð. Ökuskírteini eru mjög algeng núna og það er af ýmsum toga og kemur með póstsendingum eða afhent við afskipti lögreglu og við eigum mjög gott samstarf við tollgæslu þegar kemur að þessu og við merkjum líka það að þessi ökuskírteini hafa verið keypt á netinu, prentuð og send svo hingað og stoppuð af tollinum,“ segir Jón Þór. Glæpastarfsemi, ólöglegir útlendingar og áfengiskaup ungmenna Síðastliðin tvö ár hafi lögregla skoðað um áttatíu skilríki sem hafi reynst fölsuð, þar af séu sextíu prósent fölsuð ökuskírteini og aukningin mikil að sögn Jóns. „Til hvers, af hverju er verið að framvísa fölsuðum skilríkjum og hverjir eru að gera það? Við erum að sjá skipulagða glæpastarfsemi, í mínu tilfelli erlenda ríkisborgara í ólöglegri dvöl og svo erum við líka að sjá unga fólkið sem vill komast í áfengisbúðina, þannig að þetta er breið flóra.“ Mesta þekkingin á málaflokknum sé á Suðurnesjum og þangað rati vafaatriði við rannsóknarvinnu vegna falsaðra skilríkja. Jón segir ýmislegt sem lögregla geti gert til að bregðast við miklu framboði af fölsuðum skilríkjum. „Við eigum í góðu samstarfi við tollgæslu, auka þekkingu lögreglumanna sem eru úti á vettvangi. Þetta er í eðli sínu bara mjög tímafrekt, greining á fölsuðum skilríkjum og rannsókn á þessum málum,“ segir Jón Þór.
Lögreglumál Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira