Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2025 19:00 Jón Þór Karlsson rannsóknarlögreglumaður segir afar tímafrekt að rannsaka fölsuð skilríki. Vísir/Lýður Valberg Rannsóknarlögreglumaður segir það áhyggjuefni hve fullkomin fölsuð skilríki séu orðin og hve hratt þeim fjölgar hér á landi. Fölsuð ökuskírteini fást nú með einföldum hætti á samfélagsmiðlum og eru að sögn lögreglu framleidd erlendis og send hingað til lands. Framboð af fölsuðum ökuskírteinum sem hægt er að kaupa í gegnum samfélagsmiðla hér á landi hefur aukist jafnt og þétt og hafa þessi fölsuðu skírteini aldrei verið eins fullkomin. Það felur meðal annars í sér að hægt er að fá þau til að virka með snjallsímalausnum á borð við Apple Wallet og Google Play. Jón Þór Karlsson rannsóknarlögreglumaður segir áhyggjuefni hve fullkomin slík skilríki séu orðin. „Síðustu tvö til þrjú ár þá hefur þetta aukist töluvert. Við erum að tala um að meira en helmingurinn eru ökuskírteini. Það er ýmislegt annað sem kemur til eins og dvalarleyfi og kennivottorð. Ökuskírteini eru mjög algeng núna og það er af ýmsum toga og kemur með póstsendingum eða afhent við afskipti lögreglu og við eigum mjög gott samstarf við tollgæslu þegar kemur að þessu og við merkjum líka það að þessi ökuskírteini hafa verið keypt á netinu, prentuð og send svo hingað og stoppuð af tollinum,“ segir Jón Þór. Glæpastarfsemi, ólöglegir útlendingar og áfengiskaup ungmenna Síðastliðin tvö ár hafi lögregla skoðað um áttatíu skilríki sem hafi reynst fölsuð, þar af séu sextíu prósent fölsuð ökuskírteini og aukningin mikil að sögn Jóns. „Til hvers, af hverju er verið að framvísa fölsuðum skilríkjum og hverjir eru að gera það? Við erum að sjá skipulagða glæpastarfsemi, í mínu tilfelli erlenda ríkisborgara í ólöglegri dvöl og svo erum við líka að sjá unga fólkið sem vill komast í áfengisbúðina, þannig að þetta er breið flóra.“ Mesta þekkingin á málaflokknum sé á Suðurnesjum og þangað rati vafaatriði við rannsóknarvinnu vegna falsaðra skilríkja. Jón segir ýmislegt sem lögregla geti gert til að bregðast við miklu framboði af fölsuðum skilríkjum. „Við eigum í góðu samstarfi við tollgæslu, auka þekkingu lögreglumanna sem eru úti á vettvangi. Þetta er í eðli sínu bara mjög tímafrekt, greining á fölsuðum skilríkjum og rannsókn á þessum málum,“ segir Jón Þór. Lögreglumál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Framboð af fölsuðum ökuskírteinum sem hægt er að kaupa í gegnum samfélagsmiðla hér á landi hefur aukist jafnt og þétt og hafa þessi fölsuðu skírteini aldrei verið eins fullkomin. Það felur meðal annars í sér að hægt er að fá þau til að virka með snjallsímalausnum á borð við Apple Wallet og Google Play. Jón Þór Karlsson rannsóknarlögreglumaður segir áhyggjuefni hve fullkomin slík skilríki séu orðin. „Síðustu tvö til þrjú ár þá hefur þetta aukist töluvert. Við erum að tala um að meira en helmingurinn eru ökuskírteini. Það er ýmislegt annað sem kemur til eins og dvalarleyfi og kennivottorð. Ökuskírteini eru mjög algeng núna og það er af ýmsum toga og kemur með póstsendingum eða afhent við afskipti lögreglu og við eigum mjög gott samstarf við tollgæslu þegar kemur að þessu og við merkjum líka það að þessi ökuskírteini hafa verið keypt á netinu, prentuð og send svo hingað og stoppuð af tollinum,“ segir Jón Þór. Glæpastarfsemi, ólöglegir útlendingar og áfengiskaup ungmenna Síðastliðin tvö ár hafi lögregla skoðað um áttatíu skilríki sem hafi reynst fölsuð, þar af séu sextíu prósent fölsuð ökuskírteini og aukningin mikil að sögn Jóns. „Til hvers, af hverju er verið að framvísa fölsuðum skilríkjum og hverjir eru að gera það? Við erum að sjá skipulagða glæpastarfsemi, í mínu tilfelli erlenda ríkisborgara í ólöglegri dvöl og svo erum við líka að sjá unga fólkið sem vill komast í áfengisbúðina, þannig að þetta er breið flóra.“ Mesta þekkingin á málaflokknum sé á Suðurnesjum og þangað rati vafaatriði við rannsóknarvinnu vegna falsaðra skilríkja. Jón segir ýmislegt sem lögregla geti gert til að bregðast við miklu framboði af fölsuðum skilríkjum. „Við eigum í góðu samstarfi við tollgæslu, auka þekkingu lögreglumanna sem eru úti á vettvangi. Þetta er í eðli sínu bara mjög tímafrekt, greining á fölsuðum skilríkjum og rannsókn á þessum málum,“ segir Jón Þór.
Lögreglumál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira