Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar 17. maí 2025 12:32 Nýgerður samningur Fjársýslunnar við ísraelska fyrirtækið Rapyd hefur komið illa við mörg okkar. Samkvæmt honum munu allar greiðslur almennings til skóla, sjúkrahúsa og annarra opinberra aðila fara í gegnum þetta illa þokkaða ísraelska fyrirtæki. Rapyd er illa þokkað vegna ummæla aðaleiganda þess, sem er stjónarformaður útibúsins Íslandi, í þá veru að það eina sem máli skipti sé að Ísrael sigri - og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli í því samhengi. Enn alvarlegri er þó bein þáttaka Rapyd í þjóðarmorðinu á Gaza, sem fjölmiðlar í Ísrael hafa sagt frá; vinnu með ísraelska hernum að því að rekja peningasendingar til Hamas, og fjárgjafir Rapyd til þess að kaupa útbúnað fyrir ísraelska herinn til að nota í hernaðinum. Vegna þessa fela landsliðskonur okkar í handbolta merki Rapyd á búningunum sínum. Vegna þessa hafa hundruð íslenskra fyrirtækja hætt viðskiptum við Rapyd. Vegna þessa sögðu 60% þjóðarinna í skoðanakönnun fyrir meira en ári að þau vilji ekki skipta við þau fyrirtæki sem nota greiðslumiðlun Rapyd. (Óhætt er að fullyrða að sú tala hefur hækkað með dánartölu barnanna á Gaza). Það stríðir eingfaldlega gegn siðferðiskennd okkar og samvisku að skipta við slíkt fyrirtæki. Við getum ekki hugsað okkur það. Ríkisstjórn Valkyrjanna Forsætisráðherra og utanríkisráðherra okkar hafa á alþjóðavettvangi reynt að fá aðrar þjóðir með í aðgerðir sem gætu stoppa árásir Ísraels á vopnlaust og innikróað fólk á Gaza. Kristrún og Þorgerður eiga lof skilið fyrir þessa viðleitni og einarðan málflutning sinn. Hann er Íslandi til sóma. En sá málflutningur er innantómur ef íslenska ríkið gerir á sama tíma samning við ísraelskt fyrirtæki sem tekur þátt í þessu þjóðarmorði. Það segir sig sjálft. Þriðja valkyrjan, Inga Sæland, hefur örugglega, eins og við flest, samúð og samkennd með þeim fjölda flóttamanna frá Palestínu sem fengið hafa hæli á Íslandi og getur sett sig í þeirra spor. Að þurfa að borga Rapyd í hvert sinn sem greiða þarf skólagjöld eða komu á sjúkrahús; fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum og dauða sem ástvinir þeirra eru að ganga í gegnum á Gaza. Það nær ekki nokkurri átt. Mikill meirhluti Íslendinga styður málstað Palestínu fram yfir málstað Ísraels samkvæmt könnun Maskínu frá síðasta hausti. Það sem er enn athyglisverðara er að meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka er þessarar skoðunar. Niðurstaða Það gengur einfaldlega ekki að ríkisvaldið gefi okkur ekkert val. Heldur neyði okkur til að skipta við fyrirtæki sem meirihluti okkar vill - af siðferðilegum ástæðum - ekki eiga nein viðskipti við. Þess vegna verða Valkyrjurnar að rifta þessum samningi við Rapyd. Það kann að kosta eitthvað fyrst svona er komið en við greiðum það gjald með gleði. Allt frekar en skipta við Rapyd í hvert sinn sem við borgum opinberum stofnunum á Íslandi. Sú tilhugsun er algerlega óbærileg. Þetta snýst um miklu meiri verðmæti en peninga. Höfundur er áhugamaður um frið og frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Nýgerður samningur Fjársýslunnar við ísraelska fyrirtækið Rapyd hefur komið illa við mörg okkar. Samkvæmt honum munu allar greiðslur almennings til skóla, sjúkrahúsa og annarra opinberra aðila fara í gegnum þetta illa þokkaða ísraelska fyrirtæki. Rapyd er illa þokkað vegna ummæla aðaleiganda þess, sem er stjónarformaður útibúsins Íslandi, í þá veru að það eina sem máli skipti sé að Ísrael sigri - og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli í því samhengi. Enn alvarlegri er þó bein þáttaka Rapyd í þjóðarmorðinu á Gaza, sem fjölmiðlar í Ísrael hafa sagt frá; vinnu með ísraelska hernum að því að rekja peningasendingar til Hamas, og fjárgjafir Rapyd til þess að kaupa útbúnað fyrir ísraelska herinn til að nota í hernaðinum. Vegna þessa fela landsliðskonur okkar í handbolta merki Rapyd á búningunum sínum. Vegna þessa hafa hundruð íslenskra fyrirtækja hætt viðskiptum við Rapyd. Vegna þessa sögðu 60% þjóðarinna í skoðanakönnun fyrir meira en ári að þau vilji ekki skipta við þau fyrirtæki sem nota greiðslumiðlun Rapyd. (Óhætt er að fullyrða að sú tala hefur hækkað með dánartölu barnanna á Gaza). Það stríðir eingfaldlega gegn siðferðiskennd okkar og samvisku að skipta við slíkt fyrirtæki. Við getum ekki hugsað okkur það. Ríkisstjórn Valkyrjanna Forsætisráðherra og utanríkisráðherra okkar hafa á alþjóðavettvangi reynt að fá aðrar þjóðir með í aðgerðir sem gætu stoppa árásir Ísraels á vopnlaust og innikróað fólk á Gaza. Kristrún og Þorgerður eiga lof skilið fyrir þessa viðleitni og einarðan málflutning sinn. Hann er Íslandi til sóma. En sá málflutningur er innantómur ef íslenska ríkið gerir á sama tíma samning við ísraelskt fyrirtæki sem tekur þátt í þessu þjóðarmorði. Það segir sig sjálft. Þriðja valkyrjan, Inga Sæland, hefur örugglega, eins og við flest, samúð og samkennd með þeim fjölda flóttamanna frá Palestínu sem fengið hafa hæli á Íslandi og getur sett sig í þeirra spor. Að þurfa að borga Rapyd í hvert sinn sem greiða þarf skólagjöld eða komu á sjúkrahús; fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þeim hörmungum og dauða sem ástvinir þeirra eru að ganga í gegnum á Gaza. Það nær ekki nokkurri átt. Mikill meirhluti Íslendinga styður málstað Palestínu fram yfir málstað Ísraels samkvæmt könnun Maskínu frá síðasta hausti. Það sem er enn athyglisverðara er að meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka er þessarar skoðunar. Niðurstaða Það gengur einfaldlega ekki að ríkisvaldið gefi okkur ekkert val. Heldur neyði okkur til að skipta við fyrirtæki sem meirihluti okkar vill - af siðferðilegum ástæðum - ekki eiga nein viðskipti við. Þess vegna verða Valkyrjurnar að rifta þessum samningi við Rapyd. Það kann að kosta eitthvað fyrst svona er komið en við greiðum það gjald með gleði. Allt frekar en skipta við Rapyd í hvert sinn sem við borgum opinberum stofnunum á Íslandi. Sú tilhugsun er algerlega óbærileg. Þetta snýst um miklu meiri verðmæti en peninga. Höfundur er áhugamaður um frið og frelsi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar