Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. maí 2025 20:43 Frímann Ari Ferdinandsson er framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Vísir Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. Íþróttaþing Íþrótta- og ólympíusambands Íslands verður sett á morgun og verður tillaga stjórna íþróttabandalaganna tveggja rædd á þinginu. Í tillögunni er óskað eftir að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það þarf að vera skýr rammi og er bara líka eðlilegt að það sé eins hjá öllum og þetta er dálítið svona óljóst hjá mörgum hvernig þetta á að vera og þetta er jafnvel líka bara hjá sumum ekki löglegt af því það er ekki leyfi til staðar og það er bara æskilegt að þetta sé gert rétt,“ segir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Tillagan kemur í framhaldi af fundi aðildarfélaga ÍBR en í tillögunni er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir umræðuna um áfengissölu á kappleikjum flókna en mikilvæga. „Við þurfum bara alveg sama hvað það er að búa til einhvers konar girðingar, einhvers konar ramma, þannig að vandamálin verði ekki til staðar heldur að þetta sé eitthvað sem þróist áfram í sátt við alla.“ Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir að áfengissala á íþróttaviðburðum verði rædd á íþróttaþingi sem hefst á morgun. Vísir/Sigurjón Í tillögunni er meðal annars rætt um að móta þurfi reglurnar og stefnuna í samvinnu við aðildarfélög, lýðheilsuyfirvöld og önnur viðeigandi stjórnvöld. „Það eru reglur sem gilda inni á íþróttavellinum og inni í íþróttunum. Það eru reglur sem við setjum í hverju sérsambandi eða íþróttagrein en þegar kemur að einhverju sem tengist bara landslögum og það sem á sér stað utan íþróttanna þá eru það ekki við sem ráðum öllu þar.“ Frímann segir ýmsar leiðir hafa verið ræddar þegar kemur að sölu áfengis á íþróttaviðburðum og hvernig fólk vilji sjá hana framkvæmda . „Það benda nú margir á hvernig þetta er gert í ensku úrvalsdeildinni og kannski á fleiri stöðum í Englandi þar sem er selt áfengi fyrir leik og í hálfleik en þú mátt ekki fara með áfengi í stúkuna þar sem áhorfendur eru. Umræðan hjá okkur, á fundinum sem við héldum, þá voru flestir á því að það væri hægt að gera þetta með einhverjum þannig hætti að áfengi væri selt með einhverjum afmörkuðum rýmum. Stýra þessu einhvern veginn þannig að það rynnu ekki saman börn og fullorðnir sem vilja neyta áfengis.“ Sala á áfengi á íþróttaviðburðum hafi margfaldast á skömmu tíma. „Við erum kannski að tala um einhver tvo þrjú ár sem þetta hefur verið að þróast svona. Þetta er gríðarlega mikilvægur tekjustofn fyrir félögin og við teljum að það sé alveg grundvöllur fyrir því að halda áfram að selja áfengi inni á íþróttaviðburðum með einhverjum svona reglum og tryggja þá að það fari vel fram.“ Tengd skjöl Tillaga_ÍBR-ÍRB_um_áfengisveitingar_á_íþróttaviðburðumPDF143KBSækja skjal Áfengi Reykjavík Reykjanesbær ÍSÍ Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira
Íþróttaþing Íþrótta- og ólympíusambands Íslands verður sett á morgun og verður tillaga stjórna íþróttabandalaganna tveggja rædd á þinginu. Í tillögunni er óskað eftir að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það þarf að vera skýr rammi og er bara líka eðlilegt að það sé eins hjá öllum og þetta er dálítið svona óljóst hjá mörgum hvernig þetta á að vera og þetta er jafnvel líka bara hjá sumum ekki löglegt af því það er ekki leyfi til staðar og það er bara æskilegt að þetta sé gert rétt,“ segir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Tillagan kemur í framhaldi af fundi aðildarfélaga ÍBR en í tillögunni er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir umræðuna um áfengissölu á kappleikjum flókna en mikilvæga. „Við þurfum bara alveg sama hvað það er að búa til einhvers konar girðingar, einhvers konar ramma, þannig að vandamálin verði ekki til staðar heldur að þetta sé eitthvað sem þróist áfram í sátt við alla.“ Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir að áfengissala á íþróttaviðburðum verði rædd á íþróttaþingi sem hefst á morgun. Vísir/Sigurjón Í tillögunni er meðal annars rætt um að móta þurfi reglurnar og stefnuna í samvinnu við aðildarfélög, lýðheilsuyfirvöld og önnur viðeigandi stjórnvöld. „Það eru reglur sem gilda inni á íþróttavellinum og inni í íþróttunum. Það eru reglur sem við setjum í hverju sérsambandi eða íþróttagrein en þegar kemur að einhverju sem tengist bara landslögum og það sem á sér stað utan íþróttanna þá eru það ekki við sem ráðum öllu þar.“ Frímann segir ýmsar leiðir hafa verið ræddar þegar kemur að sölu áfengis á íþróttaviðburðum og hvernig fólk vilji sjá hana framkvæmda . „Það benda nú margir á hvernig þetta er gert í ensku úrvalsdeildinni og kannski á fleiri stöðum í Englandi þar sem er selt áfengi fyrir leik og í hálfleik en þú mátt ekki fara með áfengi í stúkuna þar sem áhorfendur eru. Umræðan hjá okkur, á fundinum sem við héldum, þá voru flestir á því að það væri hægt að gera þetta með einhverjum þannig hætti að áfengi væri selt með einhverjum afmörkuðum rýmum. Stýra þessu einhvern veginn þannig að það rynnu ekki saman börn og fullorðnir sem vilja neyta áfengis.“ Sala á áfengi á íþróttaviðburðum hafi margfaldast á skömmu tíma. „Við erum kannski að tala um einhver tvo þrjú ár sem þetta hefur verið að þróast svona. Þetta er gríðarlega mikilvægur tekjustofn fyrir félögin og við teljum að það sé alveg grundvöllur fyrir því að halda áfram að selja áfengi inni á íþróttaviðburðum með einhverjum svona reglum og tryggja þá að það fari vel fram.“ Tengd skjöl Tillaga_ÍBR-ÍRB_um_áfengisveitingar_á_íþróttaviðburðumPDF143KBSækja skjal
Áfengi Reykjavík Reykjanesbær ÍSÍ Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira