Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Árni Sæberg skrifar 15. maí 2025 17:02 Frá fyrri Miðbæjarreið Landssamband hestamannafélaga. Hildur hefur lagt til að slíkir viðburðir geti farið fram án þess að borgin innheimti afnotaleyfisgjöld. Vísir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur lagt til að gjaldtaka vegna minni háttar viðburða verði lögð af og gjaldtaka vegna meiri háttar viðburða verði helmingað. Borgin sjái reglulega á eftir viðburðum vegna gjaldtöku. Í morgun var greint frá því að Landssamband hestamannafélaga hefði ákveðið að láta ekki bjóða sér rukkun borgarinnar upp á 477,5 þúsund krónur í aðstöðugjald vegna Miðbæjarreiðarinnar svokölluðu. Að óbreyttu verði ekkert af reiðinni. „Við sjáum mörg dæmi þess að viðburðir séu færðir til annarra sveitarfélaga eða rótgrónum viðburðum aflýst vegna gjaldtöku borgarinnar. Nýjasta dæmið er auðvitað miðbæjarreið Landsambands hestamanna sem nú hefur verið aflýst af þessum sökum. Þetta er verulega óæskileg þróun,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, í samtali við Vísi. Tillögunni vísað til umhverfis- og skipulagssviðs Hildur lagði í dag fram svohljóðandi tillögu á fundi borgarráðs: „Borgarráð samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á gjaldskrá Reykjavíkurborgar vegna afnotaleyfa, þar sem gjald vegna afnotaleyfa fyrir minniháttar aðstöðusköpun og verulega aðstöðusköpun verður fellt niður. Gjald vegna meiriháttar aðstöðusköpunar verði helmingað. Breytt gjaldskrá taki gildi eigi síðar en 1. júní 2025. Mikilvægt er að höfuðborgin leggi ekki stein í götu þeirra sem hafa hug á því að sinna viðburðahaldi í borginni en dæmi eru um að viðburðir, bæði nýir og rótgrónir, hafi verið felldir niður eða færðir til annarra sveitarfélaga vegna óhóflegrar gjaldtöku borgarinnar.“ Í greinargerð með tillögunni fylgir taflan hér að neðan, sem sýnir breytingarnar sem lagðar eru til. Í fundargerð fundar borgarráðs segir að tillögunni hafi verið vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. Ætti að vera keppikefli að taka vel á móti þeim sem vilja lífga upp á borgina Hildur segir að það ætti að vera borginni keppikefli að taka vel á móti þeim sem vilja lífga upp á hversdaginn og skapa ánægjulega upplifun fyrir fólkið í borginni. „Ég hef því lagt til við borgarráð að gjaldtöku verði hætt af viðburðum sem skilgreindir eru verulegir eða minniháttar og að gjald vegna meiriháttar viðburða verði helmingað. Höfuðborgin á að vera aðlaðandi staður fyrir viðburðahald og hvers kyns íþyngjandi gjaldtaka og regluverk dregur auðvitað úr möguleikum á því að hér sé hægt að skapa lifandi borg með blómlegu mannlífi og menningarlífi.“ Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Hestar Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Landssamband hestamannafélaga hefði ákveðið að láta ekki bjóða sér rukkun borgarinnar upp á 477,5 þúsund krónur í aðstöðugjald vegna Miðbæjarreiðarinnar svokölluðu. Að óbreyttu verði ekkert af reiðinni. „Við sjáum mörg dæmi þess að viðburðir séu færðir til annarra sveitarfélaga eða rótgrónum viðburðum aflýst vegna gjaldtöku borgarinnar. Nýjasta dæmið er auðvitað miðbæjarreið Landsambands hestamanna sem nú hefur verið aflýst af þessum sökum. Þetta er verulega óæskileg þróun,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, í samtali við Vísi. Tillögunni vísað til umhverfis- og skipulagssviðs Hildur lagði í dag fram svohljóðandi tillögu á fundi borgarráðs: „Borgarráð samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á gjaldskrá Reykjavíkurborgar vegna afnotaleyfa, þar sem gjald vegna afnotaleyfa fyrir minniháttar aðstöðusköpun og verulega aðstöðusköpun verður fellt niður. Gjald vegna meiriháttar aðstöðusköpunar verði helmingað. Breytt gjaldskrá taki gildi eigi síðar en 1. júní 2025. Mikilvægt er að höfuðborgin leggi ekki stein í götu þeirra sem hafa hug á því að sinna viðburðahaldi í borginni en dæmi eru um að viðburðir, bæði nýir og rótgrónir, hafi verið felldir niður eða færðir til annarra sveitarfélaga vegna óhóflegrar gjaldtöku borgarinnar.“ Í greinargerð með tillögunni fylgir taflan hér að neðan, sem sýnir breytingarnar sem lagðar eru til. Í fundargerð fundar borgarráðs segir að tillögunni hafi verið vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. Ætti að vera keppikefli að taka vel á móti þeim sem vilja lífga upp á borgina Hildur segir að það ætti að vera borginni keppikefli að taka vel á móti þeim sem vilja lífga upp á hversdaginn og skapa ánægjulega upplifun fyrir fólkið í borginni. „Ég hef því lagt til við borgarráð að gjaldtöku verði hætt af viðburðum sem skilgreindir eru verulegir eða minniháttar og að gjald vegna meiriháttar viðburða verði helmingað. Höfuðborgin á að vera aðlaðandi staður fyrir viðburðahald og hvers kyns íþyngjandi gjaldtaka og regluverk dregur auðvitað úr möguleikum á því að hér sé hægt að skapa lifandi borg með blómlegu mannlífi og menningarlífi.“
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Hestar Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira