Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2025 15:00 Logi Einarsson sagðist fordæma fortakslaust allar árásir stjórnmálafólks á fjölmiðla. Bryndís telur orð Jóns Gnarrs hiklaust flokkast undir slíkar árásir. vísir/vilhelm Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokki gekk á Loga Einarsson menningarráðherra á þinginu fyrr í dag varðandi styrki til frjálsra fjölmiðla. Þá spurði hún hann út í nýlega færslu þingmannsins Jóns Gnarr á Facebook en Logi vildi fordæma allan skæting í garð fjölmiðla – vill meina að um þá eigi að tala af ábyrgð. Bryndís sagði Loga hafa verið afdráttarlausan með að hann ætlaði sér ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði með það að leiðarljósi að jafna stöðuna á fjölmiðlamarkaði. „Fyrir þinginu liggur frumvarp um að framlengja styrki til einkarekinna fjölmiðla en aðeins til eins árs. Þó með þeirri breytingu að skerða styrki til tveggja stærstu miðlana; Árvakurs og Sýnar. Miðlar sem sinna mikilvægu almannahlutverki og veita ráðandi völdum hvað mest aðhald.“ Bryndís rifjaði upp á á sama tíma og Logi tilkynnti um þetta hafi Sýn, sem átt hefur í nokkrum rekstrarerfiðleikum, kynnt að það hygðist leggja niður heila deild sem hefur framleitt íslenskt efni fyrir sjónvarp. „Fimm dögum fyrr hafði ráðherra sagt að hann vonaðist til að fréttastofa Sýnar væri enn á lífi þegar endurskoðað fjölmiðlafrumvarp yrði birt í haust.“ Vill koma í veg fyrir eyðimerkur í fjölmiðlalandslaginu Bryndís sagði alla sjá nauðsyn þess að taka RÚV af auglýsingamarkaði til að rétta stöðuna. Nær allur þingheimur er sammála um að þetta beri að gera og það mætti lesa í orð tveggja þeirra flokka sem nú sitja í ríkisstjórn. Er það raunverulegur vilji ríkisstjórnarinnar að efla fjölmiðlum í landinu? Og styrkjum haldið óbreyttum um sinn? Logi sagði ástæðuna fyrir því að ráðherra hafi ákveðið að framlengja þetta fyrirkomulag um eitt ár því síðustu ríkisstjórn hafi ekki auðnast að klára málið. „Svo er verið að tala um að ráðherra hafi verið að taka styrki af einhverjum rétt eins og einhver eigi þá?“ Logi sagðist vilja gera minniháttar breytingar til að koma í veg fyrir að það myndist eyðimerkur í fjölmiðlalandslaginu. Og eftir sem áður fengju Sýn og Árvakur helming styrksins. Þá ítrekaði hann þá skoðun sína sem er sú að Ríkisútvarpið hafi afar mikilvægu hlutverki að gegna á Íslandi. Fordæmir árásir stjórnmálafólks á fjölmiðla Bryndís talaði um RÚV sem fílinn í stofunni og vonaðist til að hann yrði ekki eini fjölmiðillinn sem eftir stæði. Þá vék hún að orðum stjórnarþingmannanna Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins, sem hún sagði að hafa hnýtt í Morgunblaðið en varla væri ástæða til að taka mark á því. Og svo sagði hún Jón Gnarr þingmann Viðreisnar hafa viðhaft afar ósmekklega aðdróttun að fréttastofu Sýnar og hlutlægni hennar en hann sagði: „Fyrsta frétt á Vísi. Ýtarlegt viðtal við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi SFS um veiðigjöld. Heiðrún situr í stjórn Sýnar sem er fyrirtækið sem á og rekur Vísi“. „Jón Gnarr ýjaði að því að fréttastofa Sýnar væri hlutdræg af því að skrifað var upp útvarpsviðtal við stjórnarmann Sýnar. Háttvirtur þingmaður kallaði þetta lýðræðisvöku,“ sagði Bryndís og spurði Loga hvort hann ætlaði ekki að fordæma þessi orð og hvort hann gæti ábyrgst að þau hefðu ekki áhrif á vinnu ríkisstjórnarinnar í þessu máli? „Þegar stjórnmálafólk ræðst gegn fjölmiðlum með óviðeigandi hætti þá fordæmi ég það og get ekki með nokkru móti samþykkt að það sé gert,“ sagði þá Logi. Athugasemd: Vísir er í eigu Sýnar sem um er fjallað í fréttinni. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Sýn Viðreisn Samfylkingin Tengdar fréttir Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. 5. febrúar 2025 10:44 Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. 5. febrúar 2025 15:12 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Bryndís sagði Loga hafa verið afdráttarlausan með að hann ætlaði sér ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði með það að leiðarljósi að jafna stöðuna á fjölmiðlamarkaði. „Fyrir þinginu liggur frumvarp um að framlengja styrki til einkarekinna fjölmiðla en aðeins til eins árs. Þó með þeirri breytingu að skerða styrki til tveggja stærstu miðlana; Árvakurs og Sýnar. Miðlar sem sinna mikilvægu almannahlutverki og veita ráðandi völdum hvað mest aðhald.“ Bryndís rifjaði upp á á sama tíma og Logi tilkynnti um þetta hafi Sýn, sem átt hefur í nokkrum rekstrarerfiðleikum, kynnt að það hygðist leggja niður heila deild sem hefur framleitt íslenskt efni fyrir sjónvarp. „Fimm dögum fyrr hafði ráðherra sagt að hann vonaðist til að fréttastofa Sýnar væri enn á lífi þegar endurskoðað fjölmiðlafrumvarp yrði birt í haust.“ Vill koma í veg fyrir eyðimerkur í fjölmiðlalandslaginu Bryndís sagði alla sjá nauðsyn þess að taka RÚV af auglýsingamarkaði til að rétta stöðuna. Nær allur þingheimur er sammála um að þetta beri að gera og það mætti lesa í orð tveggja þeirra flokka sem nú sitja í ríkisstjórn. Er það raunverulegur vilji ríkisstjórnarinnar að efla fjölmiðlum í landinu? Og styrkjum haldið óbreyttum um sinn? Logi sagði ástæðuna fyrir því að ráðherra hafi ákveðið að framlengja þetta fyrirkomulag um eitt ár því síðustu ríkisstjórn hafi ekki auðnast að klára málið. „Svo er verið að tala um að ráðherra hafi verið að taka styrki af einhverjum rétt eins og einhver eigi þá?“ Logi sagðist vilja gera minniháttar breytingar til að koma í veg fyrir að það myndist eyðimerkur í fjölmiðlalandslaginu. Og eftir sem áður fengju Sýn og Árvakur helming styrksins. Þá ítrekaði hann þá skoðun sína sem er sú að Ríkisútvarpið hafi afar mikilvægu hlutverki að gegna á Íslandi. Fordæmir árásir stjórnmálafólks á fjölmiðla Bryndís talaði um RÚV sem fílinn í stofunni og vonaðist til að hann yrði ekki eini fjölmiðillinn sem eftir stæði. Þá vék hún að orðum stjórnarþingmannanna Sigurjóns Þórðarsonar þingmanns Flokks fólksins, sem hún sagði að hafa hnýtt í Morgunblaðið en varla væri ástæða til að taka mark á því. Og svo sagði hún Jón Gnarr þingmann Viðreisnar hafa viðhaft afar ósmekklega aðdróttun að fréttastofu Sýnar og hlutlægni hennar en hann sagði: „Fyrsta frétt á Vísi. Ýtarlegt viðtal við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi SFS um veiðigjöld. Heiðrún situr í stjórn Sýnar sem er fyrirtækið sem á og rekur Vísi“. „Jón Gnarr ýjaði að því að fréttastofa Sýnar væri hlutdræg af því að skrifað var upp útvarpsviðtal við stjórnarmann Sýnar. Háttvirtur þingmaður kallaði þetta lýðræðisvöku,“ sagði Bryndís og spurði Loga hvort hann ætlaði ekki að fordæma þessi orð og hvort hann gæti ábyrgst að þau hefðu ekki áhrif á vinnu ríkisstjórnarinnar í þessu máli? „Þegar stjórnmálafólk ræðst gegn fjölmiðlum með óviðeigandi hætti þá fordæmi ég það og get ekki með nokkru móti samþykkt að það sé gert,“ sagði þá Logi. Athugasemd: Vísir er í eigu Sýnar sem um er fjallað í fréttinni.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Sýn Viðreisn Samfylkingin Tengdar fréttir Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. 5. febrúar 2025 10:44 Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. 5. febrúar 2025 15:12 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. 5. febrúar 2025 10:44
Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segist standa við orð sín þess efnis að hann telji vert að lækka styrk ríkisins til Morgunblaðsins. Ýmsir hafa gert athugasemdir við þau orð hans og samhengið sem þau voru sett fram í. 5. febrúar 2025 15:12